Óþekkir krakkar

Óþekkir krakkar beita þeirri tækni á foreldra sína að væla og endurtaka kröfur sínar aftur og aftur þar til foreldrarnir gefast upp. Frjálslyndu öflin í þjóðfélaginu gera það sama, og Sjálfstæðisflokkurinn er í hlutverki foreldrisins sem sífellt lætur undan, sérstaklega þegar annars er hættan á að hann sé ekki lengur í ríkisstjórn. Hver er fórnarkostnaðurinn? Jú, stefnuleysi, hugsjónaleysi, framsóknarmennska. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn hinn nýi Framsóknarflokkur og Framsóknarflokkurinn er orðinn hin nýja Samfylking.

 

Það má alveg eins leysa upp flokkana ef þetta fer að tíðkast, að ungir þingmenn eða ráðherrar steli baráttumálum frá öðrum flokkum og komi þeim í gegnum þingið. Þar með er öll pólitík fokin út í veður og vind og eitt allsherjar risastórt lýðskrum orðið eftir. Pólitík gengur út á að fólk kemur úr misjöfnum áttum skoðanalega og viðhorfslega, en ungliðarnir nýju eru ekki alveg á þeim buxunum, heldur er það samstaðan gegn hefðunum sem ræður öllu hjá þeim.

 

Ég er auðvitað að tala um áætlun Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra að leggja niður mannanafnanefnd. Eins og óþægir krakkar reyna frjálslyndu stjórnleysingjarnir að fá sínu framgengt þrátt fyrir ótalmargar neitanir og misheppnaðar tilraunir.

 

Það er reyndar ákveðin tegund af spillingu, að læra inn á það að hægt er að koma stórum og mikilvægum málum í gegnum þingið, A) rétt fyrir þinglok þegar fólk nennir ekki að deila lengur og B) þegar áföll hafa dunið á eins og heimsfaraldurinn Covid-19, þegar fólk er áhyggjufullt og kvíðið út af öðru.

 

Smámenni eru það sem beita þessum aðferðum, sem ekki þora að taka slaginn þegar rökhyggja og mótstaða er nokkuð sem hægt er að búast við. Þjóðníðingar eru í öllum flokkum, og frjálslyndu hryðjuverkaflokkarnir eru bókstaflega stofnaðir með það eitt að markmiði að rústa menningu og siðum landanna. Píratar bera nafn með rentu, enda eins og nafnið gefur til kynna stofnaðir til að fara ránshendi um allt sem dýrmætt og heilagt er, og gefa það ræningjum eða svívirða með öðrum hætti.

 

Lýðræði er eitt. Skrílræði er annað. Lýðræði getur breyzt í skrílræði, þegar lýðurinn hefur ekki þroska til að stjórna sér eða öðrum. Lýðræði er jafn þokukennd hugmynd og jafnrétti. Hvorugt er mögulegt án þess að ákveðnum skilyrðum sé fullnægt um þroska þegnanna og fullkomleika, skilyrði þessi eru auðvitað ekki til staðar. Við lifum ekki í útópíu heldur gölluðum heimi breyzkra manneskja og misþroskaðra, sem láta undan allskonar duttlungum í sér og öðrum.

 

Svo ég fari út í efnislega umræðu um mannanöfn og okkar gömlu hefð eða að leggja niður mannanafnanefnd, þá er ég hefðverndarsinni í eðli mínu. Ein svona breyting er enn ein steinvala helstefnunnar niður hlíðina að Helvíti og hliðum þess.

 

Tökum Kínverja sem dæmi, hvers vegna gengur þeim vel í baráttunni gegn veirunni og almennt við að ná heimsyfirráðum? Eitt af því sem er mest áberandi í menningu Kínverja er virðing fyrir hefðum, siðum, forfeðrum, forfeðradýrkun er hreinlega einn helzti hornsteinn  menningar þeirra, hvorki meira né minna.

 

Íslendingar sem eyðileggja allar sínar hefðir eru á leiðinni inn í Evrópusambandið, þeir eru að selja úr höndunum á sér sjálfstæðið, allar sínar eigur og verðmæti.

 

Ef ekki er barizt af fullri hörku gegn helstefnunni og hennar margvíslegu myndum er alveg eins hægt að gefast upp strax. Takmark íslenzku þjóðarinnar er að leiða mannkynið og framsókn norræna kynþáttarins, eins og dr. Helgi Pjeturss fjallaði um í sínum bókum um framlífið, Nýölunum. Það er í takt við tímana að hann er ekki tignaður sem frelsari, á hann er ekki trúað, og það er alveg í samræmi við þessa stöðugu eyðileggingarstarfsemi.

 

Ef fyrirmyndir ungu kynslóðanna eru útlendingar með ættarnöfn frekar en foreldrar og nærsamfélagið, þá er þetta auðvitað tapað og rétt að leggja mannanafnanefnd niður.

 

Ég legg þá til að þróuninni verði hraðað sem mest. Ég mun halda áfram að kjósa verstu flokkana, flokkana sem ég vil ekki kjósa.

 

Við erum það sem við erum út af okkar sérstöðu, ekki af því að við erum alveg eins maurar og hinir maurarnir í mannhafinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 31
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 779
  • Frá upphafi: 130064

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 608
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband