11.10.2020 | 16:47
Framför í Silfrinu - Fanney Birna tekur sig á með Silfrið.
Spurt var gagnrýnni spurninga en síðast og áhugaverðari viðmælendur fundnir en oft í Silfrinu þennan sunnudaginn, þann 11. október 2020. Að vísu að stórum hluta gömul og gamalþekkt andlit, en þó reynt að stilla saman tveimur pólitískum andstæðingum, sem er framför hvað varðar spjallþátt, andstæðingum sem reyndust samherjar að flestu leyti þegar á hólminn var komið.
Þessi þáttur ætti að byggjast á hörðum skoðanaskiptum, eins og sagan um Egil Skallagrímsson fjallar um, eða deilur öllu heldur, sem Egill Skallagrímsson vildi upphefja, sem nafnið vísar í. Nafni hans Egill Helgason átti sitt blómaskeið með þáttinn á fyrsta áratug aldatugarins, frá 2000 - 2010.
Hæst reis þátturinn í aðdraganda bankahrunsins 2008 að mínu mati, þegar Egill Helgason dró fram úr skúmaskotum menn sem spáðu bankahruni löngu áður en það varð, menn eins og Gunnar Tómasson, Þorvald Gylfason og Jóhannes Björn.
Engin skoðun ætti að vera of skrýtin eða öfgafull fyrir þjóðmálaþátt eins og þennan, sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar og bæta lýðræðið.
Hæfileikar Egils Helgasonar nýta sín ekki til fulls í Kiljunni. Það vona ég sannarlega að Fanney Birna og fleiri nýir stjórnendur þáttarins læri af Agli það bezta sem hann hefur gefið þættinum.
Fyrsta reglan ætti að vera að búa til góðar deilur, sem kristalla mismunandi viðhorf. Forðast ætti allt miðjumoð sem engu skilar en er bara stofnanamál staðnað. Önnur meginregla ætti svo að vera að fá ekki bara fræðimenn, heldur ekki síður sérvitringa og furðufugla, sem koma með skrýtnar og öðruvísi skoðanir, jafnvel öfgafullar og hneykslandi skoðanir, slíkt hristir upp í fólki og er alltaf skemmtilegt og fræðandi.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 89
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 748
- Frá upphafi: 127291
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 559
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.