25.9.2020 | 07:50
Vinstripólitískur fnykur af málinu
Hægt er að samgleðjast Khedr-fjölskyldunni með þessa niðurstöðu, en ýmsar spurningar vakna um stefnufestu og völd þrýstihópa í okkar samfélagi.
Getur það verið að Katrín forsætisráðherra hafi togað í spotta vegna þess að hún óttist að þetta mál geti valdið sundrungu í hennar eigin flokki, þar sem margt fólk er mjög vinstrisinnað og upptekið af svona mannréttindamálum í þeim flokki?
Annars finnst mér fyndið að lesa sum blogg vinstrimanna hér á þessum vettvangi og allskyns fyndin nýyrði eru bara til skemmtunar.
Mér virðist sem prestastéttin sjálf sé hætt að dæma menn, almenningur hefur tekið við því hlutverki, og dæmir þá hver og einn náungann til Helvítis hver eftir sínum smekk. Greinilegt er að heimsmynd manna er misjöfn, en að lesa vel skrifaðan texta er ánægjuefni hvort sem maður er sammála eða ekki.
Ég hef áhyggjur af því að ístöðuleysi sem þetta geti leitt til stjórnleysis. Mér finnst Áslaug Arna hafa sýnt að hún hefur reynt sitt bezta, en það er eins og hin nýja valdastétt sé anarkistaflóran unga á vinstrivængnum og að allir hræðist þá, ekki aðra, unga né gamla með allskonar öðruvísi skoðanir og hefðbundnari.
Khedr-fjölskyldan fær dvalarleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 32
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 607
- Frá upphafi: 132938
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 442
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.