2.9.2020 | 18:56
Trumpisminn og (G)narrisminn.
Merking hugtaka virðist hafa breyzt í pólitík eins og á öðrum sviðum. Sérstaklega þegar um er að ræða þessi stóru hugtök sem margir samsama sig með. Trump Bandaríkjaforseti hefur náð þeim virðingarverða árangri að hugtak er dregið af nafni hans, trumpisminn, og þó heldur séu það pólitískir andstæðingar hans sem noti það en fylgjendur er verðugt að athuga það betur.
Mín skoðun er að trumpisminn sé rökrétt framhald af gnarrismanum hér á okkar landi, eða narrismanum eins og hann ætti frekar að kallast. Það að narra fólk hefur oftast verið aðalhæfileiki stjórnmálamanna í öllum flokkum. (G)narrisminn er þá bara nýtt afbrigði.
(G)narrisminn og trumpisminn eru andsvör við þeirri staðreynd að hefðbundin stjórnmál og íhaldssöm eru ráðþrota gagnvart vandamálum alþjóðahyggjunnar, glóbalismans. Stór hluti almennings sættir sig ekki við atvinnumissi, lélegra heilbrigðiskerfi og margt annað slæmt til að þóknast vinstriöfgamönnum og miðjuöfgamönnum. Því hafa þjóðernisöfl grætt á þessari reiði almennings.
(G)narrisminn gengur út á að gera grín að öllu saman, að láta foringjann hafa ráðgjafa til að aðstoða sig, en að foringinn þurfi ekki að vera sérfræðingur í öllu sjálfur eða hafa sérstaka hæfileika.
Frekar en að Trump sé mikill rasisti sjálfur notfærir hann sér hann rasistafylgið með því að daðra hæfilega við ýmis slík sjónarmið. Trumpismaflokkar byggjast þess vegna á frekar hefðbundinni vinsældapólitík, sem tekur að vísu mið af breyttum aðstæðum í samfélaginu, sem rótgrónir flokkar gera síður.
Aðaldriffjöðurin eru þó vandamálin og það hvernig margt rekst á annars horn í þessum ríku þjóðfélögum í vestrinu. Píratar fara svipaða leið og narristar, nema þeir eru í hatrammri baráttu gegn öllu þjóðernislegu eins og vinstriflokkarnir og miðjuflokkarnir í landinu, og þeir reyna að gagnrýna spillingu, en loka augunum fyrir spillingu í sínum ranni eða hjá þeim öflum sem þeir eru hrifnir af.
Þannig að kannski er trumpisminn bara nútímalegri en flest annað, þrátt fyrir að andstæðingar þeirrar stefnu séu ekki sammála. Trumpisminn snýst þó um að taka á ákveðnum vandamálum sem flestir aðrir veigra sér við að gera.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 42
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 822
- Frá upphafi: 129994
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 623
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.