Guðni eða Guðmundur Franklín

Að öllum líkindum fær Guðni um 90% atkvæða og heldur áfram að vera forseti eftir viku eins og hefð er fyrir, að ekki sé hægt að hreyfa við sitjandi forseta. Hvað er það sem myndi vinnast ef Guðmundur Franklín yrði næsti forseti? Ja, hann yrði óhefðbundinn, svolítið í anda Trumps í Bandaríkjunum, maður sem þorir að viðra skoðanir sem ekki allir taka undir. Hann yrði þó aldrei neinn einræðisherra eins og margir af andstæðingum hans halda fram, því íslenzka stjórnkerfið virkar ekki þannig, völdin eru í höndum þingmannanna, og þeir eru frekar færir um að sýna einræðistilburði en forsetinn, sem hefur takmörkuð völd.

 

Þrátt fyrir allt held ég að Guðmundur Franklín yrði betri þingmaður Sjálfstæðisflokksins en forseti. Flokkurinn hefur alltaf þörf fyrir menn sem hafa kjark en eru trúir ákveðinni grunnstefnu samt. Þetta er samt áhugavert framboð, enda hefur það verið hefðin að forsetakosningar séu vettvangur fyrir menn að viðra gagnrýni á stjórnkerfið og koma með nýja nálgun.

 

Þegar stjórnmálamenn komast til valda draga þeir yfirleitt alltaf í land og gera málamiðlanir, nema sumir vinstrimenn eins og Svandís Svavarsdóttir, sem lætur gamla drauma Rauðsokkuhreyfingarinnar rætast, sem eru martröð í raun. Þar sem oft er dregið í land og svikið lit eftir kosningar verður raunin sú að þegar öfgaflokkar komast á þing verða þeir ekkert svo miklir öfgaflokkar í samsteypustjórn með öðrum flokkum. Það að vera öfgamaður þarf ekki að vera neitt neikvætt, þetta er spurning um skilgreiningu. Öfgar eins eru réttlæti annars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 782
  • Frá upphafi: 129954

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 591
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband