13.6.2020 | 18:01
Femínismi sem trúarbrögð
Barátta vinstrimanna gegn vændi er jafn vonlaus eins og barátta þeirra gegn vímuefnum og vímuefnaneyzlu. Vændi er ein elzta atvinnugrein mannkynsins eins og viðurkennt er. Loksins á okkar tímum er farið að viðurkenna að baráttan gegn vímuefnunum skili engum árangri og sé vonlaus.
Súludansstaðir voru til að gera mannlífið skemmtilegra. Ef menn vilja berjast gegn vændi á slíkum stöðum er það auðvelt, með eftirliti. Hægrimenn eiga ekki endalaust að láta undan firrum jafnaðarmanna. Eftir því sem tortryggni og mannhatur öfgafemínistanna verður meira ríkjandi verður mannlífið líkara því sem það var á hinum myrku kirkjuöldum þegar refsingagleðin var allsráðandi en frelsi eiginlega ekki neitt.
Sú öfgatrú sem er hættulegust á vesturlöndum er öfgafemínisminn, hann er mun skaðlegri hamingjuríkum og skapandi samskiptum en nokkur trúarbrögð úr grárri forneskju.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 30
- Sl. sólarhring: 210
- Sl. viku: 965
- Frá upphafi: 141153
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 732
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.