Kynslóðin sem byggði upp sænska jafnaðarkerfið

Margir af eldri kynslóðinni hafa látizt í Svíþjóð og raunar fólk á öllum aldri í þeirri hryllilegu farsótt sem nú gengur yfir heiminn. Það sem gerir mann reiðan er að þetta er fólkið sem byggði upp landið, fólkið sem bjó til heilbrigðiskerfið, sem Olof Palme og fólk með sömu skoðanir og hann hefur verið að eyðileggja allar götur síðan. Svíþjóð, þjóðin sem er svo góð við flóttamenn er ekki góð við fólkið sem það á mest að þakka, elztu kynslóðina sína. Þetta er nokkuð sem ætti að rata í sögubækurnar og aldrei að gleymast.

 

Þeir sem hatast mest útí Hitler og Mussolini, eða einhverja sem þeir telja ranglega eða réttilega í þeirra hópi eru vanir að telja það upp hversu vondir þeir hafi verið við minnihlutahópa. Samt er það svo að í jafnaðarstefnuþjóðfélaginu Svíþjóð verður útkoman nokkurnveginn sú sama, en það er ákveðin útrýmingarstefna hjá yfirvöldunum að sýna kæruleysi þegar svona sýkingar breiða úr sér. Ég held að það sé ekki hægt að kalla það neitt annað en útrýmingarstefnu, því sóttvarnaryfirvöld máttu vita hvað myndi gerast í Svíþjóð. Samt var ekki brugðizt við af sömu hörku og í flestum öðrum löndum. Var þetta bara samþykkt af yfirvöldunum, til að gera kerfi sem var að hruni komið vegna samúðar með erlendum flóttamönnum ódýrara?

 

Þessara spurninga er nauðsynlegt að spyrja og fá svar við útum öll lönd, núna þegar farsóttin virðist sem betur fer vera í rénun víðast hvar, í bili eða til frambúðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 41
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 778
  • Frá upphafi: 127474

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 556
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband