15.4.2020 | 02:18
Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan
Femínisminn felldi trúna,
feigar kirkjur deyja.
Greyin mörgu, gamlir karlar
í götuna sér fleygja.
(Viðlag)
Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan
hentar bezt niður að skera?
Varnarlaust kerfið er, vill ekki heyra í þér,
verður þó sökina að bera.
Heljar brigði henta mörgum,
hundrað litir skína.
Kerfið rétta, flokkar fínir
fyrir konu mína.
(Viðlag)
Loforð eitt, en annað framkvæmd,
eins og reyndin sannar.
Lýðskrumið og löngun þína
landsins móðir bannar.
(Viðlag)
Settu á þig góða grímu,
gefðu fleiri loforð.
Hræsnin virkar, hrós og brosið,
heilög Vítis roforð!
(Viðlag)
Enginn flokkur efnir loforð,
allir fólkið svíkja.
Eigingirni og eðalhræsni
yfir fólki ríkja.
(Viðlag)
Þetta kvæði er frá 2019. Mér þótti það ekki styrkja þjóðina að fækka fólkinu með rýmkun á fóstureyðingalöggjöfinni. Sú breyting verður að ganga til baka, ef vel á að vera. Svo er þetta sígild gagnrýni á niðurskurð.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Ég ber hæfilegt traust til beggja kvennanna en efast líka tal...
- Leikritið heldur áfram, þar til blekkingin fellur til fulls
- Sköpunarsaga Biblíunnar, Genesis kemur frá norrænu fólki sem ...
- Fáein orð í keltnesku, gaulversku. Kennsluþáttur í útdauðu má...
- Jafnaðarfasismanum var komið á með því að neyða fólk til að f...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.2.): 128
- Sl. sólarhring: 152
- Sl. viku: 791
- Frá upphafi: 136991
Annað
- Innlit í dag: 94
- Innlit sl. viku: 613
- Gestir í dag: 90
- IP-tölur í dag: 89
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.