Um sílikonpúðamálið

Um sílikonpúðamálið

Um femínisma hef ég mikið rætt og ritað, og um hann er fjallað í mörgum ljóðum eða textum hjá mér. Þrátt fyrir að flestir gangist undir ok almenningsálitsins í þessu efni, að aukin réttindi kvenna beri vott um framfarir, þá efast ég um það eins og svo margt annað.
    Það eru á þessu máli margar hliðar eins og menn vita. Femísminn hefur gengið í gegnum margar bylgjur, og erlendis er talað um þrjár bylgjur, að nútíminn litist af þriðju bylgju femínismans á alþjóðavísu. Þá er talað um að fyrsta bylgjan, fram til 1960 eða svo, hafi einkenntzt af baráttu fyrir kosningarétti, atvinnuþátttöku, námsþátttöku og öðru slíku, og að önnur bylgjan, á milli 1960 til 1990 eða svo hafi einkenntzt af baráttu gegn klámvæðingunni til dæmis, en að þessi þriðja bylgja sé flóknari og að á okkar tímum séu hugmyndir fólks um femínisma mjög sundurleitar.
    Hér vil ég staldra við eitt atriði sem sumir femínistar leggja áherzlu á, en það er frasinn um að konur eigi að ráða yfir eigin líkama - sál og líkama. Þessi frasi er svo sem notaður í sambandi við ýmislegt, en mér virðist það alveg ljóst að konur gera það einmitt ekki, og karlar ekki heldur. Sannleikurinn er sá að konur eru svafðar, eða dáleiddar, í okkar menningu, til að gera það sem þeim er andstætt og til að segja það sem þeim er andstætt. Það er alveg augljóst að fólk nú til dags gerir ýmislegt sem því er andstætt, og segir ýmislegt sem því er andstætt. Skoðanakúgun er einkenni nútímans og þeirrar menningu sem við tilheyrum.
    Þetta er svo greinilegt í sambandi við klámvæðinguna, og sílikonpúðamálið. Það er tízkan sem stjórnar mjög mörgum, og þessar konur sem áður voru undir valdi feðrasamfélagsins eru nú undir valdi tízkunnar, og útlitsdýrkunarinnar.
    Ég mun ekki nefna hver það er sem stjórnar þessu fólki eða hverjir það eru sem stjórna þessu fólki, en ég get gefið þá vísbendingu að þar eru á ferðinni aðilar á öðrum hnöttum sem láta fólk á þessum hnetti tigna sig, og hafa á bak við sig trúarbrögð.
    Kvenhatur er eitt, og ég þekki það vel. Nú vorkenni ég konum og körlum sem láta út úr sér einhverja vitleysu eða gera eitthvað gagnrýnivert, því ég veit sem er að þetta fólk er ekki af eigin rammleik að verða valt að þessu. Sagði ekki Jesús Kristur að Faðirinn talaði í gegnum hann, eða væri í honum eins og þetta er þar orðað, og að hann og Faðirinn væru eitt? Hvað þá með fólkið sem er gegnsýrt af því sem talið er viðurkennt?
   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 64
  • Sl. sólarhring: 186
  • Sl. viku: 748
  • Frá upphafi: 129863

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 569
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband