12.2.2012 | 17:48
Jafnaðarstefnan og kreppan
Jafnaðarstefnan og kreppan
Mikið hefur verið rætt um efnahagshrunið, bæði erlendis og hér á Íslandi. Þó hefur mér virzt sem enn þurfi að kafa dýpra ofaní það sem hefur gerzt, og mun gerast.
Það sem mér finnst einna helzt vanta er þetta, að menn geri sér grein fyrir því að alþjóðahyggjan og þar með jafnaðarstefnan bera sök á undanfara efnahagshrunsins og framgangi þess einnig. Nú þegar fer að líða að lokum kjörtímabils vinstristjórnarinnar er ljóst að samkvæmt skoðanakönnunum eru einnig Samfylkingarmenn og Vinstri grænir og þeirra stuðningsmenn farnir að efast um ýmislegt í sinni stefnu og framkvæmd.
Ekki ætla ég að efast um þá staðreynd að kapítalisminn ber þunga sök í þessum efnum og kapítalistar, eða auðhyggjumenn, eins og rétt er að kalla þá á íslenzku. Hins vegar virðist sú auðhyggja ekkert minna áberandi nú um stundir þótt skattpíning hafi bæzt ofaná hana á allra síðustu misserum, sennilega fæstum til fagnaðar.
Það er hins vegar annað sem mér virðist sem of margir hunzi, en það er að líta á málin frá víðara sjónarhorni. Það má nefna margvíslegar vinsælar og viðurkenndar stefnur, hér á vesturlöndum, sem virðast hafa gengið sér til húðar, þótt einungis grundvöllur kapítalismans sé talinn hruninn, opinberlega. Þær eiga það sammerkt að yfirleitt byggjast þær allar á arfi sem annað hvort hefur að mestu leyti komið frá Biblíunni, gyðingum og Rómverjum, eða þá Grikkjum og þeirra menningarheimi. Ég er svo sem ekkert hallur undir öll þau fræði endilega, því menn verða að leyfa sér að vera gagnrýnir.
Þessar vinsælu og viðurkenndu stefnur eru til dæmis kapítalisminn, eða auðhyggjan, sem hefur beðið mikið skipbrot nú upp úr árinu 2008, svo má einnig nefna fleiri slíkar heilagar stefnur, eða vinsælar, það eru til dæmis, fjölmenningin, jafnaðarstefnan, femínisminn, alþjóðahyggjan og jafnvel kommúnisminn, sem hefur komið sterkur inn aftur sumsstaðar.
Það sem ég er að segja með þessari grein er þetta, að án alþjóðavæðingarinnar, fjölmenningarinnar, jafnaðarstefnunnar og femínismans hefðu atburðirnir orðið með öðrum hætti.
Tökum ICESAFE sem dæmi, auðhyggjuútrásina, þetta gerðist á sama tíma í mörgum löndum, og alþjóðavæðing viðskiptalífsins var gjörsamlega óhjákvæmilegur partur af þeirri jöfnu sem ekki gekk upp, ekkert síður en kapítalisminn, eða auðhyggjan.
Það er þyngra en tárum taki hvernig Íslendingar flýja sitt land, og flýja afleiðingar kerfis sem þeir sjálfir hafa tekið upp, þetta eru því miður afleiðingar erlendra trúarbragða sem hér hafa ríkt í um 1000 ár, og annarsstaðar í næstum því 2000 ár. Af hvaða sökum eru Íslendingar orðnir flóttamenn frá sínu landi til annarra landa?
Mikið hefur verið rætt um efnahagshrunið, bæði erlendis og hér á Íslandi. Þó hefur mér virzt sem enn þurfi að kafa dýpra ofaní það sem hefur gerzt, og mun gerast.
Það sem mér finnst einna helzt vanta er þetta, að menn geri sér grein fyrir því að alþjóðahyggjan og þar með jafnaðarstefnan bera sök á undanfara efnahagshrunsins og framgangi þess einnig. Nú þegar fer að líða að lokum kjörtímabils vinstristjórnarinnar er ljóst að samkvæmt skoðanakönnunum eru einnig Samfylkingarmenn og Vinstri grænir og þeirra stuðningsmenn farnir að efast um ýmislegt í sinni stefnu og framkvæmd.
Ekki ætla ég að efast um þá staðreynd að kapítalisminn ber þunga sök í þessum efnum og kapítalistar, eða auðhyggjumenn, eins og rétt er að kalla þá á íslenzku. Hins vegar virðist sú auðhyggja ekkert minna áberandi nú um stundir þótt skattpíning hafi bæzt ofaná hana á allra síðustu misserum, sennilega fæstum til fagnaðar.
Það er hins vegar annað sem mér virðist sem of margir hunzi, en það er að líta á málin frá víðara sjónarhorni. Það má nefna margvíslegar vinsælar og viðurkenndar stefnur, hér á vesturlöndum, sem virðast hafa gengið sér til húðar, þótt einungis grundvöllur kapítalismans sé talinn hruninn, opinberlega. Þær eiga það sammerkt að yfirleitt byggjast þær allar á arfi sem annað hvort hefur að mestu leyti komið frá Biblíunni, gyðingum og Rómverjum, eða þá Grikkjum og þeirra menningarheimi. Ég er svo sem ekkert hallur undir öll þau fræði endilega, því menn verða að leyfa sér að vera gagnrýnir.
Þessar vinsælu og viðurkenndu stefnur eru til dæmis kapítalisminn, eða auðhyggjan, sem hefur beðið mikið skipbrot nú upp úr árinu 2008, svo má einnig nefna fleiri slíkar heilagar stefnur, eða vinsælar, það eru til dæmis, fjölmenningin, jafnaðarstefnan, femínisminn, alþjóðahyggjan og jafnvel kommúnisminn, sem hefur komið sterkur inn aftur sumsstaðar.
Það sem ég er að segja með þessari grein er þetta, að án alþjóðavæðingarinnar, fjölmenningarinnar, jafnaðarstefnunnar og femínismans hefðu atburðirnir orðið með öðrum hætti.
Tökum ICESAFE sem dæmi, auðhyggjuútrásina, þetta gerðist á sama tíma í mörgum löndum, og alþjóðavæðing viðskiptalífsins var gjörsamlega óhjákvæmilegur partur af þeirri jöfnu sem ekki gekk upp, ekkert síður en kapítalisminn, eða auðhyggjan.
Það er þyngra en tárum taki hvernig Íslendingar flýja sitt land, og flýja afleiðingar kerfis sem þeir sjálfir hafa tekið upp, þetta eru því miður afleiðingar erlendra trúarbragða sem hér hafa ríkt í um 1000 ár, og annarsstaðar í næstum því 2000 ár. Af hvaða sökum eru Íslendingar orðnir flóttamenn frá sínu landi til annarra landa?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 57
- Sl. sólarhring: 182
- Sl. viku: 741
- Frá upphafi: 129856
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 563
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.