Jón Baldvin, hrunið og Silfrið



Jón Baldvin Hannibalsson er mjög orðhvass maður einsog alþjóð veit á Íslandi. Þótt mér finnist Egill Helgason skemmtilegur spyrjandi og þáttastjórnandi oft, þá undrast ég á silkihanzkameðferðinni sem sumir fá í þáttum hans, Jón Baldvin er einmitt eftirminnilegasta dæmið um þetta.
    Ég er þeirrar skoðunar að jafnaðarmenn og vinstrimenn eigi þátt í hruninu ekkert síður en sjálfstæðismenn og aðrir hægrimenn. Það er auðvitað ekki að undra þótt Jón Baldvin sé ekki sammála þessu, sá mikli krati, en það er eftirtektarvert hvernig hann gerir sem mest úr hlut Davíðs Oddssonar, síns fyrrverandi samráðherra í hruninu, og annarra sjálfstæðismanna. Hann vill greinilega helzt sópa því undir teppið að hann átti sjálfur þátt í aðdraganda þessa mikla harmleiks.
    Auðvitað er það rétt að hann hefur sjálfsagt borið litla sem enga ábyrgð á einkavæðingu bankanna (eða milljónamæringavæðingu þeirra og útrásarmannavæðingu þeirra kannski öllu heldur), eða spillingarvæðingu embættiskerfisins og eftirlitskerfisins, en hann átti hins vegar stóran þátt í þeim umdeilanlegu breytingum sem urðu með inngöngu Íslands í Evrópska efnahagssvæðið og þátttöku Íslands í Schengen samstarfinu því beint eða óbeint í framhaldi af því.
    Jón Baldvin hefur þá skoðun að Íslendingar hefðu aldrei gengið í gegnum bankahrunið og efnahagskreppuna ef þeir hefðu verið komnir í Evrópusambandið. Það þarf nú ekki að líta lengra en til Írlands til að komast að því að lönd lenda í bankakreppum og efnahagshruni þótt þau séu í Evrópusambandinu.
    Svo hafa aðrir velt upp þeim merkilega flöt að ef Íslendingar væru ekki í Evrópska efnahagssvæðinu eða Schengen samstarfinu hefðu þeir heldur ekki lent í bankahruninu og efnahagskreppunni. Hvernig má rökstyðja þetta?
    Jú, hvernig sem Eiríkur Bergmann eða skoðanasystkini hans halda því fram að hrunið sé ekki tilkomið vegna lélegra Evrópusambandsreglna, þá stendur það eftir að inngangan í Evrópska efnahagssvæðið og þátttakan í Schengen samstarfinu gerðu það að verkum að unnt var að stofna til Icesafe fúafensins. Reyndar fellst ég á þau mjög svo ágætu rök hjá Eiríki Bergmann að Íslendingar tóku upp, vegna eigin óforsjálni mjög svo gallaða evrópska löggjöf á þessu sviði, þar sem ekki var búið að aðskilja erlenda og innlenda starfsemi Landsbankans, eins og raunar kveður á um í Evrópulöggjöfinni, og önnur ríki höfðu gert yfirleitt.
    Þá má orða þetta þannig að Íslendingar hafi ekki haft sýn yfir regluverkið sem fylgdi inngöngunni í Evrópska efnahagssvæðið og Schengen samstarfið og að þeir hafi ekki metið hættuna á bankahruni rétt.
    Það eitt og sér er ekki einungis áfellisdómur yfir Íslendingum, einsog  jafnaðarmenn virðast helzt vilja fullyrða, heldur einnig vísbending um að ekki henti öllum að ganga í þessi gríðarstóru samtök.
    Það er ekki einleikið hvernig Egill Helgason og ýmsir aðrir fjölmiðlamenn draga fram rykfallna jafnaðarmenn og harðlínukommúnista og gera þá að sjálfskipuðum fræðingum og ráðgjöfum í ýmsum málum, eða sögurýnum í hruninu. Þar er einsog stundum gleymist að til eru menn með aðrar skoðanir á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 603
  • Frá upphafi: 132934

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 438
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband