Stundum les ég pistla á vefritinu Heimildin sem er til vinstri, bara vegna þess að í þeim ritum finnst meira af mannúð og skilningi en annarsstaðar, þótt ýmislegt geti verið skakkt í hinu og þessu þarna hjá þeim.
Við mamma töluðum um ýmislegt. Meðal annars um það hvernig gróðavæðingin er að éta í sundur okkar íslenzka samfélag og eyðileggja það góða sem fólst í kristilegum náungakærleika og gömlu menningunni.
Hún var sjálf fórnarlamb. Áhyggjurnar styttu líf hennar. Hún hafði ekki efni á framkvæmdum þar sem þarf að greiða milljón í einu til verktaka sem mála, skipta um glugga og margt fleira. Samt neitaði hún að flytjast í burtu. Mér finnst hræðilegt að hún hafi þurft að þola þessa angist vegna fjármála undir það síðasta.
Hún fann og skildi að á 10 árum er okkar þjóðfélag orðið miklu verra en það var. Vímuefni, yfirborðsmennska, gróðahyggja, hákarlamennska, það er að segja að gleypa litla fiska sem ráða ekki við afborganir.
Kennarar eru ekki hálaunastétt. Hún trúði því sem henni var sagt að menntun gerði fólk efnað og hamingjusamt þegar hún var ung. Það var ekki í hennar tilfelli þannig og margir hafa sömu reynslu að ríkasta fólkið er það sem kann að notfæra sér aðra, ekki fólkið sem er samvizkusamt og mikið menntað. Hún lenti aftur og aftur í hákörlum í sínu lífi, í fólki sem hafði hana að féþúfu, og hún kunni ekki að varast það.
Ég er þeirrar skoðunar að reglur drepi og þær drepa sérstaklega fólk í viðkvæmri stöðu, sem er fátækt eða ekki nógu útsjónarsamt. Jafnvel held ég að unglingar leiðist inná rangar brautir vegna þess að foreldrarnir eru á röngum brautum og yfirborðsmennskan allsráðandi.
Það eru fengnir sérfræðingar og aftur sérfræðingar til að takast á við vandamál. Í Hruninu 2008 komu líka sérfræðingar og aftur sérfræðingar og enn fleiri sérfræðingar til að sannfæra landsmenn að bankarnir gætu ekki hrunið. Þeir hrundu nú bara samt og sérfræðingarnir misstu trúverðugleika sinn!
Hrunið á okkar tímum felst í að við töpum mannslífum fyrir tímann vegna streitu og lífsgæðakapphlaups, vegna þess að örorkulífeyrir og ellílífeyrir nær ekki að halda í brjáluðustu peningapúkana sem stjórna ferðinni á hringekjunni til Heljar.
Mamma varð með tímanum betri og betri trúnaðarvinur minn. Bæði var að með auknum þroska fór ég að skilja hana betur og hún hafði meiri tíma til að hugsa um hlutina og þroskaðist og skildi þjóðfélagið betur.
Það er óbætanlegt að missa foreldri. Sérstaklega þegar maður átti eftir að heyra svo miklu fleiri sögur um fortíðina frá foreldrinu og maður var að kynnast því nánar og fá meiri samúð fyrir erfiðum aðstæðum sem maður gat kennt heimsku um, en var ekki heimska, eftir margt stormasamt í fortíðinni.
Inga Sæland er með góð markmið og hún reynir sitt bezta. Kannski er mesti skaðinn sá að fólk er hætt að meta gamlar hugsjónir og gildismat sem gull. Heldur er gullið bara rafmyntin (kortin án seðla) sem er háð erlendum fyrirtækjum, sem gætu dag einn ákveðið að íslenzka ríkið hafi eitthvað gert rangt, eins og ICESAVE hér fyrrum, og látið fólk svelta á þessu landi.
En merkilegt er það að ég hef talað við einmitt ungt fólk sem var sammála mömmu, að þjóðfélagið sé alltaf að verða óréttlátara.
Guðjón Hreinberg skrifar um hrunin gildi og að fólk muni fá nóg. Vissulega hlýtur það að vera.
Mamma var af langlífri ætt. Hún varð tæplega áttræð. Ef ýmis vandamál hefðu ekki verið til staðar eins og fjárhagsáhyggjur þá hefði hún án efa orðið 20 árum eldri eins og pabbi hennar, Jón afi.
Það koma ýmsir sjúkdómar í fólk sem þjáist af langvinnri streitu vegna skulda. Það hefur verið sannað að fólk fær líkamlega sjúkdóma vegna kvíða, ótta, streitu, lélegs mataræðis, og jafnvel vegna nútímatækni, vegna bylgna sem koma frá 5G netkerfinu nýja, frá nútímatækninni.
Fólk er búið að byggja sér fangelsi, utan um sig sjálft.
Það er skrýtið, að það er búið að ræða þetta í áratug eftir áratug, en ástandið versnar, hraðinn eykst í þjóðfélaginu, firringin eykst.
Ég fagna því að þessi ríkisstjórn hefur eitthvað gert til að bæta stöðu þeirra fátækustu. En á meðan það gerist er alltaf verið að hækka stöngina sem fólk á að stökkva yfir. Það er lífsgæðakapphlaupið.
Alveg eins og með umhverfismálin, það er aldrei tekizt á við rót vandans, heldur einkennin. Þetta 1% sem á 99%, það væri góð byrjun að takast á við þann vanda.
Donald Trump kom með frábæra tillögu nýlega, þegar hann reyndi að hnekkja ofurvaldi auðkýfingsins George Sorosar. Það er bara hægara sagt en gert.
![]() |
Kristrún vonast eftir skilvirkara þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 8. september 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er alltaf talað um sömu vandamálin, en þau versna, eins o...
- Skrímslabangsar? Er nokkuð jákvætt við þá annað en að þeir er...
- Umdeildur yfirmaður sleppur með skrekkinn, Sigríður J., undir...
- Margir sem blogga ekki gætu gert það. Mamma var ein af þeim. ...
- Maður minni hvelpa, ljóð frá 19. september 1991
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 25
- Sl. sólarhring: 87
- Sl. viku: 783
- Frá upphafi: 157264
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 599
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar