25.9.2025 | 00:20
Baráttan gegn tækninni
Hversu erfitt er það að framfylgja lögum um "stafrænan lögræðisaldur"? Kínverjar eru agaðir eins og austurlandabúum er frekar títt en vesturlandabúum, en jafnvel þótt Evrópumenn hafi beygt sig undir ok harðra laga og reglna í ESB þá tel ég að langt sé í land að evrópsk börn séu svo hlýðin að þetta verði auðvelt.
Er þetta enn ein sönnun þess að Evrópa noti hið kommúníska Kína sem fyrirmynd?
Jú, vafalaust myndi þetta hafa áhrif og margir hlýða. Jafnvel tek ég undir að þetta er kannski hið bezta mál, því snjalltæki eru tímaþjófur og hindra jafnvel þroska sem annars kæmi.
Mér finnst merkilegt hvaða skilaboð þetta gefur útí samfélagið. Evrópusambandið er sem sagt ekkert að afregluvæða sig eða minnka tökin á einkalífi fólks heldur þvert á móti, áfram er sótt í smiðju kommúnistanna.
Samt held ég að þetta auki klofninginn innan Evrópu frekar en að stuðla að því að öll börn hlýði þessu. Á meðan svonefndum "hægriöfgaflokkum" vex fiskur um hrygg þá kemur þetta inní slíkt umhverfi.
Ég myndi ganga lengra. Ég myndi loka hátæknifyrirtækjum, gjörbreyta efnahagslífinu, færa það langt aftur í tímann, í þeim eina megintilgangi að stöðva mengun.
Ég myndi banna alþjóðafyrirtæki. Hvort það er mögulegt er annað mál.
Ég hef hugsað um mengun og mengunartengd mál lengi. Ég hef alveg gert upp hug minn. Ég vil sjá miklu róttækari aðgerðir í þeim málum.
Eins og sagt var í Kastljósi nýlega, spurt var hvort fólk þyrfti á kynjafræði að halda, eða einhverri tækni. Svarið er nei. Nútímatækni er óþarfi. Tækni sem veldur bara mengun og er ekki nauðsynleg, henni á að slaufa.
Þannig að ég er sammála Ursulu von der Leyen í þessu, en ég held að erfitt sé að framkvæma þetta.
![]() |
Kominn tími á stafrænan lögræðisaldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. september 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 6
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 440
- Frá upphafi: 159108
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 303
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar