Esus, guð kærleikans, en einnig reiðinnar.

Esus er talinn dularfullur guð. Þau sem hafa lesið blogg mín reglulega vita þó að ég hef verið að skrifa bók um hann. Verkið gengur hægar en ég vildi, því kaflarnir eru orðnir fleiri en 20. Ég hef að vísu lokið við nokkra kafla og ég ánægður með þá, en svona þykk bók og viðamikið verk þarf að fara yfir og ritskoða, þetta kemur í fyrsta lagi út á næsta ári, ef nokkurntímann, því ég er einn af þeim sem skrifa mikið fyrir skúffuna.

Þessi doðrantur gæti endað sem 300 síðna bók eða meira. Málið er það að ég vil eltast við marga þræði, ekki er nóg að taka þetta út frá einu sjónarhorni.

Svona bækur skrifuðu menn fyrr á tímum og gera reyndar enn. Þó er mest um að fólk skrifi stuttar bækur.

Það sem letur mig að reyna útgáfu er til dæmis það að þetta er sérhæft verkefni og fáir sem hafa áhuga, það eru helzt fræðimenn, trúarbragðafræðingar og jafnvel heiðnir menn, en komið hafa út svona bækur á ensku eftir bæði háskólamenntaða og sjálfmenntaða.

Þannig að það yrði mjög sérstakt ef svona bók myndi seljast vel.

Ég tek enn á móti kvæðum frá öðrum hnöttum þar sem þessi menning hefur varðveizt, sú gaulverska ekki hvað sízt.

í 50. erindi Cernunnosar gátu eða Hjarnunnars gátu á íslenzku og norrænu stendur þetta:

"Esus kvað:

Alla jafnt

elska vinn-k,

því dvel-k í moldum

ok mæri Hel,

nótt hverja

ok Niflhel upp lýsi-k,

þeim sjúku

gef-k sérstaka vörn."

 

Þetta gæti verið hluti af þeim munnlega lærdómi sem drúíðar lærðu fyrir um 2050 árum.

Minnir þetta erindi ekki lítið á hina Forn-egypzku trú á guðinn Ósíris. Tel ég að Esus sé sami guðinn, og fyrirmynd að Ósíris. Það hef ég lesið að sumir Egyptalandsfræðingar telja að Ósíris hafi verið innflutt goðmagn, sem tignað hafi verið í öðrum löndum og verið vinsælt, og svo vinsælt að Forn-Egyptar hafi hermt eftir þeim, jafnvel tekið nafnið og notað það í breyttri mynd. Hinsvegar eru fræðimenn ekki á eitt sáttir um hvaða innflutta goð þetta var eða í hvaða landi. Ég gizka á Esus frá Gallíu, ef miðað er við að sú menning hafi verið miklu eldri en talið hefur verið. Það er mín kenning að keltneska menningin hafi verið beint framhald af fyrstu indó-evrópsku menningunni, sem sumir telja að hafi verið uppi fyrir 8000 árum nálægt Svartahafi.

Það má læra og er viðurkennt að guðir eins og Ósíris hljóti að hafa verið tignaðir í Evrópu fyrr á tímum og nær undantekningarlaust allsstaðar, því grundvöllur Ósírisdýrkunarinn er annarsvegar frjósemidýrkun, kornrækt og sáning og uppskera og hinsvegar dýrkun á sólarguðinum sjálfum.

Það hvernig Ósíris var drepinn af Set bróður sínum og bútaður niður en endurlífgaður af Ísis konu sinni með göldrum yfir göndlinum sýnir mjög glöggt sambandið á milli mannlegrar frjósemi og jarðneskrar í þessum goðsögnum.

Ósíris niðurbútaður og til næringar jörðinni er áhugaverð hugmynd. Jafnvel má segja að kenning kristninnar um nauðsynleika krossdauða Krists sé fengin frá slíkum heiðnum trúarbrögðum.

Altarissakramentið, að brauð og vín eru tákn um líkama hans og blóð er jafnvel heiðin hugmynd af sama tagi og að líkami guða sé fæða og drykkur.

Það er mjög áhugavert að Esus er tengdur við að höggva tré, ég tel þó að hann sé tréð sem er hoggið, og það sé Toutatis sem heggur hann, sem tré heimsins, sköpunarverkið.

Baldur, Esus og Ósíris eru því sömu guðirnir. Ósíris er hin Forn-egyptzka útgáfa, Esus er hin keltneska og miðevrópska útgáfa og Baldur er sú norræna.

Ósíris var guð hinna dauðu og sá sem dæmdi og stjórnaði í Helju.

Þetta er að vísu ekki tekið fram í Eddum okkar um Baldur, en þó má ljóst vera að hann hefur gegnt þessu hlutverk. Það er að segja, dauði Baldurs er jafn úrslitaríkt atriði í norrænni heiðni og þeirri Forn-egypzku.

Þessar goðsagnir eru faldar í írskum og welskum heimildum, og þó má finna samsvörun og það hef ég gert.

Lleu Llaw Gyffes er sami guð og Esus. Tel ég engan vafa leika á því.

Í stuttu máli sagt þá er hann næstum drepinn, en það sem athygli vekur er að tiltekið er í welsku goðsögnunum um hann að einungis með sérstökum ráðum verði hann drepinn, en það minnir á goðsögnina um dauða Baldurs í norrænu goðsögnunum.

Þarna eru samsvaranir sem segja meira en að þetta séu tilviljanakennd líkindi.

Hér eru leifar um tignun á samskonar guði, sem var meginguð til forna meðal margra þjóða. Það er svo langt síðan að allar goðsagnirnar hafa afbakazt og því þarf að nota þessa skarpskyggni og ég nota til að tengja þær saman.

Þessi guð var vinsælastur löngu fyrir Krists burð. Ef kenning mín er rétt um að Esus sé eldri guð en Ósíris, þá er um að ræða mörgþúsund ár.

En ljóðlínan sem ég vitnaði í og erindið hér á undan vekur upp spurningar um tengsl Esusardýrkunarinnar og kristninnar.

Samhengið er að Sirona var gyðja stærðfræði og ófrávíkjanlegra lögmála, Esus sonur hennar eftir því sem ætla mætti.

Það sem mér og mörgum öðrum finnst erfitt að samræma, það er ólíkt og sundurleitt eðli Esusar. Það þarf að leita svo langt að það er helzt á Indlandi og í hindúisma sem maður finnur samsvaranir, við guðinn Shiva, sem bæði hefur neikvæða og jákvæða eiginleika.

Esus getur verið hræðilegur sem heimseyðandi og refsandi guð. Síðan virðist hann vera fullur fyrirgefningar og kærleika í öðrum tilfellum.

Vissulega er mjög vinsæll guð með einmitt þessa eiginleika líka sem er tignaður hér á Íslandi og víða, en það er Jahve, faðirinn í Biblíunni, og guð almáttugur.

Hann er stundum reiður og fullur af refsigleði en oft er hann kærleiksríkur.

Nafn Esusar þýðir "Herra" eða "Drottinn". Það gæti bent til þess að raunverulegt nafn hans hafi verið svo heilagt meðal Kelta að þeir hafi veigrað sér við að nefna hans rétta nafn, en það er það sama og gerðist í gyðingdómi eins og fræðimenn vita og fleiri.

Þar sem ritheimildir skortir verður að setja saman púsluspilin.

Sumir fræðimenn hafa spurt sig að því hvort Esus hafi verið eins og Jahve meðal Gyðinga. Hinsvegar skortir fornminjar í stórum stíl sem staðfesta það. Einhverjar fornminjar eru til með nafni hans, en fjöldinn er ekki eins mikill og fjöldi líkneskja annarra guða og gyðja, sumra.

Það gæti verið hægt að útskýra með að þeim hafi verið eytt. Vitað er að rómversku keisararnir gerðu það og kristnir menn líka í gegnum aldirnar.

Það litla sem finnst um Esus bendir þó til tignunar og virðuleika, að hann hafi verið mikill guð, og sé það enn, trúi maður á hann.

Þetta erindi gæti bent til þess að kenning mín sé rétt um að konur hafi gert trúna á Esus vinsæla, og að kristnin hafi notið góðs af því, fengið bæði nafn guðsins sem og einhverja eiginleika.

Við þekkjum það úr nútímanum að konur eru mikið í umönnunarstörfum. Þeirra lífsspeki er því svipuð þessu sem Esus segir um sig:"Alla jafnt elska vinn-k".

Stundum er það svo að fólk fer að trúa á hið hræðilega, eins og Shiva. Fólk blíðkar hinn grimma guð með margvíslegum hætti.

Þannig fá hræðilegir guðir á sig milda drætti með tímanum stundum, þegar trúarbrögðin hafa lifað um langa hríð.

Þetta má einnig útskýra svona: Guðir sem tengdir eru farsóttum, jarðskjálftum, þrumum, hungri og öðru hryllilegu geta orðið vinsælir.

Það er vegna þess að fólk vill yfirvinna ótta sinn með því að segja að guðirnir sem þarna standi á bak við eigi eitthvað gott í sér þrátt fyrir allt og að þá megi blíðka með fórnum.

Þversagnirnar í eðli Esusar held ég að auðvelt sé að útskýra með þessu.

 


Bloggfærslur 24. september 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 536
  • Frá upphafi: 159076

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 385
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband