12.9.2025 | 00:21
Þessi sorglegi atburður endurómar og rímar við önnur pólitísk morð í Bandaríkjunum sem breyttu heiminum
Alltaf er dauðinn jafn ömurlegur, en til er það að dauðsföll séu hvatar til umbóta. Morðin á Martin Luther King og John F. Kennedy, og raunar fleiri morð í fortíðinni, þau urðu aflvakar breytinga, en það má deila um hvort þær breytingar hafi verið til ills eða góðs.
Þessi hrottalegu manndráp sem samsæriskenningar fjalla um og eru ekki að fullu upplýst, en þau urðu olía á eld mótmæla og málstað aðgerðasinna eins og Malcolms X, þannig að dauðsföllin urðu ekki til einskis, þau hjálpuðu til við að breiða út það sem þeir höfðu boðað. Morðið á John Lennon hefur án efa líka kynt undir friðarboðskapinn sem hann boðaði, því fólk vill eflast í því sem fær á sig árásir oft, það er mannlegt eðli.
Það er svo sem einnig viðurkennt að krossdauði Krists sé hluti af mætti kristninnar, upprisan og fórnin fyrir mannkynið. Þannig að þetta er þekkt og viðurkennt, að stundum þurfa vondir hlutir að gerast til að vekja fólk til meðvitundar og skilnings.
Charlie Kirk hefur alla burði til þess að verða stærri eftir dauða sinn og verða dæmi til þess að leiðtogar og almenningur KREFJIST þess að öfgavinstrið og pólitískir andstæðingar hans reyni að koma til móts við trumpismann, að samræður og skilningur verði meira notað en ofbeldi, eins og Charlie Kirk predikaði og boðaði sjálfur.
Ef trumpisminn væri eins og kaþólskan þá væri Charlie núna dýrðlingur. Hann féll fyrir málstaðinn, óneitanlega, og hræddist ekki að vera í eldlínunni, setja sig í hættu og fórna sér fyrir aðra. Því er þessi Frelsisorða mjög góð og réttmæt.
Þá má spyrja: Mun fórn Charlie Kirks nægja til að fólk snúi af þessari klofningsbraut og ofbeldisbraut eða verður þetta að stigmagnast enn?
Hversu mikilvægt er það að hafa rétt fyrir sér ef það kostar mannslíf?
Hvenær er tímabært að semja frið, og efast, sættast á andstæð sjónarmið, fyrst um stundarsakir, svo kannski að eilífu, ef maður finnur að þau eru rétt?
![]() |
Mun veita Kirk Frelsisorðu forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 12. september 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Þessi sorglegi atburður endurómar og rímar við önnur pólitísk...
- 2007 er komið aftur, (Það er mín túlkun, ekki hennar orð) Þór...
- Veröldin snýr sér að síauknum stuðningi við Palestínumenn og ...
- Ross Edgley er meðal minnisstæðustu manna ársins sem snerta s...
- Það er alltaf talað um sömu vandamálin, en þau versna, eins o...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 26
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 758
- Frá upphafi: 157735
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 540
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar