9.8.2025 | 00:25
Skammtaeilífð
Þetta orð er þýðing á ensku samsettu hugtaki sem ég pikkaði upp af myndbandi í vetur og skrifaði hjá mér mína þýðingu, skammtaeilífð, en ég man ekki hvernig þetta var á enskunni, en ég man eftir innihaldi myndbandsins efnislega, en það var næstum hálftímalangt.
Höfundar eða höfundur myndbandsins reyndi að sanna eða sannfæra áhorfendur um að nútímavísindin byðu uppá eilíft líf og enn frekar en kristni, islam eða gyðingdómur, því það væru bara áróðurskenningar en hitt vísindalegt, sem hann fjallaði um.
Fólk getur gúgglað svipuð myndbönd og svipaðar kenningar, þetta er til og á sveimi. Quantum-samsetningar gefa vísbendingar.
Býsna áhugavert stöff.
Fylgst var með einstaklingi sem deyr á jörðinni, nema í stað þess að fara til Helvítis eða Himnaríkis kristninnar þá finnst honum hann lifa af, og þannig heldur vitund hans áfram að lifa af eilífu.
Gervigreindin var notuð til að búa til lifandi og sannfærandi atburðarás eins og stuttmynd, hálftíma að lengd, nema grafíkin minnti meira á raunsæjar teiknimyndir en alvöru mennskar kvikmyndir, en sannfærandi og áhrifaríkt var þetta að vísu.
Vísindalegi grundvöllurinn á bakvið þessa hugmynd um skammtaeilífð er ekki mjög flókinn. Hliðstæðir alheimar eða búlgar eru til, eða því halda ýmsir vísindamenn fram. Höfundur stuttmyndarinnar merkilegu bjó til atburðarás þar sem vitund þess sem deyr á þessari jörð flytzt yfir í annan takmarkaðan alheim, þar sem viðkomandi lifir af þær aðstæður sem verða honum að aldurtila hér á okkar jörð.
Þannig sýnir stuttmyndin hvernig sálin lifir alltaf af og eilíflega, bæði umferðaslys, jarðskjálfta, drukknun, öldrun, sjúkdóma af allskonar banvænum tegundum, hjartasjúkdóma, krabbamein, eyðni, Alheimzheimer og fleira og fleira, innrás geimvera og fleira.
Þetta er auðvitað bara kenning sem þessi stuttmynd byggist á, en sú kenning er ekki síður heillandi en loforðin í kristninni um eilíft líf, eða í öðrum trúarbrögðum og lífsskoðunuarfélögum sem fjalla um eitthvað af þessu tagi.
En hinsvegar sá ég í gegnum þessar kenningar í stuttmyndinni, og vil hér koma á framfæri gagnrýni á þær skammtaeilífðarkenningar.
Trúarbrögðin kenna siðfræði. Höfundur þessa myndbands skeytti ekkert um neina siðfræði. Fjöldamorðingjar og nauðgarar myndu fá þessa endalausu umbun eins og hinir sem þola óréttlæti allt sitt líf og lifa eftir til dæmis kristilegum dyggðum.
Ég er ekki almennilega kristinnar trúar, ég stend utanvið trúarbrögð að mestu, en mér finnst gaman að þeim öllum.
Engu að síður trúi ég siðfræðinni á bakvið þau, því hún meikar sens eins og sagt er á vondri íslenzku, siðfræðin er rökrétt og virðist nauðsynleg til að réttlæti sé fullnægt og hringrás náttúrunnar verði ekki rofin af uppivöðsluseggjum af öllum kynjum og tegundum.
Ef þessi skammtaeilífð er veruleikinn, þá er alheimurinn fullkomlega stjórnlaus, og það finnst mér ekki passa. Hvers vegna ætti óréttlætið að ríkja á jörðinni en ekki þegar maður er dauður og kominn í einhverja svona skammtaeilífðarparadís? Nei, það meikar ekki sens, það gengur ekki upp.
Maður verður að læra af þessu lífi, og sársaukinn, hann er oft sá kennari sem nauðsynlegt er að taka mark á og hunza ekki.
Allar kenningar sem láta manni líða eins og jörðin sé helvíti og himnaríki paradís eftir dauðann, ég tortryggi þær, sem auðvelda blekkingarleið útúr þessu lífi, eitthvað eins og Satan bauð Kristi í eyðimörkinni.
Ég tel að skammtaeilífðin geti verið mikilvægt púsluspil í þessum mikla leyndardómi, en ekki eina púsluspilið.
Sál sem sleppur alltaf billega lærir ekkert. Það er nú málið. Þessvegna býður þessi skammtaeilífð í myndbandinu uppá þroskaleysi. Kannski mætti segja að kenningin um Valhöll hinna vopndauðu víkinga sé svipað fyrirbæri. Þar er þó siðfræði kynþáttahyggjunnar sem ég les útúr Snorra Eddu, sem gerir Ásatrúna að samhangandi og rökréttu kerfi, ef tröllin eru talin óaríar og Miðgerðingar aríar, en það var þetta skammtaeilífðarmyndband alls ekki, það var ekki rökrétt kerfi og samhangandi heldur ópíum fyrir fólkið.
Það er svo fleira í þessu sem virkar ekki í myndbandinu um skammtaeilífð.
Líkaminn eldist, sálin verður beizk. Um það var ekki fjallað í myndbandinu.
Ýmislegt sem gerist á lífsleiðinni er þess eðlis að það þarf að gera upp, maður þarf að fá útrás fyrir reiði og aðrar tilfinningar, maður þarf að eiga samskipti sem eru ekki möguleg vegna hjónaskilnaða og hunzunar fífla sem maður kynnist á lífsleiðinni hér á þessari jörð.
Kenningin um skammtaeilífð er of einföld til að leysa þannig hnúta og vandamál.
Kenningin um sálnaflakk og endurholdgun leysir hinsvegar slíkt.
Ég held að maður safni upp karma bæði neikvæðu og jákvæðu. Ég hef þýtt orðið karma sem þá, hvorugkynsnafnorð. Karmaskuld er því þáskuld. Þáið er gott nýyrði, það minnir á að þiggja og einnig á fortíðina.
Það er hægt að snúa kenningunni um skammtaeilífð gjörsamlega á hvolf.
Maður eða kona sem haldin er sjálfseyðingarhvöt og þunglyndi getur fest sig í lúppu eilífra sjálfsmorða samkvæmt þessari kenningu. Einnig má hugsa sér önnur víti þverhníptra og ömurlegra örlaga þar sem engin undankomuleið virðist fær, sé sálin í kolniðamyrkri.
Trúarbrögðin eru þrátt fyrir galla merkileg kerfi. Þau kenna til dæmis að lifa í samfélagi og að losna undan egóisma. Á okkar eyðileggingartímum hefur vantþroski þó átt sér stað og helstefna, öfugþróun, greinilega. Fólk er eigingjarnara og heimskara en oft áður í mannkynssögunni.
Ég held að það sé ekki hægt að umbuna öllum endalaust. Slíkt verður skrípaleikur.
Við miðum við umbunarkerfi og refsingakerfi líkamans þegar við tölum um tilfinningar. Við erum í raun að tala um innkirtlakerfið og hvernig það þróaðist í dýraríkinu til að bjarga frá hungurdauða, og til að hvetja til kynlífs og hópmyndunar.
Kenningar um andlegar víddir og andlega heima eru því hæpnar.
Jafnvægi er fyrirbæri sem ég hef fundið fyrir í sambandi við framlíf. Þessvegna er gyðjan Syn dómari, þessvegna var henni nauðgað ungri oft og þessvegna þoldi hún óréttlæti. Þessvegna kann hún að fyrirgefa ekki síður en Jesús Kristur og kannski enn betur.
Það líf verður vélrænt sem ekki er kvikt og háð andstæðum. Kenningin um skammtaeilífð er því hluti af þeirri þróun að drepa lífið á jörðinni og gera alla að vélmennum. Kannski meira um það seinna.
![]() |
Jim Lovell látinn 97 ára að aldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 9. ágúst 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er ljós við enda ganganna fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og þ...
- Samtalið við Jesúm Krist árið 1996. Ég fór útí kristilegt sta...
- Hin þöglu ár Cat Stevens, 1968 og 1969, berklana fékk hann 19...
- Sumir eru góðmenni og bera það með sér. Nafni minn og Bogi Ág...
- "Á endanum kemur þetta til okkar", (Stríðsmáttur eða stríðsvé...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 30
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 581
- Frá upphafi: 156193
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 463
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar