Ég hef hlustað á Þórdísi Kolbrúnu R. G. af athygli í mörg ár. Það er vegna þess að eitt sinn var ég femínisti, ég taldi að heimurinn yrði betri með því að konur kæmust í valdaembætti. Ég gef þessu alltaf séns og verð alltaf fyrir vonbrigðum - með örfáum ljúfum undantekningum að vísu, og þannig hefur þetta verið í meira en 20-30 ár síðan ég fór að móta pólitísk viðhorf hjá mér.
Hún hefur sagt sömu hlutina frá upphafi Úkraínustríðsins og mér hefur alltaf fundizt það "copy-paste" eftir Nató-dýrkun Björns Bjarnasonar og "Kaldastríðsgustinum" frá þannig gömlum stríðshaukum Kanadýrkunarinnar og Rússahatursins frá því í gamla daga.
Þar til í gær í þessu viðtali á Sýn. Þarna kom hjá henni sjálfstæð hugsun en ekki bara eftiröpun og endurhljómur sem aðrir segja og endurtaka, þylja sömu vitleysuna án efasemda.
Ég skrifaði þetta niður hjá mér á blað til að hafa þetta rétt eftir, það sem mér fannst bitastætt í ræðu hennar og sýna sjálfstæða hugsun og rökrétta, sem ég vil endilega hrósa henni fyrir. Þetta sagði hún á Sýn (Stöð 2) í gær, meðal annars:
"Ef þú berst ekki til að halda sjálfstæðinu getur þú ekki gert kröfur um að viðhalda eða njóta þess til lengri tíma". (Þetta var ekki alveg orðrétt, því ég tók punkta, sleppti örfáum orðum hjá henni og umorða þetta örlítið í endursögn. Þetta er samt efnislega 100% það sem hún sagði og allir geta hlustað á þetta eða lesið sem hafa aðgang að Vísi eða Sýn til að sannreyna rétta tilvitnun).
Einnig sagði hún þetta sem mér fannst merkilegast af öllu, og virkilega hvatti mig til að leggja út af orðum hennar og fjalla um hér:
"Á endanum kemur þetta til okkar og á endanum er ódýrara að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón".
Þessi tilvitnun og setning held ég að sé nokkurnveginn alveg orðrétt eftir henni.
En merkilegustu orðin sem Þórdís Kolbrún sagði finnst mér þessi, "Þetta kemur á endanum til okkar".
Manneskja sem trúir því að Vesturlönd hrynji - hún er í þversögn við sjálfa sig þegar hún segir að samt eigi að halda áfram að "styðja" Úkraínu til vopnakaupa!!!
Öll þessi svör hennar voru við spurningu fréttakonunnar hvers vegna Ísland ætti yfirleitt að styðja Úkraínu!!! Loksins núna, 3 árum eftir að stríðið byrjaði kemur eitthvað FRÁ HENNAR EIGIN BRJÓSTI og huga, ekki bara endurómur, endurtekning á því sem aðrir segja!!!
Ég er þó sammála ýmsu sem hún sagði, eins og það sem hún sagði um sjálfstæðið. Það er vissulega að hverfa af þessari ástæðu sem hún nefndi, að við Íslendingar BERJUMST EKKI fyrir því, nema örfáir, eins og nokkrir bloggarar hér, til dæmis Hallur Hallsson, Páll Vilhjálmsson, Magnús Sigurðsson, og auðvitað miklu fleiri, of margir til að telja upp.
Ég er bara ekki sammála henni að sjálfstæði fáist með því að styðja sig við NATÓ eða alþjóðastofnanir þær sem Georg Soros og Bill Gates eru með í vasanum.
Þessi setning hennar, "Á endanum kemur þetta til okkar", hún er alveg stórmerkileg.
Fyrir 2-3 árum þá trúði þessi sama manneskja að Rússar myndu tapa og Úkraínumenn myndu sigra bara með stuðningi Vesturlanda.
Athugum þessi orð hennar. Nú er stríðshaukurinn Þórdís Kolbrún farin að efast um tap Rússa og sigur Úkraínumanna. Það er ekki svo lítið. Hún sem lét loka íslenzka sendiráðinu á Rússlandi og fékk gríðarlega gagnrýni fyrir!
Ég hef í rauninni ekki skipt um skoðun.
Ég vil standa með Vesturlöndum, en ekki standa með þeim í Helstefnu og á kolrangri braut!
Ég hef sagt, stefna Vesturlanda er skökk. Rússar geta hjálpað. Það er vegna þess að Rússar halda enn í heilbrigða kristni, til dæmis. Rússar eru nær því að fjölga sér en við Íslendingar og aðrar Vesturlandaþjóðir.
Mér er eiginlega 100% sama hvort einræði ríkir í Rússlandi eða ekki. Það er vegna þess að slík orð segja aldrei alla söguna.
Ég nenni ekki að fara útí það nánar. Fólk á að hafa vit til að sjá það sjálft og skilja.
Það fer óendanlega í taugarnar á mér að þegar maður gagnrýnir eitthvað þá er maður sjálfur gagnrýndur fyrir að vera vondur og heimskur og standa með skúrkum. Heimurinn er ekki svarthvítur. Það eru heldur ekki allskonar mál sem fjallað er um.
Ég stend enn við þetta, að Vesturlönd þarf að gagnrýna og sumt er verra hér en hjá Pútín, og sú skoðun mín er óbreytt.
En sá sigur finnst mér persónulega ljúfastur og dýrmætastur þegar okkar unga fólk vitkast og þroskast, svo maður tali nú ekki um konurnar, sem ég trúði eitt sinn á sem femínisti.
Að því sögðu - hún mun að öllum líkindum taka þessi orð aftur ef þessi túlkun yrði borin undir hana og segja að hún hafi "hlaupið á sig,", "mismælt sig", eða þetta sé "rangtúlkun á orðum sínum", "tekið úr samhengi", eða eitthvað í þá áttina.
Ótti við flokksagann breytir ekki því að manni finnst óneitanlega að þroski og skilningur felist í þessum merkilegu orðum sem hún sagði.
(Mér fannst betur hæfa að tengja þennan pistil við hana sjálfa en fréttir um stríðið, en nýrri frétt fann ég ekki).
![]() |
Beint: Þórdís Kolbrún kveður sem varaformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. ágúst 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 34
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 497
- Frá upphafi: 155832
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 381
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar