Maður fræðist um ýmislegt með því að fylgjast með fréttum. Ég er eins og Búddha, hef ekki haft áhuga á að græða peninga. Þjóðsögurnar um hann sumar segja að hann hafi verið af ríkum ættum en leitað spekinnar og sannleikans meðal dýranna úti í skógi þegar hann var ungur maður, unglingur, áður en honum vitraðist boðskapurinn sem hann varð frægur fyrir. Ég er þannig týpa í raun og veru, hippaeðlið mér nærri og leitin að sannleikanum og andlegum auðævum mér dýrmætt veganesti.
Annars finnst mér það merkilegt að þjóðsögurnar um Búddha minna á Cernunnos, hinn keltneska guð. Ég er jafnvel viss um að mýtan um Búddha sé eftirmynd af týndum goðsögnum um keltneska guðinn Cernunnos eins og mýtan um Jesúm Krist og ævi hans sé eftirmynd af týndum goðsögnum um keltneska guðinn Esus og Hesus, sem taldi sig vera guðinn endurholdgaður, nokkurskonar frelsari og læknari fólksins, eins og Jesús Kristur varð síðar, samkvæmt goðsögnunum um hann, sem birtust í Biblíunni og milljónir trúa á enn.
En að öðru.
Nú veit ég hvað milljónin er á núvirði sem mamma vann með minni kennitölu 1971 í Happadrætti DAS. Nálægt 6-8 milljónum á núvirði. Ég fékk ekki krónu af þeim peningum, því mamma eyddi því sjálf í að kaupa sína íbúð 1984, lét það ganga uppí þau kaup.
Reyndar er þessi frétt röng. Upphæðin var ekki rúmar 30.000 krónur 1975, heldur 20-30 þúsund, samkvæmt réttari frétt, "Maður játar 50 ára gamalt bankarán í Kópavogi". Þar er sýnt skjáskot af tímaritsfrétt, og þar stendur "20-30 þúsund í skiptimynt."
Ef slík upphæð er um 182 þúsund á núvirði, þá er þetta næstum tíföldun. Sérstaklega ef upphæðin var nær 20.000 1975.
En mamma spurði mig nýlega hvort ég myndi ekki bara eyða slíku í vitleysu þegar ég var að ræða við hana um þetta nýlega. Ég gat ekki svarað því og viðurkenndi að það væri mögulegt. Þó rifjaði ég það upp að hún hafði sagt við mig þegar ég var um 5 ára aldurinn að þetta ætti að vera sett á bankabók og ávaxtast, og að ég ætti að fá þetta um tvítugt. Ef það hefði verið gert hefði þetta verið býsna drjúg upphæð, en svo var ekki gert.
Ég hef ekki í mér þetta auðrónaeðli.
Megas söng:"Þeir segja að ef maður vísi burt voninni þá veitist manni allt."
Þetta held ég að sé málið með peninga. Í dægurlögum mínum er fjársjóður. Ef ég hefði fæðzt í Ameríku á 20. öldinni, þá eru meiri líkur á að ég hefði orðið frægur og forríkur sem tónlistarmaður og lagahöfundur. En alheimurinn leitar samt eftir réttlæti eftir krókaleiðum.
Ég er tortrygginn gagnvart happdrættum, að verða ríkur í skyndingu. Þessvegna finnst mér að fólkið sem naut góðs af þessum peningum sé velkomið að eiga þá áfram.
Hinsvegar er það réttlátt að góðir listamenn verði ríkir. Þeir gefa fólki fjársjóði, sem er þeirra list. Eitthvað er að þeim menningum sem viðurkenna ekki mestu listamennina sína. Eða, eitthvað er að fólki í slíkum samfélögum, eitthvað er að almenningi.
![]() |
New York Times fjallar um bankaþjófnaðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. ágúst 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 11
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 459
- Frá upphafi: 155410
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 367
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar