Ýmislegt rangt í Biblíunni

Móloch er af sumum talinn kanaanískur guð, en skoði maður Wikipediu kemur í ljós að það kann að vera misskilningur. Orðið í Biblíunni gæti þýtt fórn almennt. Orðið er sjaldan notað í Biblíunni og er ekki til utan hennar, segja fræðimenn. Það gerir orðið mjög grunsamlegt.

Jafnvel segja sumir fræðimenn að móloch gæti hafa verið fórn til heiðurs Jahve sjálfum!

Guðinn Malik er að vísu til í Mesópótamíu og sumir hafa tengt við hann, eða Baal. Kannski var átt við guðinn Melqart, sem var tignaður í Fönísíu, og þýddi "guð borgarinnar".

Mlk, orðin í Biblíunni sem hér eru til umræðu, sem sumir hafa túlkað sem fönískt guðaheiti, geta líka þýtt stjórnandi, yfirmaður, drottnari, konungur almennt. Því gæti þetta átt við mannfórn til handa veraldlegum drottnara og kóngi eða drottningu, eða forsætisráðherra, nú til dags.

Sumir segja að þetta Móloksheiti sé enn ein sönnun þess að Biblían sé bullrit og skálduð upp frekar en eitthvað sem beri að taka mark á.

Astarte er svo allt annað mál. Það er margstaðfest og sannað að hún var vinsæl gyðja um langt skeið. Sem eiginkona Baals var hún nefnd Attartu.

Istarta er gamalt heiti yfir hana líka. Þeir sem vilja finna sannanir fyrir því að Ísland þýði land guðanna geta notað það nafn sem sönnunargagn.

Astarte er ekki sama gyðja og Ashera. Í Biblíunni er fjallað um "ashera poles", og fræðimenn telja að bannið við þeirri dýrkun sé bann á gamalli dýrkun trjáa meðan Hebrear voru heiðnir, og að vinsældir þeirra trúar hafi verið ástæðan fyrir fyrrnefndu banni í Biblíunni.

Sumir halda því fram að Ashera hafi verið eiginkona Jahves, en allt verið þurrkað út um hana í endurskoðuðum seinni tíma Biblíum, sem allar Biblíur heimsins taka eftir sem þekktar eru. Það voru þá trúarleiðtogar Hebrea sem gerðu það fyrir Krists burð.

En ástæðan fyrir því að ég fór að grafa þetta upp og kanna er að Guðjón Hreinberg hélt því fram að annað goðið gelti fólk í nútímanum og hitt breytti í transumskipting. Það getur verið hans túlkun, en á sér enga stoð í heimildum samt.

En hans pistlar eru mér oft innblástur og eru fróðlegir og mýgrútur af tilvitnunum sem áhugaverðar eru.

Vel má samt vera að Kínverski kommúnistaflokkurinn stjórni Vesturlöndum. Sú samsæriskenning finnst mér sennilegri.

Það er auðvitað rétt hjá honum að verið er að útrýma okkar mannkyni með geldingu, allavega aríum og hluta af austrænu fólki.

Kynlíf var þó ekki álitið óhreint fyrr en með kristninni, þannig að Jahve er sennilega frekar sá vættur sem stendur á bakvið þessa útrýmingu mannkynsins í nútímanum.

Mjög fáránlegt er að segja að Astarte standi fyrir fækkun eða útrýmingu fólks, hún stendur fyrir þvert á móti ást og frjósemi og frelsi.

Ef fólk tignaði þessi heiðnu goð meira í nútímanum myndi það upplifa meira af frelsi og kærleika.

Segja má að það sé sannað fullkomlega að kristnin er tengd trúnni á Sol invictus, Röðulinn ósigrandi, sem voru trúarbrögð sem voru feikivinsæl í Róm fyrir kristnitökuna þeirra.

Ef Esus var Röðullinn ósigrandi þá eru það enn frekari rök fyrir því að hans nafn hafi verið notað í staðinn fyrir Yashua eða Yeshua, upprunalegt heiti Krists.

Þarna ber þó ekki heimildum saman, því Taranis var frekar sólarguð Kelta eða Belenus, og þó eru til gögn sem benda til tengsla Esusar við sólardýrkun, ef maður ber saman írsk og welsk goð.

Rómverjar blönduðu saman keltneskum guðum og jafnvel Míþrasardýrkun, því þekkingin var ekki allra. Leynifélög og launhelgar geymdu þekkinguna.

Trúin á Esus var fyrirrennari kristninnar. Esus boðaði kærleika og andahyggju, sigur á efninu, sem var andstætt opinberri dýrkun Rómverja. Það gerði trúnna á Esus að vinsælu költi meðal kvenna sérstaklega, áður en kristnin var búin til, sem ríkistrú, og til að styrkja valdið.

Virðing fyrir konum og kúguðum var einnig hluti af Esusartrúnni. Þessvegna var sönnunargögnum eytt mjög kerfisbundið, því frelsunin fólst í Esusartrúnni en ekki kristninni, sem þegar var orðin menguð af valdinu, og hlekkir.

Hvernig er hægt að biðja til Esusar ef hann er grimmur eins og Shiva?

Þá má eins spyrja: Hvernig geta hindúar dýrkað Shiva?


Bloggfærslur 13. ágúst 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 77
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 638
  • Frá upphafi: 154939

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 486
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband