Ljóðmælandinn sem ekki er skáldið, mörg málefni sem gott er að reifa.

Þegar ég samdi lög fyrir hljómplötuna "Við eigum að samstillast öll", frá 2003, þá hyllti ég Evrópusambandið og Samfylkinguna, því mér fannst það passa við viðfangsefni plötunnar og ég fann þessa sannfæringu hjá mér og það kom mér á óvart, en ég hef oft skipt um skoðanir í gegnum ævina.

Þetta hugtak dr. Helga Pjeturss, samstilling, það hefur í sér fólgið ýmislegt, bæði er til samstilling á þjóðernislegum grundvelli og alþjóðlegum, eins og Samfylkingin vill.

Ég hef valið að gefa út þessi jákvæðu inngöngulög í Evrópusambandið á plötuna:"Við eigum að samstillast öll", (frá 2003), í endurútgáfu hennar, en veit ekki hvort ég hef efni á þeirri endurútgáfu á næstunni.

Stundum bila snúrur og hljóðnemar. Það getur truflað upptökur. Þannig var þetta allavegana einn daginn, 1. janúar 2005, en þá endurgerði ég það sama daginn. Þannig var það þegar ég tók upp fyrir plötuna:"Frá stjörnunum berst lífið" í janúar 2005. Prufuupptökur eru þetta eða demó, en samt útgáfuhæft.

Sagan á bak við þessa plötuþrennu nær að minnsta kosti tíu ár aftar í tímann, en frá 1995 eru til býsna mörg lög sem ég samdi um málefni Nýalssinna og Nýals. Það gerði ég næstu árin einnig og hafði gert fyrir 1995. Það var þó ekki fyrr en 1998 þegar ég samdi lögin "Við eigum að samstillast öll", "Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?" og "Frá stjörnunum berst lífið", sem hjólin fóru að snúast. Þau fengu strax góðar viðtökur á tónleikum og ég áttaði mig á því að þarna hafði ég sett saman vinsæla smelli.

Öll þessi lög voru spunnin fyrir framan hljóðnemann þegar ég var að prófa segulbandstæki sem ég keypti í Sportmarkaðnum. Nema það, að þau eru öll leikandi létt og textinn smellpassar við laglínurnar, sem sagt að textar og lög voru samin á sama tíma án þess að neitt væri skrifað niður, fyrr en eftir á.

Það gerir lögin oft liprari fyrir vikið. Ef ég treð saman kvæðum og set lög við getur útkoman orðið stirð og með of mörgum gripum, sem sé ekki mjög söngvænt kvikindi, heldur frekar gott ljóð eða kvæði í kvæðabók eða ljóðabók.

Pælingin var strax árið 1998 að búa til plötuþrennu. Þar átti hvert þessara laga að verða titillag, með von um að þær myndu seljast með lögum sem fólk þekkti af tónleikum, nema ég hef ekki oft spilað á tónleikum samt, en þó eitthvað og þá fengið gott klapp fyrir þessu þrjú lög og jafnvel blístur.

"Hið mikla samband" frá 1999 seldist mest ásamt "Blóm, friður og ást", frá 2000, og svo "Við eigum að samstillast öll" frá 2003.

Þegar ég samdi lögin á plötuna "Frá stjörnunum berst lífið", mikið til í október 2005 og svo ekki síður í janúar 2005, þá sveigði ég frá nýölskum málefnum einnig, eins og 2003, eða bætti öðru við, en þá samdi ég lög um hjónaást, barneignir og samkynhneigðar ástir jafnvel, til að vera í takt við tímann, og semja eins og Bubbi Morthens, til að verða vinsælli, en þessi lög hafa aldrei heyrzt, ekki ennþá, en að því kemur síðar.

Ástæðan fyrir því að ég blandaði þessum málefnum inní var sú að ég túlkaði svona orðið "lífið", það er að segja framlengingu lífsins með ástum hjóna, eða ekki framlengingu, þegar sama kyn er. Ég vildi auk þess vera nútímalegur, en árið 2008 þegar ég samdi lögin á "Ein hjúskaparlög fyrir alla", þá tók ég að vísu báðar hliðar, og einnig gagnrýni á þetta fyrirbæri, og tel það enn rétt að hafa skoðað málin frá báðum hliðum, annað finnst mér ekki passa og flótti frá veruleikanum.

Ég held að ég hafi gert mistök í fortíðinni að gefa út of mikið af lögum sem flokkast undir þjóðfélagsgagnrýni. Fólk vill ekki heyra þannig tónlist, heldur froðu og léttlyndi, að tónlist virki eins og vímuefni og veruleikaflótti.

Allavega er mikil ánægja með þessi lög sem ég setti á Netið í sumar og eru hluti af upptökulotunum 2003 og 2004, þar sem ég tjái ást mína á Evrópusambandinu og að við ættum að fara þangað inn. Mér leið allavega þannig þegar ég samdi lögin.

Þegar maður er tónlistarmaður er einn dýrmætasti hæfileiki sem maður getur haft eða tamið sér að þjálfa að fara eftir vilja fólksins.

Það hefur verið ágætt fyrir mig að blogga. Hér hef ég fengið útrás fyrir íhaldssamar hægriskoðanir en þagað meira um hinar, sem eru hluti af mér einnig, á miðjunni og til vinstri.

Ég er allavega nokkuð viss um að ég myndi kynna eitt svona lag um ánægju með Evrópusambandið sem ég samdi 2003 og láta það fljóta með á tónleikum núna, í bland við eldra efni sem fólk þekkir, ef það hefur ekki gleymt öllum gömlu lögunum mínum.

Það er kannski skrýtið, en andrúmsloftið í þjóðfélaginu er mjög mikið svona, ánægja með ríkisstjórnina, Viðreisn og Samfylkinguna og jafnvel ESB. Ég læt hrífast með og rifja upp þessa gömlu tónlist mína frá 2003 þegar ég var þessarar skoðunar. Þetta eru hressileg og gleðjandi lög, tónlist sem lyftir upp andanum og gleður. Maður efast kannski eftir á, en tónlist sem hefur góð áhrif er meira en heimskulegur texti, það er skemmtileg laglína og flutningur sem líka skiptir máli.


Bloggfærslur 12. ágúst 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 40
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 649
  • Frá upphafi: 154826

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 507
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband