5.7.2025 | 12:29
Vill þjóðin fara í ESB og er Samfylkingin þessvegna stór?
Ég var innan við fermingu þegar ég vildi verða tónlistarmaður og fékk gítar þegar ég fermdist. Afabróðir minn benti mér á skáld eins og Davíð Stefánsson og að yrkja rétt. Hann sagði að söngur yrði klaufalegur ef söngtextinn lyti ekki hrynjandi eins og kvæði. Ég var tregur að taka við þessari tilsögn, því andinn kom svo oft og mikið yfir mig að ég nennti ekki alltaf að njörva þetta sem ég söng niður í stuðlanna þrískiptu grein.
En eitt af því sem ekki allir skilja, það er að til er svonefndur ljóðmælandi í kvæðum sem teljast góð, það er að segja að skáldið er ekki að túlka eigin skoðanir með kvæðinu - eða söngtextanum.
Ég held að margir höfundar hraðsoðinna söngtexta séu ekkert að pæla í þessu, og velja orð af handahófi, eitthvað "Ælovjú" drasl. Ég hef notað allskonar aðferðir og þessa líka.
En ég hef gert það viljandi að hleypa að mér öndum til að fá andann yfir mig og yrkja.
Í mér eru þessi átök á milli skoðana pabba og svo afa, annar er Samfylkingarmaður, hinn var Sjálfstæðismaður.
Mér finnst innganga í Evrópusambandið ekki jafn óhuggulegur kostur og áður. Ég fann gömul lög eins og "Ljúf er mín innganga í Evrópusambandið" frá 2003 og kannski verða þau lög notuð í endurútgáfunni, hvenær sem ég fæ fjármagn og stuðning í það.
Maður hlýtur að fyllast ógeði á íslenzkum pólitíkusum. Hugsjónir eru seldar á spottprís og hrossakaupin það sem á endanum ræður hverskonar lög verða til.
En það er líka annað í þessu, það er að fólkið ræður. Ágætt það sem Jón Steinar Gunnlaugsson sagði í sjónvarpsviðtali, að á endanum er það meirihlutinn sem ræður, um málþófið.
Hvað er það sem fólkið vill? Ristir stuðningurinn við Samfylkinguna svo djúpt að þar sé raunverulegur vilji meirihlutans að ganga í ESB? Þá beygir maður sig undir það.
![]() |
Vilja reisa 167,5 m háar vindmyllur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 5. júlí 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 51
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 773
- Frá upphafi: 151082
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 505
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar