Réttlæting

Þau undur og stórmerki gerðust í íslenzku sjónvarpi í gær að Stöð 2 sýndi myndskeið þar sem ísraelsk stjórnvöld tjáðu sig og sögðu stöðug dauðsföll á Gasa öll Hamas að kenna - eins og maður bjóst við, og einnig kom frétt á RÚV og þar, þar sem vaxandi reiði og óánægja með Selenskí kom í ljós og ný lög í Úkraínu sem leggja niður rannsóknarstofnun gegn spillingu og færa hana undir ríkið, sérstakan saksóknara þar. Í báðum tilfellum eru stöðvarnar að sýna tvær hliðar á málunum, Hamas-hliðina og Ísraelsstjórnar-hliðina, og svo vaxandi spillingarvanda í Úkraínu, ekki bara Pútín-Vondi-Satan- og Selenskí-hetja-vinur okkar og allt það.

Á maður að trúa því að pistlar Ómars Geirssonar og Guðmundar Arnar hafi valdið þeim breytingum að nú er ekki talað um fjöldamorð á börnum á Gasa heldur hungursneyð - af óþekktum orsökum, eða ónafngreindum orsökum?

Eða skyldi breytt orðalag á RÚV vera vegna þess að Sigmundur Ernir Rúnarsson fékk gagnrýni fyrir pistil á DV nýlega frá virkum í athugasemdum þar sem hann lýsti Ísraelsmönnum sem svipuðum fyrirbærum og nazistunum sem settu þá í gasklefa á 20. öldinni?

Það mætti halda að virkir í athugasemdum á DV séu orðnir harðlínuhægrimenn í meirihluta en ekki wókistar.

Að segja að það sé árás Hamas 7. október 2023 að kenna að öll þessi dauðsföll hafa átt sér stað á Gasa, bæði fólk skotið sem sækist eftir matargjöfum og svo börn og fullorðnir sem hrynja niður úr hungri, það er svipað og að segja að gyðingarnir sem settir voru í gasklefa af nazistum hafi sjálfir átt sök á dauða sínum því margir þeirra unnu í bönkum og voru ríkir á meðan Þjóðverjar sultu vegna stríðsskaðabóta á millistríðsárunum!

Hvernig ætti að vera hægt að firra Ísraelsmenn allri ábyrgð á meðferð þeirra á Gasabúum?

Hvernig er hægt að taka út einn ljótasta atburðinn (7. október) og kenna honum um tilraun Ísraelsstjórnar til að fjarlægja og drepa alla Palestínumenn á Gasa? Það fólk horfir alveg fullkomlega framhjá því að öfgastjórnvöld eru í Ísrael núna, Netanyahu og hans lið, sem hefur varla stuðning meirihluta þjóðarinnar þar.

Ég hef lesið það sem menn hafa sagt um Úkraínustríðið, að forsagan skipti ekki máli, bara innrás Rússa 2022.

Má ekki með sömu rökum segja að forsaga þess að börnin deyja á Gasa skipti ekki máli, bara að Ísraelsmenn bera ábyrgðina?

Ef einhver þjóð getur kennt heimsbyggðinni að aðferðir nazistanna eru sigurvopnið, þá eru það Ísraelsmenn, vegna þess að Abrahamstrúarbrögðin eru ríkjandi í meira í heiminum, meira en 50%, kristni, islam, gyðingdómur, Baháatrú, og fleiri.

Mér finnst það ekki skipta öllu hvort við réttlætum mögulega útrýmingu Gasabúa með því að þetta sé allt Hamas að kenna eða ekki.

Það eru aðrir fletir á þessu sem þarf að velta upp.

Núverandi stjórnvöld í Ísrael tilheyra hægriöfgakantinum þar í landi, eða trúarlegum hópi sem er bókstafstrúar hvað varðar meðhöndlun á Gasabúum og þeirra tilverurétti og landvist, eins og hægt er að gúggla og fræðast um. Þar í landi eru margir ósammála Netanyahu og mig minnir að ég hafi lesið frétt mjög nýlega þar sem kom fram að hann hafi misst meirihluta sinn á þinginu, sem ætti að sýna hversu umdeildur hann er.

Stefna Netanyahus og hans flokks fær hljómgrunn núna í Bandaríkjunum, því samskonar stjórnvöld eru þar við völd.

Svo þetta sé sett í enn stærra samhengi, Netanyahu og Trump tilheyra stjórnmálaafli sem er fremur andstætt hinseginréttindum og á ýmislegt sameiginlegt með öfgamúslimum eins og sumum Hamasliðum væntanlega. Það er ekkert nýtt að öfgamenn hati öðruvísi öfgamenn og drepi þá í styrjöldum eða friði.

Mér finnst áhugaverða spurningin vera þessi:

Er öld Vatnsberans að gufa upp og allt frjálslyndið?

Með réttlætingu á því að börn séu svelt á Gasa og það sé allt Hamas að kenna er verið að réttlæta voðaverk.

Þá erum við eiginlega að taka undir með Pútín, að Rétttrúnaðarkirkjan eigi að valta yfir heimsbyggðina og mannréttindi séu einskisvirði.

Það er hægt að kæfa niður mannréttindahreyfingar með þessum aðferðum.

Ég get jafnvel viðurkennt að ef Jahve, guð Biblíunnar stendur á bakvið þetta, þá sé hægt að rökstyðja þetta og réttlæta, því femínisminn er jafnvel það versta af öllu.

Ég vil bara kalla hlutina réttum nöfnum. Ef einum fjöldamorðingjum leyfist eitthvað ætti ekki að fordæma aðra fjöldamorðingja, sízt sem voru fyrirmynd þeirra fyrr í sögunni.

Síðan finnst mér það áhugavert hvað er að gerast í Úkraínu. Það að sjálfstæðar stofnanir sem voru að rannsaka spillingu séu lagðar niður og settar undir ríkið, það sýnir þvert á það sem Selenskí segir um þetta, að Úkraínumenn séu að færast nær rússneska einræðinu sem þeir gagnrýna svo mjög!

Maður sér í Ísrael, að óvinsældir Netanyahus geta orðið þess valdandi að hann setji herlög í landinu og geri kosningar ógildar þar til ógninni verður útrýmt sem barizt er við.

Það kemur mér í raun á óvart hvernig lýðræðið hrynur smátt og smátt eins og spilaborg í heiminum. Það hrynur jafnvel með svo fíngerðum hætti að reynt er að horfa í hina áttina og afneita því.

Langvarandi manndráp og stríð kalla á hrun lýðræðis og réttlæta það vegna stríðsástands sem þar ríkir.


mbl.is Segir aðgerðir Ísraels í samræmi við alþjóðalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 114
  • Sl. sólarhring: 153
  • Sl. viku: 664
  • Frá upphafi: 152893

Annað

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 510
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband