Fólk sem upplifði kommúnismann í Evrópu

Áður en Berlínarmúrinn féll árið 1989 var komin sterk undiralda í Austur-Þýzkalandi gegn kommúnismanum þar, að minnsta kosti meðal sumra og hafði verið í mörg ár.  Þessar upplýsingar hef ég frá Þjóðverja, Austur-Þjóðverja sem talaði fullkomna íslenzku og hafði unnið hér sem Au-pair og svo farið í guðfræðinám í Háskóla Íslands. Hún sagði mér og öðrum frá æsku sinni. Það var skortur á mat og fátækt og mikil þrá eftir vestrænum lífsgæðum sem ekki fengust, nema í litlu magni.

Hún heitir Cornelia þessi vinkona mín. Það var frekar unga fólkið sem þorði að tjá sig og lýsti andstöðu við kommúnismann, en þó aðeins í "búbblum", litlum vinahópum án neinna aðgerða. En það kraumaði ýmislegt undir niðri og hafði gert lengi.

Hún var um tvítugt þegar múrinn féll, en þá var almenn andstaða gegn kommúnismanum orðin meiri og jafnvel almenn.

Andstaða við vald hefur litað líf hennar æ síðan, eða þannig myndi ég lýsa henni.

Alþjóðavæðing Vesturlanda er að ýmsu leyti sambærileg við kommúnismann, til dæmis í Austur Þýzkalandi. Sérstaklega er það áberandi í Evrópu nú um stundir, því regluverk ESB er orðið jafn íþyngjandi og kommúnisminn var.

Það er samt margt frábrugðið við jafnaðarfasismann sem kallaður er frjálslyndi og lýðræði og svo kommúnismann, þótt sumt sé kunnuglegt og líkt. Ég kalla það stjórnkerfi sem við lifum við jafnaðarfasisma, því fólk er neytt til að tjá sig með ákveðnum hætti og ákveðnar skoðanir eru óvinsælar, eins og er í fasismaþjóðfélögum. En þau eru mjög misjöfn, bæði til hægri og vinstri. Það er mikil einföldun og röng að öll fasísk þjóðfélög snúist um kynþáttahyggju og hægriöfga.

Eitt af því sem er gerólíkt við kommúnismann og jafnaðarfasismann er að unga fólkið er ekki orðið andsnúið núverandi kerfi í stórum stíl. Það er helzt að það birtist í kvíða og þunglyndi, sem er dópað í burtu af sérfræðingum innan okkar kerfis.

Eins og Austur-Þjóðverjinn sagði mér þá vissu unglingarnir hvers þeir fóru á mis við, og samt voru ekki komnir farsímar eða snjallsímar eða alnet eða neitt slíkt, en "flýgur fiskisagan" eins og sagt er.

Það voru til vestrænar kvikmyndir og tónlist og fleira þarna, og sumt kom eftir svartamarkaðsbraskleiðum. Þannig að heimsmynd Vestursins mengaði hugi kommabarnanna saklausu, ef svo má segja. Þau sluppu ekki við vestræn áhrif, þótt reynt hafi verið að halda þeim í algjöru lágmarki.

En internetið er samt búið að breyta því valdi sem RÚV hafði á sálum ungmenna og hefur enn. Það birtist því miður stundum í vondum áhrifum, eins og slagsmálamenningu unglinga frá útlöndum sem berst hingað til lands í snjallsímum barnanna.

Allavega er þetta þannig að ýmsir menningarkimar eru til á Íslandi og annarsstaðar á Vesturlöndum, sem fara gegn hefðbundinni innrætingu.

Við höfum ekki áþreifanlegan múr eins og Þjóðverjar höfðu. En við höfum íþyngjandi regluverk, sem kommarnir höfðu líka. Það regluverk sækir allt í sömu áttina, sem sagt harðari reglur, meira íþyngjandi og hamlandi á allan hátt.

En ég man eftir ýmsu sem þessu stúlka sagði mér. Mér fannst það merkilegt sem hún sagði, að allt í einu gerði fólk sér grein fyrir því að það var í lagi að tala upphátt um óánægju með kommúnismann og tjá sig.

Bara á árinu 1989, þegar hún varð 14 ára, þá varð atburðarásin hröð í þessa átt og allt fór á fullt í breytingum í átt að vestrænu lýðræði og mótmælum.

Í dag er það þannig að þeir sem tala gegn bólusetningum eru taldir skrýtnir og jafnvel með lausar skrúfur. Kannski verður það þannig að slíkt verði talið gáfumerki eftir nokkur ár að efast um það og annað sem nú þykir sjálfsagt.

Það má læra af Austur-Þjóðverjum sem voru ungir og í andstöðu við kerfið hvernig skyndilega ýmislegt getur breyzt og ekki sízt þegar óttinn hefur ríkt lengi og kúgunin.

Fréttin sem þetta blogg er tengt við er um kommúnismann í Kína. Margt er líkt með skyldum.

Ennþá eru Vesturlönd býsna frjáls miðað við kommúnismann eins og þegar hann kemst í algleymi. Þó eru ljós að blikka, en þau eru önnur en talað er um á RÚV.

Í Silfrinu er alltaf talað um Bandaríkin og Donald Trump, eða Orban í Ungverjalandi og eitthvað slíkt, og það kallað ljótum nöfnum.

En Silfrið er orðið að ógeðslegum wók-þætti með nýjum stjórnendum, þar sem einstefnan er slík að það er óhuggulegt. Það eru aldrei tekin önnur sjónarmið en wók-sjónarmið í Silfrinu núna, nema það örlar á þeim þegar Sigríður Hagalín stjórnar, og bara örfáum sinnum og mjög lítið.

Ég þori að fullyrða að það eru vondir stjórnendur á RÚV núna, sem keyra eftir wók-einstefnu, sem orðin er umdeild og jafnvel óvinsæl.

Það sem þetta fólk fattar ekki, það er að trumpismi eða eitthvað slíkt er kristilegt íhald en ekki þjóðernisjafnaðarstefna Hitlers eða annarra einræðisherra Evrópu á 20. öldinni.

Trumpisminn á þannig meira skylt við stjórnmálin í Evrópu fyrir 50 árum en 90 árum.

Það verður bið á því að uppreisn verði gerð gegn ESB eða lýðræðisfasisma hér á Íslandi. Samt gæti það gerzt.

Þetta er áróðursstríð ekki sízt. Þetta er stríð innan landanna á milli pólitíkusa sem vilja völd og áhrif.

Þannig vilja sumir draga upp ljóta mynd af ákveðnum löndum, en aðrir ekki.

Breytingar á fylgi flokka í Evrópu endurspeglar gremju almennings þar miklu skýrar en hér.

Þessir svonefndu rasísku flokkar komast til valda og spillast jafnóðum.

Það þýðir að fjölmenningarmafían er of voldug og teygir klær sínar of víða.

En almenningur er samt ekki heimskur.

Eitthvað mun breytast og gjörbreytast að lokum.

 


mbl.is „Samfélag þar sem svona gerist er býsna ógeðslegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júlí 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 152487

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 370
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband