"Kristur kemur", kristilegur hljómdiskur eftir mig frá 2000. Gefinn út 2010, með upptökum frá 2001.

Árið 2000 gerði ég hljómdisk sem heitir "Kristur kemur". Margt er flókið í þessu, því diskur undir því nafni kom út 2010, með upptökum frá 2001. Var þar notað titillagið frá 2000, endurhljóðritað ári seinna, og svo fleiri kristileg lög eftir mig frá 2001.

Uptökurnar frá október 2000 geyma fleiri aukalög, þær mætti nefna demó, en ég kann betur við þær. Gítarleikurinn er til fyrirmyndar og flutningurinn.

Árið 1999 gerði ég einnig kristilegan disk sem heitir:"Ég er laus undan losta og synd."

Ástæðan fyrir þessari kristilegu lagasmíð var að ég hafði byrjað í kristilegum leshring eða bænahóp, hafði fundið mig einmana eftir að ég hætti í Iðnskólanum 1997 og þetta hentaði mér um skeið.

Síðan gerðist það að ég fór að breiða út nýalska trú og heiðna, en það var ekki ástæðan fyrir að félagsskapurinn leystist upp, heldur fór ein stúlka til Þýzkalands og gerðist prestur þar, og önnur gerðist múslimi þar í landi, var mér sagt. Þær fóru saman þangað vinkonurnar. Það var um 2002.

Þessi tónlist stendur enn fyrir sínu og er sígild. Ég var að hlusta á þetta í gær. Diskurinn "Kristur kemur" frá 2000 er með 12 lögum á og tekur um 42 mínútur, kemst fyrir á vinylhljómplötu, en hefur ekki fengið slíka útgáfu enn, því miður.

Tónlistin er öll jafnari á "Kristur kemur" frá 2000 en á "Ég er laus undan losta og synd" frá 1999, einnig eftir mig.

Síðasta lagið á disknum "Kristur kemur" frá 2000 heitir:"Ó Kristur herra, krýp ég fyrir þér", (4:39). Þar er vissulega góð trúarvissa í mér og einlægni.

Þessar tónsmíðar þær eru bæði einfaldar og klisjukenndar, en það skemmir ekki fyrir. Þetta er sígild kristileg viðhorf, þar sem lögð er áherzla á feðraveldið.

Reyndar heillaðist ég af gyðingdómi og Gamla testamentinu um þetta leyti og nokkru fyrr, eða frá 1996, þegar ég áttaði mig á því að þar er bann við húðflúrum og líkamsskrauti en ekki í heiðnum trúarbrögðum, sem höfðu dregið mig að sér af öðrum ástæðum.

Lagið "Húðflúr er frá Helvíti" samdi ég síðla árs 1996. Ég spilaði það og frumflutti á útvarpsstöð sem hét Aðalstöðin tveimur dögum eftir að ég samdi það, 22. nóvember 1996. Þessi útvarpsflutningur varð nokkuð frægur og svo tónleikarnir í Menntaskólanum í Kópavogi í apríl 1997 þar sem ég flutti þetta lag einnig.

Þetta var á þeim tíma þegar ég átti nokkuð stóran aðdáendahóp og á þeim tíma þegar útvarp skipti enn miklu máli, eins og þegar "Litla flugan" hans Sigfúsar Halldórssonar var flutt í útvarpi miklu fyrr.

"Viltu verða vélmenni? Viltu láta pína þig?" Þannig eru fyrstu tvær línurnar í textanum. Kemur úr framtíð, okkar nútíð og náinni framtíð, og andlega heiminum, ef svo má segja. Ég var spurður að því hvort þetta væri kristilegt lag þegar ég samdi það og hafði flutt á Aðalstöðinni. Ég sagði ekki svo vera, en hafði rangt fyrir mér.

Í spurningunni fólst hvort þetta væri hylling á fyrirbærinu af minni hálfu eins og þungarokkshljómsveitir hafa gert, eða hvort þetta væri andstaða og gagnrýni kristileg. Ég taldi mig yfir trúarbrögð hafinn og taldi þetta þekkingarlegt atriði eingöngu.

Það er nú svo að við sem erum tónlistarmenn getum tekið lög út af efnisskránni algerlega, og það gerði ég við lagið "Húðflúr er frá Helvíti". Ég taldi þann boðskap verða að lifa af fullkomlega af eigin rammleik, að ég gæti ekki verið að boða þetta, að það misskildist bara.

Guðni Már, sem nú er prestur í Lindakirkju rótaði fyrir mig um það leyti.

Árið 1999 kom hann mér að í Menntaskólanum í Kópavogi um haustið að spila á tónleikum. Kannski var það Myrkramessa. Þar hélt ég tónleika og þar var mjög mikið stuð. Ég á þetta á spólu, tóngæðin fremur léleg, en öskur, blístur og klapp heyrist vel, og söngurinn líka. Ein 8 eða 9 lög held ég, talsvert eftir Bob Dylan, einnig eftir mig.

Þar var beðið um þetta lag aftur og aftur, en ég neitaði, sagðist hafa tekið það út af efnisskránni og að það yrði að sjá um sig sjálft þetta lag, það væri orðið fullorðið og skriðið frá mér og úr egginu. Hinsvegar spilaði ég "Sumar í Helvíti", (frá 1991), það var síðasta lagið, gítarstrengur slitnaði og ég hætti, næsti flytjandi komst að.

Ég var spurður að því hvort ég hefði samið lag sem héti "Kafbátur frá Helvíti", en kvað nei við því. Það má heyra þetta allt á spólunni og er fyndið. Stemningin var góð á þessum tónleikum. Rokk og ról.

Ég er ekki lýðskrumari eins og biskupar og prestar margir verða á okkar tímum. Það felst í því að ég vil halda í sumt í bókstafstrúnni. Mér finnst það heiðarlegra að taka þannig afstöðu, ekki fara of mikið eftir lýðskrumi.

Ég hefði átt að vera söngvari í rokkhljómsveit, jafnvel þungarokksbandi. Ég kann vel við mig uppá sviði og hef samið þannig lög. Kristilegt efni, það er bara með, til að róa sig niður, ef svo má segja. Maður á sér margar hliðar, og barnatrúin, það er ein hlið á manni.

Ég lærði það í Vikuviðtali 1990 að nornir íslenzkar sögðu að Satansdýrkun væri virðing fyrir sköpuninni og náttúrunni, og þar með andstaða gegn líkamsskrauti. Það finnst mér góð túlkun. Fólk getur túlkað þetta út og suður, fólk hefur margar misjafnar skoðanir og túlkanir.

En kristileg tónlist hún er hluti af minni efnisskrá. Það er vegna þess að þetta er stíll sem ég tileinkaði mér og samdi inní og ég hunza ekki þennan arf minn. En það er misjafnt hvað listamaður kann og nennir að taka á tónleikum. Það er ekki endalaust hægt að öskra á óskalög sem fólk vill heyra ef maður nennir ekki að spila það lag þá stundina og hefur fengið leiða á því. Það getur þó breyzt seinna eins og allir vita með tónlistarmenn, að gömul lög komast aftur á efnisskrána seinna stundum.

Ég er sérlega hrifinn af lagi nr. 2 á disknum, sem heitir "Kristur kemur þannig." Það er skemmtileg saga á bakvið þetta lag.

Það var samið sem spuni, ég bjó það til fyrir framan hljóðnemann, nema það að í fyrstu tökunni mismælti ég mig og varð að taka það upp aftur. Ég skrifaði niður textann.

Annað merkilegt við þetta lag er að það eru engin grip í því - eða öllu heldur ekki skráð grip fyrr en eftir á. Lagið var spunnið og gítargripin fundin upp á staðnum, en mörg þeirra afbrigði af þekktum gripum, en sumum flóknum, sem ég kunni.

Þessi lög sem eru svona geta verið helvíti skemmtileg. Þetta er dæmi um slíkt lag. Hraðabreytingar og margt fleira skemmtilegt á ferðinni þarna.

Síðan er annað, og það er að ég get ekki spilað svona lög eins aftur. Það eru samt til gítarleikarar sem geta búið til nótur eftir öllu sem er spilað á gítar, sama hversu flókið og skrýtið það er, ég er ekki einn af þeim. Ég set grip við svona lög eftirá, sem fara eins nálægt laglínunni og ég kemst.

Eitt af því sem stendur í bókinni "Leyndarmál frægðarinnar" eftir mig frá 2017 (óútgefin), er að frægur listamaður verður að kunna að gefa lítið frá sér, að segja ekkert og verða frægari fyrir vikið, eða að móðga áheyrendur og blaðamenn, eins og Bob Dylan gerði 1965, til dæmis, þegar hann svaraði bara útí hött. Þetta er hluti af leyndardómum frægðarinnar.

Þannig er nú það, að vilji listamaður gefa út kristilegt efni þá á ekki að vera hægt að stöðva hann í því, maður verður að hafa trú á sínu eigin efni, það er undirstaða.

Ég hef svipaða afstöðu og Bob Dylan þegar kemur að kristni. Við efumst báðir, en þegar kemur að söng, þá finnst okkur gott að eiga kristileg lög til að grípa í. Þau eru bara partur af menningunni, hvort sem þau eru eftir mann sjálfan eða aðra.


Bloggfærslur 18. júlí 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 523
  • Frá upphafi: 152207

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 382
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband