13.7.2025 | 00:28
Þegar beðið er um vald (eins og WHO gerir) til að lýsa yfir neyðarástandi í framtíðinni er verið að plana það.
Hvernig getur WHO neytt breytingum uppá okkur ef ekki verður send höfnun fyrir 19. júlí næstkomandi?
Að þurfa að hafa fyrir því bendir á hvílíkt ógnarvald þessi stofnun hefur fengið.
Ég hef ekki sérlega þörf á að hafa rétt fyrir mér né að vera með frumlegri (sjálfstæðari) viðhorf en aðrir.
Að þessu sinni vil ég því lýsa því að ég lærði margt af bloggi annars manns, Júlíusar Valssonar. Spurningar vöknuðu ekki síður.
Blogg Júlíusar Valssonar er dæmi um áhugaverða umfjöllun sem maður hefur ekkert heyrt um og er fáránlegt hvernig þannig þöggun viðgengst, því málið er stórt greinilega.
Ég held að Kalli Snæ hafi fjallað um þetta, en pólitíkusar nútíðarinnar eru ekki sama eðlis og þeir voru 1992 þegar EES samningurinn var ræddur.
Það sýnir kúgunina, að jafnaðarfasismi ríkir í heiminum, að sjálfstæð hugsun og rökvísi eru fyrirbæri sem eru næstum alveg horfin frá fólki.
Að því sögðu, ég veit ekkert um þetta í smáatriðum og get því ekki svarað um þetta nema almennt, að mér lízt ekki á þetta eins og Júlíus Valsson setur þetta fram á sinni síðu.
Það ætti eitt og sér að vekja mikla varúð í fólki og grunsemdir hvernig aðferðafræði er notuð, sem sagt að þetta gengur í gegn nema þessu sé hafnað.
Enn á ný er skálkað í skjóli valds.
WHO er það vald, og er þetta risastóra nafn.
Setji maður sig gegn WHO er maður klikkaður nörd, eða mögulega.
Ég þekki þetta ekki í smáatriðum.
En ég segi eins og Arnar Þór og fleiri:
Er ekki nóg komið af völdum alþjóðafyrirtækja og klóm sem teygja sig í sjálfstæði smælingjanna?
Að því sögðu, er nokkuð hægt að búast við því að þessu verði hafnað?
Er ekki sjálfstæði löngu horfið frá þessu landi?
En annars tengi ég við þennan pistil um pólitíkina, þriðja umræða, sáttin, þinglok.
Um þetta vil ég bara segja þetta:
Vopnin voru tekin úr höndum stjórnarandstöðunnar með 71. greininni.
Á sama hátt eru önnur vopn tekin frá fólki með kurteislegu valdi og valdbeitingu WHO eins og fjallað er um hér á minni síðu og Júlíusar Valssonar.
Hér fáum við smjörþefinn af aðferðum Samfylkingarinnar þegar við verðum komin inní ESB.
![]() |
Býst við að þriðja umræða hefjist á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 13. júlí 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 42
- Sl. sólarhring: 114
- Sl. viku: 580
- Frá upphafi: 151850
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 470
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar