Lýðræðið er í kröggum - svona ákvæði er virkjað til að komast útúr klemmu

Kristrún Frostadóttir er útsmogin og hennar stjórnunarstíll er einræðiskenndur en ekki viðvaningslegur, leiðrétti mig með það. Hún ætlaði sér að koma fiskveiðifrumvarpinu í gegn óbreyttu og hefur tröllatrú á því, annars væri ósveigjanleikinn varla svona mikill.

Með þessu er ekki tryggt að andstaðan sé engin lengur, en fólk verður ringlað.

En ég held að þótt margir vilji sjá þessar breytingar og telji þær réttlátar, þá eru fleiri en stórútgerðin hikandi eða á móti þeim.

Þetta ákvæði sem hér er verið að virkja það er svolítið á mörkum þess að vera lýðræðislegt. Ef það er of mikið notað er það allt annað en lýðræðislegt. Enda ábyggilega ástæðan fyrir því að það var ekki notað í fjölmörg ár.

En maður virðir stjórnarandstöðuna fyrir að standa saman. Guðrún í Sjálfstæðisflokknum er heldur enginn viðvaningur og gæti orðið sterk sem forsætisráðherra.

Þetta getur ekki þýtt annað en ósigur fyrir Kristrúnu og hennar ríkisstjórn, því þetta ákvæði er örþrifaráð. Það sýnir ósveigjanleika af hennar hálfu, því auðvitað ber forsætisráðherrann mesta ábyrgð á að samkomulag náist - eða hvað - undir svona kringumstæðum.

Er hægt að kenna stjórnarandstöðunni bara um þetta?

Það má alveg búast við meiri hörku frá stjórnarandstöðunni núna, og málþófi sem hefnd.

Vissulega má taka undir að þetta minni á sandkassaleik.

En samt er þetta líka merki um stigmögnun stríðsátaka á alþingi, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er yfirleitt ekki í stjórnarandstöðu og fólkið þar sættir sig ekki auðveldlega við það.

Síðan ef reynt verður að breyta reglum um málþóf, þá hefur það einnig afleiðingar í þá átt að minnihlutinn vill eitthvað annað vopn í staðinn.

Sýnir þetta ekki að þanþol lýðræðisins svonefnda, það er að bresta?


mbl.is Ástæða fyrir því að ákvæðinu sé sjaldan beitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júlí 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 22
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 575
  • Frá upphafi: 151706

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 439
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband