9.5.2025 | 00:57
Pútín ætti að læra að sigra með afþreyingu, rússneskri Hollywoodframleiðslu, í stað stríðsreksturs
Um Rússa má segja að þeir séu eitt mesta herveldi okkar tíma og 20. aldarinnar. Um þá þarf ekki endilega að segja margt fallegt eða gott miðað við framferði þeirra gagnvart Úkraínumönnum.
Ég stóð með Rússum í upphafi innrásarinnar 2022 af ýmsum ástæðum. Ég skildi að búið var að ögra þeim. Ég skildi að Biden feðgar og Obama stjórnin hafði átt þátt í valdaráninu 2014 og kannski hófst stríðið þá, eða undirbúningur þess. Ég hafði slíkt ógeð á femínisma að mér fannst rétt að Rússar fengju meiri áhrif, og gamaldags feðraveldiskirkjuáhrif kristileg, í gegnum rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna.
Nú er samúð mín með Rússum umþaðbil alveg þorrin. Það er ljóst að Pútín ætlar sér að ná allri Úkraínu og á sama hátt vilja Ísraelsmenn hrekja alla Gazabúa í burtu eða útrýma þeim.
Yfirgangshrottar geta stundum átt sér áhugaverðar málsbætur ef maður hefur samúð með málstað þeirra, en ógeðfelldir verða þeir að teljast.
Af vinum og dindlum Rússa hér á blogginu finnst mér einn ákafastur í stuðningi við þá, Rúnar Kristjánsson. Af skrifum hans að dæma held ég að hann sé gamall kommúnisti eða krati sem aldrei hefur þurrkað af sér þann stimpil almennilega.
Síðan eru fleiri kommar til sem styðja Rússa af gömlum vana. Einnig styðja þá nokkrir af kristilegum ástæðum, því Rússar eru fyrir þeim tákn um gömlu og góðu kirkjuna eins og hún var áður, og kristilega siðferðið fyrir sigur kvennakirkjunnar á Vesturlöndum og wóksins.
Aðdáendur Rússa sumir vilja gera hlut þeirra sem mestan í seinni heimsstyrjöldinni. Það er svo margt merkilegt við menningu Rússa að hernaðarmáttur þeirra og grimmd er kannski ekki endilega það sem þeim er helzt að hrósa fyrir.
Margt er líkt með Rússum og islömskum stríðsvélum. Þar er hernaðarhyggjan ríkjandi, eins og sést á því að Rússar fagna sigri sínum í seinni heimsstyrjöldinni alveg sérstaklega með hátíðahöldum.
Alvöru stríð eru háð af illri nauðsyn. Að fagna þeim og kalla sigurhátíðir er tvíeggjað sverð, það æsir til frekari stríða, þegar stríð eru upphafin sem hetjudáðir og eitthvað sem beri að keppa að hvað sem það kostar.
Rúnar Kristjánsson sem gefur sig út fyrir að vera mikill kærleiksflytjandi og friðarsinni fellur þó í þá gryfju að lýsa aðdáun sinni á Rússum og sögu þeirra þrátt fyrir að hún sé eins blóðug og ljóst er, ekki sízt núna þessi allra síðustu ár, í Úkraínustríðinu.
Maður er alveg hættur að treysta Pútín. Hans vopnahlé eru lygavopnahlé til að rugla í ríminu.
Eitt sinn las ég viðtal við Pútín í Morgunblaðinu, eða Fréttablaðinu. Það gæti hafa verið 2005 eða um það leyti. Þá sagði hann að Gandhi væri ein af fyrirmyndum sínum.
Gandhi náði sínu fram með mótmælum og hungurverkföllum, með algjörlega friðsamlegum hætti. Pútín gæti lært margt af honum enn.
![]() |
Drónaárásir trufla sigurhátíð Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 9. maí 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.5.): 109
- Sl. sólarhring: 140
- Sl. viku: 597
- Frá upphafi: 147221
Annað
- Innlit í dag: 95
- Innlit sl. viku: 501
- Gestir í dag: 93
- IP-tölur í dag: 93
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar