Samúðin sem bæði kynin þurfa að fá jafnt, annað er ekki jafnrétti (Eða öll kyn, ef fólki líkar það betur).

"Konum í afplánun fjölgar:Með flókin áföll á bakinu". Frétt sem birtist á Vísi hljóðar svo

Margt er athugavert við þetta. Fyrirsögnin gerir því skóna að konur eigi sér alltaf afsakanir en ekki karlmenn sem fremja afbrot. Það er auðvitað kjaftæði.

Þessi viðbót um flóknu áföllin á bakinu á konunum, hún gerir þetta að femínískri frétt en ekki hlutlausri. Því hver segir að það sama eigi ekki við um drengi og karla í afbrotum? Ég sá erlendan afbrotasérfræðing lýsa því í RÚV eða Stöð 2, held ég frá Ástralíu, að bæta mætti afbrotamenn með því að láta þá finna mjúka manninn innra með sér og fyrirgefa þeim sem brutu á þeim í æsku, setja þá í meðferð, jafnvel inni í fangelsunum. Það var kenning hennar að öll afbrot mætti rekja til áfalla í æsku, það er reyndar gömul kenning sem gengur í endurnýjun lífdaga stöðugt, með smábreytingum.

En ég vil ávarpa ákveðna afneitun sem er í gangi. Reglulega koma fréttir um það að allskonar glæpir fari vaxandi, ofbeldi, óregla barna útaf dópsölu, konur sem flýja frá ofbeldismönnum, unglingaofbeldismenning, og svo þetta, fleiri konur í afplánun.

Síðan kemur oft viðbótin frá sérfræðingunum:"Við vitum ekki hvort þetta er vegna raunverulegrar fjölgunar í brotaflokknum eða hvort fólk er bara að tilkynna þetta meira."

Annars er ég ekki að gagnrýna innihaldið í skoðanapistlinum á Vísi sem ég vitna í hér í fyrirsögninni á mínum pistli, tvær konur skrifa hann og mér finnst þær ekki neikvæðar gagnvart karlmönnum neitt sérstaklega mikið í meginmáli pistilsins þeirra, en það er bara fyrirsögnin sem mér finnst hæpin, eins og þetta afsaki afbrot kvenna meira en karla, að þær hafi átt svo bágt og svo erfitt í lífinu.

Ég vil setja hér fram kenningu sem ég hef áður sett fram:

1) Getur ekki verið að aukin völd kvenna valdi þeim streitu sem leiðir af sér fleiri afbrot þeirra?

2) Getur ekki verið að það að þær taki á sig karlmannshlutverk valdi þessu sama, meiri ofbeldishegðun þeirra?

3) Má ekki þar með halda því fram að femínisminn valdi þessum skuggahliðum?

Samúð með körlum og drengjum má ekki minnka þótt femínisminn kalli eftir vælubílnum fyrir konur meira.


Bloggfærslur 22. maí 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 728
  • Frá upphafi: 146567

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 546
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband