18.5.2025 | 01:17
Pietsch frá Austurríki er einhver stórkostlegasti söngvari allra tíma. Hann er með hærri rödd en sjálfur Freddie Mercury, sem var ótrúlegur söngvari
Við vorum með gott lag og skemmtilega flytjendur, en skilaboðin frá þeim sem kusu voru samstaða með Ísrael og svo stuðningur við flytjenda, Johannes Pietsch sem er karlkyns en syngur jafn hátt (ef ekki hærra en) kona í falsettunni, að hálfu ættaður frá Filipseyjum, að hálfu frá Austurríki.
Austurríki hefur lengi verið suðupottur ólíkra menningarstrauma, þannig var það fyrir 100 árum og þannig er þetta svo sannarlega ennþá, og glæsilegur sigur hjá þeim.
Hæfileikaríkasti söngvarinn sigraði vissulega að þessu sinni. Ég hef aldrei heyrt nokkurn karlmann syngja svona, með víðara raddsvið en kona, og skilaboðin frá þeim sem kusu eru því ást á fjölbreytileikanum. Það er þversagnakennt að Ísrael varð í öðru sæti, þar sem í stjórn er ríkisstjórn sem elskar ekki þessi gildi sem sigruðu, íhaldssöm og byggist á trú, en þar sést að dómnefndin og almenningur eru ekki sammála.
Mér fannst ekki ísraelska lagið, sem varð í öðru sæti keppninnar ekki eins framúrskarandi og þetta sem varð í fyrsta sæti, þannig að það hlýtur að auka á spennuna og mótmælin - frá sumum að minnsta kosti - sem eru ósátt við keppnina vegna þátttöku Ísraels að þessu sinni.
En okkur Íslendingum hefur oft gengið verr en þetta, og strákarnir okkar fengu mikinn stuðning. Þannig að þetta var skemmtileg keppni og okkar framlag ánægjulegt. En það er bara regla í svona keppnum, að samtakamáttur fjölmennu þjóðanna hefur áhrif. Fámenn þjóð eins og við Íslendingar er vinasnauð, verst að Norðurlöndin stóðu jafnvel ekki með okkur sem skyldi eins og oftast áður.
Söngvarinn Johannes Pietsch finnst mér hafa unnið með yfirburðum að þessu sinni, hæfileikar hans eru ótvíræðir.
![]() |
Austurríki vann Eurovision |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 18. maí 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 30
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 706
- Frá upphafi: 146203
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 532
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar