Fréttamenn RÚV standa sig í því að vera vinstrisinnaðir

Mér fannst skondið að heyra í kvöldfréttum RÚV Kristrúnu forsætisráðherra tala um að stöðva Ísrael og það sem gerist á á Gaza (með lýðræðisþjóðum Evrópu). Hvernig ætlar hún að fara að því? Þetta er eins og þegar hún og aðrir tala um að stöðva Rússa. Það hefur ekki gengið hingað til. Hvenær ætla þessir íslenzku pólitíkusar að skilja að völd þeirra eru ekki algjör?

Auðvitað er það ágætt þegar hræsnin minnkar og reynt er að láta það sama yfir alla ganga. Að öllum líkindum er sama þróun að eiga sér stað í öðrum Evrópulöndum, að stuðningurinn minnkar við Ísraelsmenn og krafan um frið verður meira áberandi.

Síðan er annað sem ég vil minnast á. Maður með geðrænan vanda er myndbirtur og nafngreindur og sagt að hann sé hættulegur, af íslenzkum ættum, en síðan er ekki það sama látið yfir alla ganga, það er að segja að reynt er að fela ef afbrotamenn eru af erlendum uppruna. Maður spyr sig: Er verið að skrímslavæða íslenzka karlmenn en aðrir látnir í friði? Hvaða hatursvegferð er þetta í garð sumra en ekki annarra?

Hér er vert að staldra við og fara í sálfræðina og félagsfræðina.

Nóg er um samúðina hjá góða fólkinu þegar sagt er að há afbrotatíðni svartra í Bandaríkjunum sé vegna lélegrar félagslegrar stöðu þeirra. Þá er sagt að það sé vegna aðstæðna, vegna þess að þessir menn, aðallega karlmenn, lifi í stöðugum ótta og þrýstingi frá umhverfi.

Það gildir óvart nákvæmlega sama lögmálið um geðfatlaða einstaklinga, þegar ömurlegt fréttafólk hefur innrætt þjóðinni það að þeir séu hættulegri og ofbeldisfyllri en aðrir þótt fræðingar segi ekki svo vera.

Þegar búinn er til minnihlutahópur með því að hamra á því í fjölmiðlum að hann sé hættulegur, þá eykst þrýstingurinn á þessa einstaklinga og ofbeldishegðun brýzt fram á yfirborðið. Ýmsar félagsfræðilegar og sálfræðilegar kenningar lýsa þessu þannig og ég er því sammála.

En svo sanngirni sé gætt þá eru ekki allir fréttamenn ömurlegir. Stundum koma réttar áherzlur og réttar fréttir, nokkurnveginn.

En úr því að nú er farið að birta myndir af íslenzkum afbrotamönnum og nafngreina þá, (og einnig myndir af mönnum sem hafa fátt og lítið brotið af sér en fólk er hrætt við), af hverju má þá ekki láta það sama yfir aðra ganga? Eða er þetta breytt stefna, og verður þetta þannig að ekki verði falið af hvaða þjóðerni eða kyni afbrotamenn verða í framtíðinni? Verða myndbirtingar og nafnbirtingar normið?

Síðan er það fréttin á Stöð 2 í gær um Regnbogavottun leikskóla í Reykjavík og Gleðigöngu leikskólabarna og forráðamanna þeirra og Gleðiviku þeirra.

Maður furðar sig á því að leikskólabörnum sé tímabært að velta þessu fyrir sér.

Ég var að blaða í mannkynssögubók sem ég komst yfir í Góða hirðinum. Þar var sagt frá því að kommúnistar í Sovétríkjunum og Kína hafi reynt að útrýma einstaklingshyggjunni með því að skipa fólki að segja "við" og "við ætlum", ekki "ég" eða "ég vil" eða "ég ætla".

Já, þá er þetta komið í hringi og að því fyrsta sem ég fjallaði um í þessum pistli.

Það er að segja, Kristrún forsætisráðherra virðist hafa tamið sér þetta.

Meira að segja, það er eins og allt Evrópusambandið sé svona, arftaki kommúnistanna áður en kommúnisminn hrundi, eða hrundi hann kannski aldrei?


mbl.is Varhugavert að hafa áhrif á fréttaumfjöllun RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 47
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 700
  • Frá upphafi: 145970

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 539
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband