Í þessum pistli ætla ég að benda á það hversu miklar líkur eru á því að núverandi ríkisstjórn komi okkur inní ESB, og ég held að andstaðan við það fari minnkandi hjá þjóðinni.
Í upphafi vil ég benda á tvennt sem sýnir hversu lélegur Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið, tvö atriði sem varða ESB áherzlur Sjálfstæðisflokksins í seinni tíð, ekki sízt undir stjórn kvenna innan hans.
Fyrra atriðið kom fram á fundinum á mánudaginn um Bókun 35. Þar kom fram að Áslaug Arna hafi stutt það mál og sett á dagskrá. Seinna atriðið kom fram í fréttatíma í vikunni, þar sem kom fram hörð gagnrýni á leigubílakerfið sem Áslaug Arna kom á einmitt líka á síðasta kjörtímabili.
Athugum það að tvær útlendar konur sem höfðu ferðazt til flestra landa í heiminum sögðust aldrei hafa lent á eins lélegum leigubílstjórum og á Íslandi, og það var eins vond landkynning og mögulegt var. Þetta er auðvitað á ábyrgð þess ráðherra sem breytti leigubílakerfinu.
Þessar tvær konur höfðu verið keyrðar uppí Bláfjöll og rukkaðar um margfalt hærri upphæð af bílstjóranum eftir að hann skildi þær ekki eða keyrði þangað af eigin frumkvæði, og þær fylgdust með á Google-map en gátu ekki stöðvað þessa vitleysu.
Ég verð nú hreinlega að vitna í Ómar Geirsson, sem skrifaði um börn á ráðherrastóli og átti við Áslaugu held ég, það er eins og lagfæra þurfi ótalmargt eftir síðustu ríkisstjórn!
Þegar ESB pólitík Viðreisnar og öfgafemínismi ráða ríkjum, þá er maður sammála Guðjóni Hreinberg og Guðmundi Erni, að maður þurfi að biðja til Guðs, því þá er réttlæti mannlegt á þrotum.
Svo maður haldi áfram með ESB daður Sjálfstæðisflokksins, þá sagði Diljá Mist í hlaðvarpi Ólafs Arnarssonar að hún væri Evrópusinni, DV sagði frá því nýlega.
Tvennt hefur skaðað Sjálfstæðisflokkinn mikið: Að sitja í stjórn tvö kjörtímabil með flokki lengst til vinstri og svo að skipa lítt þroskaðar og ungar konur til að gegna þar háum embættum og gjörbreyta ásýnd flokksins og stefnumálum, og færa hann ekki bara á miðjuna heldur rækilega til vinstri og að ESB-krata-pólitík eins og tíðkast í Viðreisn og Samfylkingunni.
Sjálfstæðisflokkurinn er semsagt laskaður og ekki lengur sá flokkur sem hann var.
Þrennt varð mér ljóst - og fleira raunar - þegar ég hlustaði á þær ræður sem voru fluttar síðasta mánudag á fundinum um Bókun 35.
1) Það ríkir ótti á Íslandi við valdið.
2) Það vald birtist í konum sem hafa völd.
3) Sá ótti er ótti við ESB og erlendar stofnanir sem hér eru farnar að setja lög.
Þetta ályktaði ég af þessu:
A) Ég skynjaði að þöggun ríkir um Bókun 35.
B) Ég skynjaði að almenningur telur að sjálfstæðissinnar fari sífellt halloka, tapi á Alþingi og annarsstaðar. Það má til dæmis dæma af því hvernig Þriðji orkupakkinn fór í gegn.
C) Nú ályktar almenningur þannig: Úr því ekki tókst að stoppa Orkupakka 3, þá þýðir ekkert að reyna að stöðva Bókun 35.
Niðurstaðan er þessi, að það ríkir vaxandi kúgun hér á Vesturlöndum.
Hvað er til ráða?
![]() |
Segir ákvörðunina varhugaverða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 15. maí 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Trúin á sjálfstæði Íslands gæti verið að hverfa frá fólki, og...
- Meistarinn og tíminn, ljóð frá 15. apríl 2017.
- Víða í miðbænum eru allar búðir með útlend heiti og útlent st...
- Smellibeitufréttir. 99% af eigum Bill Gates fara í Gates Foun...
- Ég var búinn að lofa mér annað en lýsti Arnari Þór sem merkil...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 59
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 684
- Frá upphafi: 145799
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 521
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar