Ég var búinn að lofa mér annað en lýsti Arnari Þór sem merkilegum manni og sagðist spenntur að mæta á þennan fund um Bókun 35 - hvet sem flesta til að mæta

Ég mun sennilega mæta í Seltjarnarneskirkju klukkan 20.00 á morgun úr því að Arnar Þór býður mig sérstaklega velkominn og gefur í skyn að ég megi vera með erindi ef ég tel mig tilbúinn í það. Um erindið sem ég gæti kannski flutt veit ég ekki, það er spennandi en krefjandi, og ég hef vissulega ekki alveg varpað því á bug sem Guðmundur Ásgeirsson hefur tjáð sig um, að ekki sé um afsal á sjálfstæði. Þannig að hvar er mín sannfæring í þessu og hversu sterk er hún? Jú ég vil fremur að alþingi sleppi því að samþykkja Bókun 35, það er vissulega mín skoðun.

Áhugavert er hvað Friðrik Árni Friðriksson Hirst hefur skrifað, að bókun 35 gæti skapað lagalega óvissu EES löggjöf í hag. "Að íslenzkar lagareglur séu óvænt látnar víkja fyrir innleiddum EES reglum."

Stuðningsmenn Bókunar 35 halda því fram að þetta geti bætt réttarstöðu sumra og sé auk þess óhjákvæmilegt, eitthvað sem þurfti að samþykkja eitt sinn en var ekki gert.

Í grunninn er ég engu að síður andvígur alþjóðavæðingu og það kemur engum á óvart sem lesið hafa mína pistla.

Þróunin hefur verið að alþjóðastofnanir hafa fengið meira vægi en þjóðríkin minna.

Er hægt að stöðva þetta? Ef það er hægt þá vil ég leggja mitt lóð á vogaskálarnar.

En eru ekki enn minni líkur á að þessi ríkisstjórn stöðvi þetta en sú síðasta? Sárlegast fannst mér að flokkarnir þrír sem oft voru kenndir við íhald skyldu ekki leggjast gegn þessu heldur aðeins örfáir, Framsókn, Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur voru allir kenndir við þjóðrembu og íhald hér áður fyrr - Alþýðubandalagið raunar, sem Vinstri grænir voru stofnaðir uppúr.

Það sem er breytt frá því í fyrra er samt þetta að Donald Trump var kosinn með yfirburðum forseti - hann er í raun óbeint tákn fyrir andstöðuna við Bókun 35 og ESB, og einnig hefur það breyzt að slíkir flokkar hafa í Evrópu frekar verið að styrkjast en veikjast, finnst manni.

Mér finnst alltaf mest spennandi að reyna að sannfæra þá sem eru mér ósammála. Þessvegna hef ég áhuga á að kynna mér skoðanir og rök andstæðinga minna. Það getur verið erfitt og tekið á.

Hvernig á að sannfæra fólk um þörfina á að hafna þessu sem vill samþykkja Bókun 35?

Veit það ekki, en ég tek undir að vonandi mæta sem flestir á morgun (í dag raunar) á þennan fund og vonandi rís upp grasrótarhreyfing sterk gegn þessu. Það segi ég vegna þess að mér finnst alltaf nóg af alþjóðahyggjusinnum á þessu landi en of lítið af þjóðernissinnum.

 


Bloggfærslur 12. maí 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 59
  • Sl. sólarhring: 175
  • Sl. viku: 826
  • Frá upphafi: 145556

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 548
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband