Hægt og bítandi eru hneykslismálin að grafa undan ríkisstjórninni og sumum í embættismannakerfinu

Ég er nokkurnveginn viss um það að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra mun ekki víkja nöfnu sinni úr starfi, þrátt fyrir að upp komi þessi mál sem vekja óvinsældir hennar meðal allmargra. Þetta heitir samtrygging og spilling kvenna og þær eru að ég held nálægt hvor annarri í pólitískum skoðunum. Enn og aftur má benda á að Ögmundur Jónasson sá landsþekkti vinstrimaður skipaði Sigríði J. Friðjónsdóttur sem ríkissaksóknara árið 2011, og þótt ég viti það ekki fyrir víst hvaða stjórnmálaskoðanir hún hefur, þá finnst manni af deilum hennar við Helga Magnús Gunnarsson að þær hafi eitthvað komið í ljós, og að hann sé hægrimaður en hún vinstrimanneskja. Það eru þó getgátur, því hún lætur ekki upp skoðanir sínar við fjölmiðla svo ég viti og er ekki mikið í viðtölum, sem er sennilega skynsamlegt af henni, svo fólk sé síður að deila um hana og hennar persónu eða störf.

Á sama hátt tel ég að ÞSG muni ekki víkja Ólafi Þ. Haukssyni héraðssaksóknara úr starfi af svipaðri ástæðu, hún telur sig síður "rugga bátnum" með því að láta þau ekki víkja. Það er þó spurning hvort ruggar bátnum meira, miðað við kurr í fólki útaf þessu.

Þessi mál brenna mjög heitt á fjölmiðlafólki og almenningi um þessar mundir. Þetta er bara mjög mikið í fréttum og við viljum vera saklaus þjóð áfram og laus við margt ljótt sem við horfum á í glæpamyndum bandarískum.

Það er mjög skiljanlegt að hvorki Ólafur né Sigríður telja þetta afsagnarvert fyrir sig persónulega, en hvaða kjánaskapur er það alltaf í blaðamönnum að spyrja fólkið sjálft sem er umdeilt um svona, flestir standa með sjálfum sér?

Þetta skrifaði ég á síðu annars bloggara, til að leiðrétta aðra sem gerðu athugasemdir:

 

Það er ekki rétt, dómsmálaráðherra skipar nýjan ríkissaksóknara ef hann vill. Valtýr Sigurðsson er enn á lífi, en hann var dómsmálaráðherra áður en Sigríður J. Friðjónsdóttir var skipuð í embættið af Ögmundi Jónassyni 2011. 

Valtýr var skipaður af Birni Bjarnasyni 2007. Dómsmálaráðherra landsins er sá eini sem hefur þetta í hendi sér, Þorbjörg, en afsögn er möguleg.

Það er hægt að mótmæla við dómsmálaráðuneytið.

 

Eins og vitnað er í orð Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns þá er hann einn af þeim sem telur að þau bæði eigi að segja af sér, héraðssaksóknari og ríkissaksóknari.

Það er í samræmi við evrópska hefð, til dæmis í Danmörku og Noregi. Þar er fólk fljótt að segja af sér og fær sér nýtt starf.

Hér situr fólk sem lengst, og leiðindaandrúmsloft skapast oft. Orðið spilling kemur oft upp í því sambandi.


mbl.is Tilgangslausar hleranir sem fóru á flakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 663
  • Frá upphafi: 145297

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 412
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband