Nýr erkidrúíði, páfi öðru nafni, hefur verið valinn

Að kalla kaþólsku páfana erkidrúíða er mikið jaðarmál. Mjög fáir gera það og mjög fáir eru teknir alvarlega sem gera það, en til eru samt myndbönd á Youtube frá fræðimönnum sjálfmenntuðum, og aðallega gyðingum sem halda þessu fram, og þá til þess að gagnrýna kristindóminn í öllum hans myndum og reyna að fá fólk til að aðhyllast hreinan og ómengaðan gyðingdóm, hvernig svo sem hann nú er, en um að er auðvitað líka deilt eins og annað. En það sýnir kannski bezt fordómaleysi mitt og að ég hef ekki mjög mikla andúð á gyðingum að ég hlusta á þessi myndbönd af athygli og tek mark á þeim, og tek því fagnandi sem þeir segja ef mér finnst vit í því.

Fyrir það fyrsta þá er deilt um það hvort erkidrúíðar hafi verið til eða ekki. Fræðimenn deila um hvort valdapíramídi hafi verið við lýði innan drúízkunnar eða valdadreifing, hvort allir drúíðar hafi verið jafnir eða einhverjir æðri en aðrir. Tilvitnanir í upphaflegu ritin, klassísku ritin á grísku og latínu eru óljós hvað þetta varðar og í mótsögn hver við önnur, enda skráð af mörgum riturum með margskonar skoðanir og misgóða þekkingu. Ekkert er til úr gaulversku eða miðevrópsku keltamenningunni sjálfri, aðeins frá öðrum sem um þá rituðu. Að hluta til vegna banns drúíða um að rita niður helgisögur, heimsspeki eða annað, sem þeir litu á sem heilaga þekkingu, sem jaðraði við helgispjöll að veita öðrum aðgang að en fáeinum útvöldum, semsagt drúíðunum sjálfum, sem flestir voru karlkyns, þótt til hafi verið kvendrúíðareglur, en þær munu hafa verið í minnihluta, og sumir telja að þær hafi frekar verið til í Bretlandi en á meginlandinu, en það er þó óljóst líka eins og margt annað um þetta. Þó er kannski aðalástæðan fyrir skortinum á frumheimildum sú að þeim var viljandi eytt af rómverskum harðstjórum og böðlum, einvöldum og keisurum, og svo af kirkjunnar yfirvaldi, sem hafði hag af því að vera með einkokun á trúarlegu valdi. Það fór saman við veraldlegt vald og hið rómverska vald, sem var algjört um langt skeið, Rómverjar voru drottnarar heimsbyggðarinnar vestrænu um langt skeið.

Ég verð að segja að ég varð að horfa og hlusta margsinnis á þessi myndbönd til að taka þau alvarlega. Ég efaðist í fyrstu og hló að þessu og taldi þetta rugludalla sem ekkert mark væri takandi á. En samt fór ég að sannfærast, þegar í ljós kom að þarna var ýmislegt vel rökstutt.

Mítrið sem páfar og biskupar bera, höfuðfatið sem stundum hefur tvö horn, það hefur verið útskýrt í bókum um Míþras sem dregið dregið af heiti þess guðs og af húfunni sem hann ber á ýmsum myndum af honum. Þetta er þó ekki opinber skýring á orðinu, sem er af jónískum og grískum uppruna.

Um uppruna og orðsifjar jóníska orðsins mítre er deilt. Þó er viðurkennt að um helmingslíkur eru á því að orðið mítur eða mitre sé dregið af sömu rót og guðsheitið Mithras, að binda, á indó-írönsku, gömlu persnesku tungumáli.

Mitra og miðra er vedísk og avestísk sögn, sem þýðir að binda, for-indó-íranska, mitrám, rótin mi að binda, tra, sem þýðir að valda einhverju. Mithras þýðir sá sem er valdur að bindingu, enda er hann guð eiðanna, sem er eitt upphafshlutverk hans í persneskri goðafræði.

Á sama hátt er mítré, á jónísku, tengt mey á for-indó-evrópsku máli, sem þýðir að binda einnig. Belti, gjörð, plástur, höfuðband, lárviðarlauf eins og drúíðar notuðu til krýningar um höfuð, sigurband, túrban, orðið hefur svona margvíslega merkingu í ensku og öðrum tungumálum, enda ævafornt eins og orðsifjarnar bera með sér.

Kórónur kónga eru síðan orðnar til fyrir helgitákn af þessu tagi.

Heiðinn uppruni liggur til grundvallar þessum sið, án nokkurs efa.

Nóg er að minnast á guðinn Cernunnos, sem gerður var að Satan í táknmyndum miðalda, svo vinsæll var hann og elskaður, ásamt Pan hinum gríska og Satýrunum, og vafalaust öðrum vinsælum guðum af þessu tagi út um alla Evrópu, hverra nöfn við þekkjum ekki lengur því þau voru ekki niður skráð.

Gyðjan Hörn, sem á að vera Freyjuheiti, er þó áreiðanlega leif af dýrkun á Horna, sem var norrænt heiti yfir Cernunnos.

Kórónur eru bein vísun í Cernunnos og vald hans. Þar fór saman veraldlegt vald og andlegt eins og hjá drúíðum, sem var ein aðalástæðan fyrir hatrinu og öfundinni í þeirra garð af hendi Rómverja, og Júlíus Sesar sem rómverskur æðstiprestur upphaflega hafði sérstaka ástæðu til að reyna að útrýma þeim, hann óttaðist þá og vald þeirra og vildi gera sitt eigið vald sitt mest og þeirra sem minnst. Dráp voru hans aðferð til þess, og fjöldamorð á þeim, vel að merkja, og svo að skrifa sína eigin sögu, um Gallastríðin, og upphefja sjálfan sig þannig.

Auðfaðir var hann nefndur á latínu, Pluto, guð gnægtanna neðanjarðar.

Síðan er það hvítur skrúðinn sem páfar, biskupar og prestar klæðast oft. Drúíðar voru sagðir klæddir á þann hátt einnig og voru á undan þeim í sögunni. Samt er þetta svo algengt og sameiginlegt atriði innan margra trúarbragða að þetta er enganveginn nein sönnun, en kannski vísbending, ef menn vilja túlka þetta á þann veg.

Síðan er það umgjörðin um kirkjuna. Dýrðlingarnir til dæmis. Margir hafa bent á að dýrðlingarnir kaþólsku séu eftirmynd guðanna mörgu í heiðnum trúarbrögðum. Aðeins með lútherskunni og calvínismanum var þessu breytt og dýrðlingum úthýst.

Ýmsir hafa haldið því fram að norsku stafkirkjurnar séu heiðin hof endurnýtt, enda var þessi byggingarstíll á kirkjum við upphaf kristnitökunnar á Norðurlöndum mjög algengur. Já, þannig kunnu heiðin hof að hafa litið út, nema sum þeirra voru miklu lengri, og miklir skálar sem fólk viðhafðist í á meðan á miklum hátíðum stóð.

Mikil helgi var á drúíðum og virðing fyrir þeim. Heilagleikinn í kringum páfana er þannig sameiginlegt atriði.

Á hinn bóginn er hægt að lesa um það í mannkynssögubókum að rómversk heiðni var orðin að athlægi Rómverja sjálfra löngu áður en hún rústaðist og vék fyrir kristinni með kristnitökunni. Rómversku keisararnir gerðu sjálfa sig að guðum og notuðu til þess egypzka fyrirmynd. Ýmsir fræðimenn telja það réttilega sem hnignunarmerki á rómversku heiðninni. Það sama má að einhverju leyti segja um grísku heiðnina, nema þar var þó sannari trú og sannari heiðni á ferðinni.

Hinsvegar ber flestum saman um það að drúíðar hafi verið virtir eins og páfar og biskupar. Þeir höfðu stjórn á fólkinu.

Nákvæmlega um þær helgiathafnir verður ekki sagt, heimildir skortir, en talið er að margt af því hafi farið fram undir berum himni, í trjálundum. Ekki voru það allt fórnir, heldur ýmislegt annað líka.

Altarissakramentið kristilega er að öllum líkindum útþynnt fórnarathöfn heiðin, og jafnvel með gallverskan, heiðin uppruna.

Hér má því sjá viðamikil bönd sem tengja saman kristni og heiðni, en kaþólsku og heiðni þéttar en lúthersku og heiðni, augljóslega.

Formfesta kirkjunnar er athygliverð með eindæmum. Þar ber allt merki um galdraathafnir, en vitað er að hvert orð verður að segja rétt ef galdraathöfn á að virka, og drúíðar voru þannig að þjóna sínum söfnuðum, með formfestu og heilagleika.

Pontifex maximus var fyrst puntembætti frekar en áberandi valdaembætti eins og að vera drúíði. Ennþá er þetta heiti á embætti páfans á latínu sem sýnir tengslin á milli heiðninnar og kristninnar.

Með tímanum voru Rómarkeisarar krýndir þessum titli, og svo Rómarbiskupar. Þá voru stjórnmálaleg völd farin að fylgja titlinum. Merkilegt er að einmitt á sama tíma stóðu ofsóknirnar gegn keltnesku drúíðunum sem hæst og drúíðahreinsanirnar, eins og réttilegt er að orða þetta, eða fyrstu aldirnar fyrir Krists burð og fyrstu aldirnar eftir Krists burð.

Bendir það til þess að ekki aðeins hafi fræðum þeirra verið rænt af þeim, heldur einnig stöðunni innan samfélagsins, að Rómverjar hafi notað drúíðana sem fyrirmynd í veraldlegum og andlegum efnum, en aðeins að hluta til, ljótustu hlutarnir voru notaðir en ekki þeir fegurstu eða heimspekilegustu.

Þegar komið er fram á tíma flavíönsku keisaranna var búið að brenna allar heimildir sem skiptu máli, nema þær sem sýndu söguskoðun og trúarbrögð sem voru þeim sjálfum þóknanleg. Þetta hafa því verið miklar brennualdir, fyrstu aldirnar eftir Krists burð, og miklar þjóðernishreinsunaraldir.

En endanlegar sannanir finnast ekki um það sem ekki finnst ritað um í fornöld orðrétt, þetta eru fræðilegar getgátur og rök hníga í þessa átt sem virðast býsna sannfærandi.

Þó eru sagnfræðilegar staðreyndir og hliðstæður æpandi þegar betur er að gáð.

Með tímanum þróaðist kirkjan og veraldlega valdið saman. Hvaðan fyrirmyndin kom er ekki gott að segja. Kannski þurfti ekki drúízku fyrirmyndina til þess, kannski var það bara valdagræðgi veraldlegra og andlegra yfirvalda þess tíma. Þó er mögulegt að þarna hafi verið um áhrif að ræða frá eldri menningu. Þó er ekki hægt að tala um nákvæmar hliðstæður, heldur áhrif. Drúíðar urðu aldrei eins miskunnarlausir og valdamiklir og kirkjuleg yfirvöld og svo veraldleg yfirvöld á miðöldum og síðmiðöldum. Til þess voru keltnesku samfélögin alltof sundurlaus og villimannleg, en virðingin fyrir drúíðunum var til staðar, þeir voru læknar, prestar, dómarar og fræðimenn allt í senn. Þar að auki voru þeir herstjórar stundum og herráðgjafar sérlegir.

Rökin fyrir því að páfar hafi tekið við af drúíðum eru sannfærandi þegar allt kemur til alls.

Þó verður því aldrei neitað að gyðingleg áhrif voru kannski allsráðandi, en kannski jöfn, til helminga á við evrópsk áhrif. Um það er deilt.

Hér áður fyrr var ekki til hugtakið menningarnám eða menningarrán. Að yfirtaka erlenda menningu þótti sjálfsagt, einskonar sigurtákn. Það þótti þar að auki tryggja stuðning heiðingjanna og þeirra sem herleiddir höfðu verið erlendis frá.

Mér þykir mjög líklegt að rómverskir keisarar hafi leitað sér fyrirmynda í gaulversku samfélagi. Þeir vissu hvar skóinn kreppti, að herða þurfti að fólkinu, þrengja að því láta það fá ein trúarbrögð og einn sið, og sem fæsta veraldlega valdhafa.

Sumar hugmyndir af þessu tagi hafa vafalaust komið frá keltnesku guðunum og drúíðunum, prestunum og seiðmönnunum í þeirra sið.

 


mbl.is Nýr páfi er frá Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 145214

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 418
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband