Undirstöður vísindanna

Alltaf finnst mér gaman þegar Guðjón Hreinberg leggur fyrir mann alvöru þrautir og efast um það sem flestir taka sem gefnu, vísindahyggjunni miklu sem eru trúarbrögð okkar tíma.

Stundum er betra að búa til nýja pistla en að reyna að svara í athugasemdum, því það gefur manni meira frelsi til að fara út um víðan völl og þurfa ekki að ríghalda sér í ákveðin atriði, en þá er gott að viðurkenna hvaðan innblásturinn kemur til að skapa samhengi fyrir höfundinn sem kom fram með spurningarnar og aðra sem lesa og hafa áhuga.

En það sem Þresti R. (það er einn sem kom með athugasemd hjá Guðjóni) finnst eins og geimveruvísindi er ekki þannig heldur bara fróðleikur sem maður hefur hirt héðan og þaðan með því að fletta í bókum eða sitja í kennslustundum eða hlusta á myndbönd á Netinu eða eitthvað slíkt.

Ég skil bæði Magnús og Guðjón og finnst sérlega gaman að þeim þegar þeir fara ofaní þetta á dýptina.

Ég hef nú reyndar lesið takmarkað. Ég er að því er ég tel með athyglibrest sem er orðinn mun verri með aldrinum þannig að ég nenni eiginlega aldrei að lesa bækur til enda núorðið, ekki nema örfáar línur, en þær kenna mér nóg.

Ég las helzt Bob Moran bækur í æsku til enda, Agöthu Christie, Dularfullu bækurnar eftir Enid Blyton og annað slíkt léttmeti fyrir börn, þegar ég var sjálfur barn og nennti að lesa að ráði. Eftir að ég fór að telja mig frægan tónlistarmann hefur tími minn verið að dreifast á svo margt að maður hefur minni tíma í allskonar annað dútl eins og að lesa.

En ég hef samt lesið eftir Albert Einstein og um hann. Þegar ég var unglingur las ég næstum alla Afstæðiskenninguna eftir Einstein og skildi hana vel í útgáfu Lærdómsfélagsins, þýdda af Þorsteini Halldórssyni. Einnig las ég Ár var alda, eða talsvert í henni. Þá hef ég verið kominn yfir þrítugt.

Ég var ekki góður í stærðfræði í menntaskóla því ég nennti aldrei að læra heima. Ég var ágætur í stærðfræði áður en ég kom í menntaskóla, því það var áður en amma dó og angist mín var minni þá og ég nennti að festa athygli og sinna svona verkefnum.

En Albert Einstein er með fullt af jöfnum og stærðfræði í bókum sínum og þar er flókin eðlisfræði innanum. Samt er fjölmargt sem er vel læsilegt í bókum hans, enda reyndi hann að skrifa á skiljanlegu máli.

Grunnur Afstæðiskenningarinnar er auðskiljanlegur, og lestin á hreyfingu sem kom af stað skilningi meistara Einsteins er líka góð til að útskýra afstæðiskenninguna.

Tímarúm er hugtak sem notað er, þegar fjallað er um þessi fræði. Tími og rúm lengjast og styttast eftir lögmálum þenslunnar sem Einstein lýsti. Þegar komið er nálægt ljóshraðanum minnir mig að Einstein hafi lýst "afstæðispunkti". Það er langt síðan ég las þetta, en þó hlýtur þetta að vera rétt, því ég man um það að Einstein lýsti ótrúlegum fyrirbærum nálægt ljóshraða, og því sem gerist við sjóndeildarhring svarthols eða í svartholunum sjálfum.

En efasemdir Guðjóns um vísindin eru mér ekki nýlunda því ég hef pælt í þessu einnig og verið með þessar efasemdir.

Og það er auðvitað rétt hjá honum að þegar kemur að frumspekinni sjálfri þá tekur trúin við. Frumspeki er til dæmis að sanna þyngdaraflið öðruvísi en Newton gerði það. Maður verður að taka ákveðnum hlutum gefnum til að falla inní þessa gryfju náttúruvísindanna, það er rétt hjá Guðjóni. Þetta er kallað þyngdarlögmál, en til eru vísindamenn sem efast um að svo sé og kalla fyrirbærið öðrum nöfnum og útskýra það með öðrum hætti.

En hinsvegar eru náttúruvísindin studd með líkindum, en trúarbrögðin síður. Þessar endurteknu tilraunir hljóta að gefa vísbendingar, þótt á frumspekilegum grunni taki trúin við á undirstöðurnar.

Hvað það varðar að "vega að framsetningu" þessara meistara, auðvitað þykist ég ekki fær um það. Ég þekki mín takmörk, og til þess þyrfti ég meiri stærðfræðiþekkingu og allskonar þekkingu. En Hawking bætti ofaná margt sem fyrir var vitað (eða talið vitað).

Pistill Magnúsar sem hann vísar í er einnig mjög áhugaverður, "Galdur, fár og geimvísindi".

100 kílómetralínan getur verið tengd við rafmagnsfræði, launviðnám og þverviðnám koma þar við sögu. Riðstraumur, sjálfspan og rýmd eru þar leikendur, og venzl spennu og straums. Eitthvað var þetta kennt í Iðnskólanum í Reykjavík 1996 þegar ég nam þar.

P = Afl í wöttum.

V = Línuskiptamagn í voltum.

X = Heildarþverviðnám í óhmum línunnar.

 

Tregðulögmál Newtons og annað finnst mér algjör undirstaða og varla hægt að efast um þetta.

 

Síðan er hægt að tala um Kármánlínuna. Sameinuðu þjóðirnar hafa komið sér saman um að yfir 100 kílómetra hæð sé maður kominn útí geiminn, og ég býst við að þeir félagarnir Magnús og Guðjón eigi við það.

 

En Magnús kemur inná það í galdrapistlinum og vísindapistlinum sem hann vísar í eftir sig að ef galdur kæmi ekki við sögu væru vísindin stöðnuð. Hið ókunna, það er galdurinn, og þaðan koma uppgötvanirnar og framfarirnar.

Sönnunin á hraða ljóssins kom frá Einstein, og hana er erfitt að betrumbæta, nema maður efist um grunngildin og taki frumspekina á þetta eins og Guðjón gerir.

Eins og ég segi, langt er síðan ég las Einstein, og mig minnir að flóknir útreikningar liggi þarna til grundvallar. En þetta fann hann út með útreikningum. Afstæðiskenningin er viðurkennd því hún fellur að öðru sem vitað er - nema skammtafræðinni - en það væri of langt mál að blanda því inní hér.

Ég man að eftir að ég las Afstæðiskenninguna hans Einsteins fannst mér hún liggja ljós fyrir. Upphaflega fór ég að grufla í þessu til að afsanna Afstæðiskenninguna, því dr. Helgi Pjeturss var á móti henni. En hún er vel grundlögð, man að ég sannfærðist.

Það er raunar ekki torskilið hversvegna hraði ljóssins á sér mörk.

Eiríkur Kjerúlf gaf út bókina Völuspá árið 1945.

Þar heldur hann því fram að Óðinn í Ásatrúnni sé tákn fyrir ljósið, og að nafnið merki "sá sem æðir eins og ljísið." Þetta finnst mér vísindalegasta útskýring á guðinum Óðni sem ég hef lesið. Þó var Eiríkur Kjerúlf alþýðufræðimaður sem bullaði mestmegnis í þessari bók eins og alþýðufræðimönnum er tamt og títt einatt. En innámilli glytti í gullkornin sem voru dýrmætari en hjá opinberu fræðimönnunum jafnvel.

Ég ætla ekki að reyna að sanna eða afsanna þessar kenningar (eða staðfestu niðurstöður) þessara vísindamanna.

Það nægir mér að efast og að vera sannfærður á sama tíma.

En ef maður tekur bara grunnspekina á þetta, þá vil ég frekar trúa vísindamönnum en því sem stendur í Biblíunni eða öðrum trúarritum nema þegar kemur að siðfræði og einhverju slíku sem hefur sannað sig í gegnum aldirnar að er gagnlegt.

Má ekki alveg eins segja, að Guð hafi sett vísbendingarnar fyrir framan okkur til að rannsaka? Geta ekki vísindi og trú farið saman?

 


mbl.is Opinn fyrir að tengja námið við háskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 140
  • Sl. viku: 699
  • Frá upphafi: 143473

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 507
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband