17.4.2025 | 15:07
Valdið á bak við orðin, réttmætt eða ekki?
Heimspekilegan efa vantar í flesta Íslendinga, að sjá margar merkingar á töfraorðum og tízkuorðum
Fjölbreytileiki er tízkuorð sem kastar ryki í augu viðmælandans. Það hefur verið notað til að valdefla ýmsa hópa og er því áfram notað eins og töfraorð.
Hinir gömlu heimsspekingar eins og Sókrates og þessir þýzku vissu að ekkert er svo einfalt eins og því er kastað fram. Að fjalla um hugtök var þeirra iðja oft. Á bakvið öll orð og hugtök býr margþættur veruleiki, neikvæður og jákvæður.
Neikvæðar hliðar á fjölbreytileika eru sundrung, klofningur og upplausn. Við Íslendingar þekkjum þessar skítahliðar á fjölbreytileikanum, þar sem hér er oft hver höndin upp á móti annarri og allir þykjast vera vitrari og betri en náunginn.
Japanir eru andstæðan. Þeir eru samstilltir og hlýðnir, trygglyndir gagnvart fyrirtækjum og yfirmönnum, þeir gætu kennt öllum þjóðum þessar dyggðir sem þeir hafa í ríkara mæli en aðrir.
Einnig það sem ekki má gleymast, fáir útlendingar eða aðilar frá framandi löndum eru í Japan miðað við villimennskuna hér á Vesturlöndum þar sem hrærigrautur fjölmenningar er, þeirra þjóðfélag er eitt það einsleitnasta í heimi. Þeir tækla fækkandi fæðingar og minni mannfjölda með aukinni tæknivæðingu.
Jón Magnússon er einn af fáum Íslendingum sem með traustum hætti hafa gagnrýnt villimennsku okkar Íslendinga, að vilja hrærigraut fjölmenningar.
Sú villimennska er ekkert til að hrósa sér af með orðum eins og fjölbreytileiki. Margt býr á bakvið það hugtak.
![]() |
Segir alla þurfa að taka ábyrgð á fjölbreytileika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2025 | 00:13
Ætti að banna Spotify og aðrar streymisveitur tónlistar til að auka tekjur tónlistarfólks aftur af plötusölu?
Spotify hefur drepið niður geisladiskasölu og plötusölu. Frelsið er oft helsi og það hefur sýnt sig á ýmsum sviðum.
Ef banna ætti Spotify og annað af því tagi þyrfti að koma til alþjóðleg hreyfing og pólitískur þrýstingur frá mörgum löndum.
Ég er ekki á móti allri tækni því tækni er mjög víðtækt hugtak og vissulega er hægt að tengja mestu framfarir mannkynsins við tækni. Þannig þarf maður heldur ekki að vera á móti allri trú þótt maður sé gagnrýninn á eitthvað í trúarbrögðum eða þótt maður telji að sum trúarbrögð séu jafnvel gróðrarstía fyrir eitthvað sem ekki sé réttlætanlegt almennt.
En tækni nútímans er það sem ég vil kalla oftækni, eða öfgatækni. Tæknin náði hámarki fyrir nokkrum áratugum og síðan hefur henni farið hnignandi. Fólk þarf ekki 5G eða hratt net og fólk þarf ekki þráðlausa síma eða snjalltæki.
Sannleikurinn er sá að almenningi er NAUÐGAÐ. Það kalla ég nauðgun þegar maður er neyddur til að gera eitthvað þvert gegn vilja sínum.
Jú fólk getur valið að hafa engar sjónvarpsstöðvar og ekkert alnet, engar tölvur, en 5G bylgjurnar umlykja þig samt nema þú búir á afskekktum svæðum á landinu og ekki allir hafa efni á því að flytjast hvert sem er og víða er ekki búandi því þar er ekki matvörubúð eða neitt slíkt nauðsynlegt.
Þar af leiðandi er þetta þannig að jafnvel fólk sem veit að tækninni er þröngvað uppá alla getur varla sagt nei. Heimabankarnir í tölvunum eru dæmi um þetta. Búið er að loka næstum öllum bankaútibúum á landinu og þessvegna er fólk neytt til að eiga tölvu og farsíma til að borga sína eigin reikninga!!! Svo ég endurtaki þetta: FÓLK ER NEYTT! FÓLKI ER NAUÐGAÐ FÉLAGSLEGA OG ANDLEGA!!! Já, fólk er neytt til að vera tæknivætt!
Segið ekki að þetta sé LÝÐRÆÐI!!!
Hvað gerist ef netsamband rofnar alveg í langan tíma, enginn getur greitt reikninga eða sinnt öðrum erindum?
ALLT FER Á HLIÐINA!!!
Það þarf að vinda ofanaf margskonar bannsettri öfugþróun á þessu landi.
Til dæmis þarf að opna aftur bankaútibú þannig að fólk geti verið laust undan heimabönkum og að vera neytt inní slíkt.
Einnig þarf aftur að manna kassa á búðum af mennsku starfsfólki og loka sjálfsafgreiðsluvitleysunni.
Aðalatriðið er að vita að við sem erum neytendur við erum þrælar gróðafíkla stórfyrirtækjanna og auðrónanna sem oftast búa erlendis. Það er semsagt sjálfstæðismál og þroskamál að taka valdið í hendur einstaklinganna aftur.
Okkar réttindi felast í því að gera uppreisnir og fá aftur frelsi sem af okkur var tekið, af auðrónum og tröllauknum fyrirtækjum.
![]() |
Spotify liggur niðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. apríl 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 8
- Sl. sólarhring: 109
- Sl. viku: 481
- Frá upphafi: 142715
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 382
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar