29.3.2025 | 03:49
Við erum löngu hætt að vera frjáls. Við erum í hlekkjum auðróna, en enginn getur breytt því nema við sjálf
Hefðbundnir fjölmiðlar eru í krísu, útvarp, tímarit, sjónvarp, en á meðan fitnar netið og dafnar og fólk treðst á samfélagsmiðlana og í snjalltækin sín. Netið fyllist af ljótum og vondum hlutum, börnin komast í það, og fátt er hægt að gera ef ekki á að beita sömu aðgerðum og Kína, loka, hefta, og allt það.
Frelsið er búið að breytast í skrímsli eins og svo oft áður.
Erlendir fjölmiðlarisar og tröllaukin fyrirtæki einoka markaðinn og drepa niður innlenda starfsemi hér og þar. Reynt er að setja lög gegn þessu en frelsið er helsið, fólk vill sogast inní græðgihringiðuna frekar en að þola regluverk sem hamlar.
Ég held að fólk þurfi alvöru umræðu um þetta á heimaslóðum, ef það telur sig búa í lýðræðisríkjum sem eiga að vera sjálfstæð.
Ég á við þetta sem hægt er að gera:
1) Þegar RÚV byrjaði var góð og menningarleg dagskrá í boði sem kostaði örlítið brot af þeirri ónýtu rusldagskrá og ógeðslegu wók-fasisma-innrætingu sem nú hellist yfir alla.
2) Það er hægt að segja fréttir og sinna grunnþjónustu án 5G hraða eða slíks kjaftæðis.
3) Það eru til rannsóknir vísindamanna sem sýna fram á skaðsemi 5G netbeina og allrar þessar tækni. Auk þess hefur þetta truflandi áhrif á önnur rafeindatæki á heimilinu og skapar urg og það hef ég sannreynt sjálfur. Ekki nokkur leið að slökkva á þessu nema með því að flytjast í burtu.
4) Stafræna öldin veldur því að þegar maður velur þátt í tímaflakki í sjónvarpsdagskránni þá lendir maður oft í miðjum þætti en ekki á byrjuninni. Svona er tæknin léleg. Mannleg hönd eða hugur virðist hvergi koma nærri. Letin er víst að drepa fólk og róbótar látnir sjá um allt eða útlendingar.
5) Afsakið hlé var algengur dagskrárliður á RÚV þegar ég var ungur. Þá voru sýndar skemmtilegar teiknimyndir á meðan. Á árunum 1990-2006 eða um það leyti urðu eiginlega aldrei bilanir í hliðræna útsendingarkerfinu því það hafði náð fullkomnun og gæði allra senditækja voru þá orðin býsna mikil.
6) Um leið og byrjað var á stafrænum útsendingum og öðru stafrænu fór því að fjölga að tæki biluðu og fóru að frjósa og allskonar vesen í gangi.
Þetta eru aðeins örfá dæmi. Þau ættu að sýna að framfarir og gróðavæðing er sitthvað og gjörólíkt.
Við erum ekki neytendur, við erum notaðir þrælar og notaðar ambáttir. Við erum eins og lepjandi kvikindi á hnjánum fyrir framan Mammon og Tækniguðinn.
Nú er Baltasar Kormákur búinn að reisa kvikmyndaver á Íslandi sem er á heimsmælikvarða. Það er mjög gott hjá honum. Sá maður er alveg til fyrirmyndar. Hann sýnir að margt er hægt að gera með sjálfstæðum hætti.
RÚV gæti verið sjálfstætt.
Ef almenningur myndi henda tölvum sínum og snjalltækjum myndu mörg vandamál leysast sjálfkrafa.
Einu sinni þegar Miðbæjarradíó var starfrækt, þá var þar mennskt starfsfólk sem pantaði fyrir mann varahluti í raftæki.
Þá var kaupmaðurinn á horninu einnig brosandi og með mennskt fólk í þjónustu.
Í stað þess að allir þurfi að gera allt sjálfir væri hægt að fá einhverja mennska þjónustu, ef við almenningur í landinu myndum gera uppreisn gegn nútímanum.
Fólk þarf bara að vera sammála um þetta og finna ráð til úrbóta, það er allt og sumt.
![]() |
Allt að 25% hækkun á áskriftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 29. mars 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 60
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 995
- Frá upphafi: 141183
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 760
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar