Mannkynið hefur misst tökin á mengunarvandanum. Bókin "Raddir vorsins þagna" á enn við.

Á unglingsárunum keypti ég þessa bók í Máli og Menningu. Líffræðikennarinn í Digranesskóla, Árni Waag vakti áhuga á ýmsu af þessu tagi.

Hjá mér fór saman tilvistarangist og mengunarangist frá ungum aldri. Síðan þegar amma dó þegar ég var 15 ára jókst sú tilvistarangist enn.

Það er mikið hægt að deila um það hvort veðurfarið hafi alltaf verið svona eða ekki. Sennilega er hægt að finna fordæmi um allt í fortíðinni, enda hafa ísaldir komið og farið og veðrabrigðin því verið á fleygiferð.

Það sem er sérstakt við okkar tíma er þetta:

1) Mannkynið er fjölmennara en nokkrusinni fyrr, að því er talið er.

2) Búsvæðum dýra og plantna fer sífellt fækkandi.

3) Flest virðist benda til þess að mengun af völdum mannkynsins hafi úrslitaáhrif í þá átt að valda óstöðugleika, sem annaðhvort endar með nýrri ísöld eða þá ofurgróðurhúsaáhrifum, ofbeldisfyllra veðri og öfgum ýmsum. Óbyggilegt verður þá á æ fleiri svæðum.

Ég samdi lög um mengun og umhverfisvernd sem unglingur. Ég notaði það sem afsökun til að þurfa ekki að vinna úr mínum eigin tilfinningum, ást, hatri, vonbrigðum, væntingum og fleiru.

Ég fékk gott klapp fyrir þessi lög á tónleikum í Menntaskólanum í Kópavogi, en hef aldrei orðið þjóðþekktur tónlistarmaður á Íslandi, enda er það svo að snobbið ríkir. Ef maður er bláfátækur og vinafár þá þykir maður ómerkilegur tónlistarmaður hvort sem það er satt eða ekki. Peningarnir gera allt mögulegt í vinsældum.

En ég hafði rétt fyrir mér, ég hafði dómgreind til að trúa réttu fólki á sínum tíma sem hélt þessu fram þótt undirtektir væru oft dræmar.

En það sem veldur fólki minnimáttarkennd er ekki vænlegt til vinsælda. Ef fólki er sagt að það sé á rangri braut verður það reitt, nema ef það er hluti af pólitískri innrætingu. Þá hlýðir fólk af skyldurækni. Stundum er það bara ekki nóg.

Einhverntímann eftir tvítugt gerði ég mér grein fyrir því að viðleitni til endurvinnslu væri kattarþvottur, og sýndarmennska, myndi ekki skila árangri.

Ég gerði mér grein fyrir því að Kína, Indland og önnur lönd væru að fara á braut meiri mengunar og iðnvæðingar, síðan Afríka og Suður Ameríka.

Ég gerði mér grein fyrir því að góða fólkið dansaði með eins og trúðar en hefði ekki nokkur tök á vandanum.

Við þekkjum undarlegt veður á Íslandi. Bara þessi vetur er stórundarlegur og minnir á eilíft haust með sínum haustlægðum frekar en hefðbundinn íslenzkan vetur.

Það má víst alveg fullyrða það, að ísöld er á næsta leiti, eða einhver annar hryllingur í veðurfari. Það gæti jafnvel orðið á allra næstu árum og áratugum, á meðan mín kynslóð er á lífi.

Ekki er skrýtið að Gréta Thunberg og margir af hennar kynslóð mótmæli.


mbl.is 40 látnir og mikil eyðilegging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.3.): 40
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 691
  • Frá upphafi: 139355

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 564
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband