Það er auðvelt að líta þannig á að Rússar séu árásaraðilinn, og að þeir hafi ráðizt á frjálst og fullvalda ríki, Úkraínu 2022. Það er jafnvel sannleikur, en fyrir suma nægir sá sannleikur ekki einn og sér vegna kringumstæðnanna, eins og proxy-stríðsins, staðgengilsstríðsins, sem Demókratar hafa látið Úkraínumenn berjast gegn Rússum fyrir sig, að minnsta kosti frá 2014 og "sæmdarbyltingunni" (ósómabyltingunni).
Nú eru Demókratar ekki við stjórnvöldinn í Bandaríkjunum, heldur forseti sem vill endurheimta dýrð Bandaríkjanna fyrir wók afturförina. Þessvegna er það eðlilegt að endurreisnin bandaríska byggist á því að slaufa þeim sem slaufuðu sem mest, Demókrötum og öllu þeirra liði.
Mér finnst það augljóst að það er Hollywoodsmiðjan í Bandaríkjunum sem hefur sigrað Úkraínumenn og Vesturlönd. Þar er draumastaðallinn sem næstum allir í heiminum sækjast eftir, fallegur maki, fallegt fólk, ríkidæmi, glansímyndir.
Úkraínumenn vilja vera Evrópumenn út af Hollywoodinnrætingunni. Rússar hafa mótað sér aðra sögu sem er í anda kristninnar, eftir fall Sovétríkjanna að minnsta kosti, sem ekki er orðin wók eins og hér í okkar heimshluta, rússneska rétttrúnaðarkirkjan er líkari upprunalegu kristninni, og þessvegna þola ekki femínistar Rússa og Pútín.
Hér er athugasemd sem ég skrifaði á blogg hjá Sigurði Hjaltested bloggara í gær, en þar eru atriði sem eiga erindi til sem flestra og því er þetta endurbirt. Vegna þess að ég get ekki orðað þetta betur þá læt ég alla athugasemdina birtast, þótt hún sé svar til annarra bloggara. En úr því að sama fólkið les oft bloggin hjá okkur mörgum sem erum að tjá okkur, þá held ég að flestir skilji samhengið, kannist við hver Glúmm er og aðrir sem ég minnist á í athugasemdinni:
Glúmm ég verð að hrósa þér að þú hljómar örlítið betur en Vagn, ég hélt að hann hefði fundið annað dulnefni til að nota.
Þér er kannski alveg sama um proxy-stríð Demókrata og ESB-elítunnar, staðgengilsstríð, þar sem auðtrúa Úkraínumenn eru látnir berjast fyrir heimskulegan femínisma okkar. Það finnst mér grimmd og óverjanlegt.
Ég vil bara segja að við Íslendingar erum ekki fullvalda þjóð og það eru ennþá síður þjóðirnar í ESB.
Þjóð er skilgreind sem hópur manna (og kvenna þar með) sem talar sama tungumál og hefur sama uppruna.
Við Íslendingar erum að tapa hvoru tveggja og eiginlega allar þjóðir í ESB líka.
ESB sambandið er eitur, og það er líka NATÓ og fleiri alþjóðastofnanir.
Tungumálin í Evrópu glatast og enska tekur yfir, og loks kínverska, eða annað mál þess fólk sem lifir af og yfirtekur þessar gömlu, deyjandi þjóðir.
Þjóð sem fremur fjöldasjálfsmorð er ekki sjálfstæð eða frjáls, þótt einstaklingarnir sem tilheyra henni blekki sig til að trúa því.
Til að vera frjáls og sjálfstæð þjóð þar sem fullveldið er virt og ríkir, þar verður þjóðin að hafa tækifæri til að verja sig, fjölga sér svo mikið að hún deyi ekki út, og viðhalda tungumálinu. Okkar fullveldi er 100% blekking. Við erum leidd í ósýnilega gasklefa.
Lesið greinarnar eftir Guðjón Hreinberg. Hann útskýrir hvernig marxistar hafa alla 20. öldina verið með samsærisáætlanir um að grafa undan fjölskyldunni, hefðunum, trúnni og öðru sem tilheyrir Vesturlöndum.
Mér finnst sigur Rússa EKKI vera það ákjósanlegasta. En þegar okkar þjóðfélag er verra og úrkynjað, þá er ég til í slíkar breytingar.
Tek alveg 100% undir það sem Jóhann skrifar um landráð.
Það er löngu búið að gera íslenzk lög ógild. Það var byrjað að gera það 1995 með inngöngunni í EES.
Hér lýkur endurbirtingu athugasemdarinnar, sem ég skrifaði í gær.
Að lokum vil ég segja að þessi þrjózka í Selenskí er með ólíkindum. Þetta snýst ekki um sjálfstæði Úkraínu. Þeirra lífsgæði verða ekki endilega verri undir stjórn Rússa, ef þeir geta lifað í sátt og samlyndi og ef Bandaríkin gera viðskiptasamning við Rússa og þar kemst aftur á sem mest velmegun.
Rússar eru að berjast fyrir allt mannkynið. Rússar boða mennskuna og vilja gera okkur geimverurnar og vélmennin aftur mennsk. Rússar eru frelsendurnir, við erum andsetin af Medúsu eða slíkum hryllingi.
![]() |
Selenskí: Þurfum á stuðningi Trumps að halda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 2. mars 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.3.): 42
- Sl. sólarhring: 110
- Sl. viku: 719
- Frá upphafi: 137582
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 522
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar