13.3.2025 | 00:17
Flokkurinn sem boðar að Trump megi kaupa Grænland er orðinn næststærstur á Grænlandi, 24.5% Það eru stór tíðindi
Oft er eitthvað sagt í framhjáhlaupi á RÚV sem vekur áhuga minn, eins og þegar fréttaskýrandinn sagði að flokkurinn sem vildi leyfa Trump að kaupa Grænland væri orðinn næststærstur. Ég var ekki viss um að ég hefði numið þetta rétt, en engu að síður kemur þetta líka fram í fréttinni sem tengd er við bloggið, svo augljóst er þetta.
Naleraq tvöfaldaði fylgi sitt, úr 12% í 24.% prósent, en Demokraatit er stærstur, með 29.9%. Þannig að þótt Björn Bjarnason hafi skrifað að "Grænlendingar hafi ekki áhuga á að kasta sér í fangið á Trump," þá mætti samt fullyrða að mikill og vaxandi áhugi sér á einmitt því meðal Grænlendinga, og að næststærsti flokkurinn hafi það á stefnuskrá sinni, Naleraq. Það er þó rétt að hægrisveifla er í Grænlandi, því ég trúi Birni Bjarnasyni að Demokraatit sé frjálslyndur hægriflokkur.
Þegar allt kemur til alls þá hefur áhugi Trumps á að kaupa Grænland verið eins og vítamínsprauta í sjálfstæðisbaráttu þeirra, og áhuginn erlendis frá staðfestir það að Grænlendingar eru komnir vel á heimskortið með aðstoð Trumps.
Hér er því enn ein sönnunin fyrir því að óvinir og hatursmenn Trumps og hans stjórnmála fara síður en svo með rétt mál nema stundum.
![]() |
Demokraatit sigurvegari kosninganna á Grænlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 13. mars 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Til að losna við wókið þarf MJÖG mikla hægriritskoðun. Wókið ...
- Verða þínar vélar farnar? Ljóð frá 20. nóvember 2015.
- Það er nauðsynlegt að líta 30 ár til baka til að skilja breyt...
- Sjálfskaði vegna vinstriranghugmynda og narsisismi vinstrisins
- 300 milljónir fyrir einbýlishús í Fossvogi - hús og íbúðir - ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 21
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 849
- Frá upphafi: 158736
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 565
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar