Það eru ekki fræðingar sem geta bætt íslenzka menningu, aðeins almenningur

Það hefur ekki farið framhjá neinum að svona skuggalegum atburðum fer fjölgandi á okkar sundraða landi. "Að ósi skal á stemma" segir orðtækið, og það merkir að ekki þýðir að taka á afleiðingum vandans heldur orsökunum.

Endalaust er hægt að fjölga í lögreglunni ef sundrung vex í okkar samfélagi og ólga. Oft er það svo að mannúðin skilur eftir sig upplausn, en reglufestan hirðir ekki um slíkar ýtrustu kröftur alltaf.

Maður veltir fyrir sér hvers vegna það er ein aðalfréttin í Stöð 2 og á RÚV í gær að transmanneskja hættir við ferð til Bandaríkjanna vegna stefnu núverandi stjórnvalda. Er þetta eitthvað sem íslenzka þjóðin ræður við? Hvers vegna er verið að jafna svona fréttum við manndráp, þegar þessar fréttir eru mest áberandi í fréttum kvöldsins?

Ég hef oft sagt og skrifað að maður þarf ekki að vera trúarnörd til að vilja hóflega íhaldssemi á þessu landi. Ekki aðeins það, heldur er það annað að íhaldssemi var hér áður fyrr ekki bundin við hægristefnuna, því Alþýðubandalagið var einn helzti íhaldsflokkur landsins, með firna sterkar áherzlur í málrækt, landvernd og menningarmálum.

Vinstri grænir skröttuðust til að brenna alla þá arfleifð til grunna með öfgafemínisma og þurfa því að byrja á grunninum aftur.

Fólkið þarf sjálft að leita til fortíðarinnar, alveg eins og gerðist í Bandaríkjunum.

Trúarbrögðin kenna okkur margt því þar er vizka aldanna, fyrri kynslóða saman komin.


mbl.is Rannsaka manndráp á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.3.): 23
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 627
  • Frá upphafi: 138513

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 406
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband