Forsetaembættið er orðið pólitískt, byrjaði sennilega með Ólafi Ragnari, þótt hann hafi verið einn okkar bezti forseti

Gústaf Adolf skrifar um þetta í dag og er ég honum sammála. Ég ber mikla virðingu fyrir honum þar sem hann lýsti ástandinu í Svíþjóð rétt áður en aðrir gerðu það, á Útvarpi Sögu í viðtölum við Arnþrúði.

Mér finnst að Gústaf Adolf eins og Haukur Hauksson sem talaði frá Rússlandi hafi gert Útvarp Sögu að góðri stöð, betri en hún hefði ella verið, þeir tveir voru ekki aðeins með fréttir sem vöktu til umhugsunar, heldur umfjöllun um önnur mál sem var þroskandi fyrir mig og fleiri.

Annars var ég búinn að ákveða að fjalla um þetta í dag, ræðu Höllu forseta, sem ég heyrði brot af í fréttatímunum í gær. Mér finnst bara rétt að taka undir með frægari bloggurum en ég er svona í upphafi.

Þegar ég hlustaði á þetta sem var flutt í RÚV úr ræðu Höllu forseta, þá fór ég að rifja upp Vigdísi forseta og hvað hún var ópólitísk í ræðum, og ég fór að velta fyrir mér að þegar Halla var kosin þá sagði einhver álitsgjafi í RÚV að nú hafi þjóðin kosið sér Vigdísar-Finnbogadóttur-móðurlegan-ömmulegan-landsmóðurlegan-Fjallkonulegan-týpu-sem forseta, en þegar Guðni var kosinn hafi þjóðin kosið Kristjáns-Eldjárns-týpu-kennararalegan-föðurlegan-landsföðurlegan-fræðilegan-forseta.

En þá fór ég líka að bera þær Vigdísi og Höllu saman og ræðurnar þeirra. Ég fór einnig að rifja upp dýrkun ömmu minnar á Kristjáni forseta og þeim sem voru á undan honum, sem ég var of ungur til að heyra ræðurnar frá.

Ég held að ræðurnar hennar Vigdísar hafi allar verið mjög ópólitískar. Hún talaði vítt og breitt, mikið um landið, Íslandssöguna, fornkappana, gildin okkar, kristnu trúna og slíkt. Hún skipti sér ekki af nútímapólitík.

Ólafur Ragnar gerði það lítið í ræðum, en örlítið eins og þegar hann hyllti útrásarvíkingana og var kallaður klappstýrir þeirra í hruninu af pólitískum andstæðingum. Helzt breytti Ólafur Ragnar embættinu með því að virkja ákvæðið um víkja lögum til þjóðarinnar með forsetavaldi.

Nú brá svo við að þegar Guðni Th. Jóhannesson varð forseti þá varð hann mjög "wók" forseti og vinstrisinnaður, hann talaði mikið fyrir fjölmenningu, og vinstrielítan bókstaflega dýrkaði hann fyrir vikið.

Halla forseti talaði líka dálítið þannig í gær.

Ræða Höllu var dæmigerð Elíturæða, og Davos-dýrkunarræða, WEF-dýrkunarræða.

En munurinn á henni og Guðna er samt mikill.

Þegar Guðni talaði þá fannst mér hann gera það á eigin vegum, eins og hann væri að lýsa eigin skoðunum. Þessvegna gat ég ekki annað en fyrirgefið honum þótt ég væri ósammála honum.

Halla forseti talar öðruvísi, eins og sú sem valdið hefur.

Hún ávítar, hún gagnrýnir. Guðni var eins og lítill strákur sem segir hvað honum finnst, Halla forseti minnir á ávítandi yfirvald.

Svo er líka annað.

Mér fannst orð Höllu forseta ankannaleg, mér fannst hún tala fyrir lítinn hóp en ekki fyrir fjöldann. Mér fannst hún tala fyrir munn menntamanna og þeirra sem hafa forframazt og auðgazt í útlöndum frekar en hvert mannsbarn á landinu sem hefur mismunandi bakgrunn af mörgum ólíkum ástæðum, ekki bara frá mörgum löndum, heldur mismunandi stéttastöðu innlenda.

Það er eitt í þessu líka annað.

Bara fyrir örfáum árum þegar Guðni forseti talaði á þennan veg, þá var þetta ekki komið mikið uppá yfirborðið í umræðunni á Íslandi, um alþjóðastofnanir og hvernig skuggahliðar eru á þeim jafnan.

Hinsvegar núna þegar Halla forseti sagði þetta í ræðunni í gær og talaði um Trump, gagnrýndi hann og alþjóðlega þróun, þá fannst manni hún tala holum rómi og útí tómið án stuðnings þjóðarinnar allrar.


mbl.is Alþingi sett: Forseti vitnaði í norskt orðatiltæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.2.): 78
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 946
  • Frá upphafi: 134944

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband