Ég horfði á Silfrið þar sem Áslaug og Guðrún voru í kappræðum. Ég tók eftir því að mismunur var á framboðsræðum þeirra. Áslaug var með allskonar lítil loforð og frasa sem hún rökstuddi ekki af innlifun, en Guðrún var með færri mál sem hún virtist sannfærðari fyrir og því meira traustvekjandi sem þroskuð manneskja.
Áslaug Arna talaði mjög almennt í Silfrinu. Hún talaði um gildi þeirra sem eldri eru og líka þeirra sem yngri eru. Hún gerir sér grein fyrir því að í Sjálfstæðisflokknum rúmast margar skoðanir. Hún útskýrði samt ekki nákvæmlega hvernig hún vill koma til móts við alla, og hún var heldur ekki sannfærandi um að hún gæti það.
Bara ef maður túlkar hvaða fylgi hún hefur þá sér maður að hún er að tala inní hóp femínista, vinstrisinna, jafnaðarmanna, Evrópukrata og unglinga frekar en til allra. Enda var grein um það í DV nýlega að vélmenni - sem er hlutlaust - gervigreind - sem hefur ekki tilfinningar en kemur með niðurstöðu byggða á upplýsingum eingöngu, kom með þá niðurstaða að hún væri að tala inní lítinn hóp femínista en Guðrún væri með breiðari málflutning.
Ég er nokkuð viss um að íhaldsfylgið muni endanlega hrynja af Sjálfstæðisflokknum ef hún verður kosin formaður eftir tæplega viku. Það er nokkuð sem er ekki hollt fyrir flokkinn á þessum krísutímum, því það er grunnfylgið og kjarnafylgið.
Ég tel að Guðrún gæti kannski orðið skárri, en ég á erfitt með að ímynda mér að hún geti híft flokkinn uppí 40% fylgi frekar en Áslaug.
En alveg eins og skoðanakannanir sýna þá hefur Guðrún ívið meira fylgi og auk þess breiðara fylgi þvert á flokka og aldursbil.
Því má telja líklegt að hún verði næsti formaður.
En hvor þeirra sem verður fyrir valinu, það verður ekki auðvelt að gera flokkinn aftur að þeirri breiðfylkingu sem hann var.
![]() |
Fullt út úr dyrum hjá Áslaugu Örnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. febrúar 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Ég ber hæfilegt traust til beggja kvennanna en efast líka tal...
- Leikritið heldur áfram, þar til blekkingin fellur til fulls
- Sköpunarsaga Biblíunnar, Genesis kemur frá norrænu fólki sem ...
- Fáein orð í keltnesku, gaulversku. Kennsluþáttur í útdauðu má...
- Jafnaðarfasismanum var komið á með því að neyða fólk til að f...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.2.): 42
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 705
- Frá upphafi: 136905
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 558
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar