Ég var farinn að búast við því að nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu færu þingmenn innan hans að tjá sig frjálslegar og ekki eftir beinni línu sem myndast til að halda saman ríkisstjórn.
Sérstaklega er ég að tala um Donald Trump og Bandaríkin og mildari stefnu gagnvart honum og jafnvel Rússlandi og Pútín, það er tæplega hægt að búast við þannig stefnubreytingu hjá jafnaðarfólki og vinstrafólki, sem hefur reyrt sig fast á sinni röngu línu.
En úr því að Donald Trump reif Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum upp úr lægð og lélegu fylgi þá hefði ég haldið að forystufólk í Sjálfstæðisflokknum vildu draga ályktanir af því og læra eitthvað. Sérstaklega vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er systurflokkur Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.
Það skal viðurkennast að ég hef tekið eftir því að fólk talar ekki lengur um Donald Trump sem fávita og vitleysing heldur öfgamann og það er skárra, framför.
En þegar Diljá Mist kom í fréttatímanum, upptaka frá þinginu, og var eitthvað að kenna Trump við fasisma þá fannst mér það heldur lélegt. Þessi rispaða plata er orðin svo slitin hjá þeim Trumphöturunum að hún fer að verða spiluð í gegn og má þá heyra annað lag á hinni hliðinni!
Ef konur vilja að maður láti af kvenhatri og kvenfyrirlitningu sem þær kalla svo, þá ættu þær að haga sér þannig að þær hlusti á rök og þroskist af þeim, þær sem þola ekki aðrar skoðanir en þær hafa sjálfar lært af einhverjum meðvirkum femínistum.
![]() |
Hafna yfirlýsingum Trumps með öllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 21. febrúar 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Til að losna við wókið þarf MJÖG mikla hægriritskoðun. Wókið ...
- Verða þínar vélar farnar? Ljóð frá 20. nóvember 2015.
- Það er nauðsynlegt að líta 30 ár til baka til að skilja breyt...
- Sjálfskaði vegna vinstriranghugmynda og narsisismi vinstrisins
- 300 milljónir fyrir einbýlishús í Fossvogi - hús og íbúðir - ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 98
- Sl. sólarhring: 109
- Sl. viku: 926
- Frá upphafi: 158813
Annað
- Innlit í dag: 66
- Innlit sl. viku: 618
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar