12.2.2025 | 01:10
Kælingu skorti í langan tíma, þetta er í annað skipti sem slíkt kemur í fréttum. Mannlegri færni hefur farið mikið aftur á skömmum tíma
Það er merkilegt að á okkar hátæknitímum skuli vera meira um matareitranir þennan vetur sem er að líða í fréttum en áratugina á undan. Er það tilviljun eða er það merki um trassaskap og hnignun í færni fólksins sem er treyst fyrir þessu?
Í þessu tilfelli eins og með leikskólaeitrunina kemur fram að tími var látinn líða áður en matarins var neytt þar sem bakteríur fengu tíma til að grassera.
Maður hlýtur af þessu að álykta að vandvirkni sé að minnka og fagmennska á undanhaldi.
Raunar finnst mér það ekki skrýtið.
Ef maður athugar tilhneigingu nútímafólks þá er hún mjög mikið í þá átt að halda að gamlar hefðir og reglur eða siðir trúarbragðanna sé eitthvað sem sé einskisnýtt. Til dæmis að margir halda að það séu fordómar að halda því fram að kynin séu tvö. Hvernig geta það verið fordómar sem er stutt af vísindunum og augljósum athugunum og upplifunum, nema ákveðinna einstaklinga sem viljandi eða óviljandi upplifa veruleikann öðruvísi?
En það er á fleiri sviðum sem fólk kallar margt fordóma sem áður þótti rétt.
Til dæmis þetta með kynþættina, að áður þótti rétt að fyrst ætti að huga að réttindum "þjóðarinnar", ekki einhverra sem eru fjarri. Það ætti ekki að þurfa að kalla slíkt fordóma heldur "rakhníf Ockhams", að það sé augljós kostur.
Vegna þess að lengi hefur verið í tízku að afneita því að til séu kynþættir, þá tek ég fram að hvort sem fólk er ósammála að slíkt hugtak lýsi veruleikanum eða ekki, þá er hugtakið notað til að lýsa mismunandi menningu og útliti og er gilt sem slíkt.
Síðan er það með uppeldi barna. Eitt sinn var talið algilt að þau ætti að beita aga, og að virða ætti eldra fólk því það hefði meiri reynzlu og þroska. Augljóst er sú viðleitni að hunza þetta, sérstaklega á Íslandi, þegar æ yngri ráðherrar koma fram, nú af tveimur kynjum, en ég efast ekki um að í framtíðinni verða þeir af öllum kynjum og kynþáttum, frá sem flestum löndum og menningarheimum.
Bandaríkin verða að teljast stærsta fjölmenningartilraun jarðarinnar, á þekktum tíma, eða svo virðist vera. Bandaríkin voru leiðandi í frelsi og fjölmenningu.
Samt eru Bandaríkin núna orðin leiðandi í íhaldssemi og að standa á bremsunni, fara til fortíðarinnar, afneita mistökum fortíðarinnar. Nema það á ekki við um Ísland eða Evrópu. Enda eru Evrópulöndin á leiðinni inní meiri hnignun og kreppu en önnur lönd og aðrar þjóðir, að því er virðist.
Kannski var Sómdóma og Gómorra stærsta frjálslyndistilraun fortíðarinnar. Drottinn eyddi þeim borgum samkvæmt Biblíunni. Hvernig fer þá fyrir vestrænu samfélagi?
Það sem vinstrimenn hamra á sem fordómum sem eyðileggi allt og alla, það eru hefðir og venjur í mörgum tilfellum sem bjarga og hjálpa, halda samfélögum á réttri braut.
Feðraveldið er dæmi um gott fyrirbæri sem úthrópað er sem fordómafyrirbæri nú til dags.
![]() |
E. coli fannst í svínasultunni: Ekkert starfsleyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 12. febrúar 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.2.): 28
- Sl. sólarhring: 139
- Sl. viku: 556
- Frá upphafi: 135537
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 481
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar