Svaraverðir menn, þeir sem styðja lífstefnu en ekki helstefnu

Vegna þess að ég er sammála nýjum pistli Rúnars Kristjánssonar gegn fóstureyðingum þá vil ég koma með vinsamlega ábendingu til hans og leiðréttingu þegar hann veður í þeirri villu og svíma að ekki sé til nein heiðin siðfræði, undir lok pistilsins.

Það er alveg rétt hjá honum að fóstureyðingar eru hin mesta svívirða. Það er einnig rétt að til forna voru þær tengdar við heiðna trú og jafnvel enn, þar sem virðing fyrir lífinu ófæddu eða fæddu er áberandi eiginleiki kristninnar, sé hún rétt stunduð, en mikið vantar upp á það núorðið, og fátt orðið eftir annað en hræsni.

Þótt fræðimenn efist um að Mólok sé eða hafi verið raunverulegur og heiðinn guð þá er það vissulega rétt að börnum var fórnað og er kannski enn fórnað, ef Guðjón Hreinberg hefur rétt fyrir sér, og flokkar slíkt með sprautuskaðanum.

Gyðingar hafa einnig sjálfir verið sakaðir um ýmsan ósóma eins og þennan, og endanlegar sannanir liggja ekki fyrir hver gerði hvað.

Þótt wikipedia viðurkenni ekki Mólok sem heiðinn guð sem heimildir styðja að hafi verið til, þá er mögulegt að það sé rangt.

Aztekar og fleiri indíánaþjóðir fórnuðu börnum. Sumir fræðimenn telja að mólok hafi verið orð yfir fórnfæringar á börnum í Ísrael og Júdeu til forna, frá kaananískum tímum, og fram að tíma Josiah, 640-609 fyrir Krist. Ef þessir fræðimenn hafa rétt fyrir sér er því ekki hægt að klína þessari synd á heiðingjana eina, heldur einnig á Gyðingana upphaflega.

Í Karþagó var einnig börnum fórnað og sagnfræðingar viðurkenna það.

Afríka á einnig langa sögu fórnarsiða af þessu og öðru tagi eins og lesa má um í wikipediu undir "Child sacrifice" leitarorðinu.

Sannleikurinn er sá að það er til margskonar heiðin siðfræði.

Ef lesandinn myndi leita að skilgreiningu á orðinu siðfræði kæmi í ljós að ég hef rétt fyrir mér, til er allskonar siðfræði.

Það er því aðeins vantþekking og fordómur að segja að ekki sé til nein heiðin siðfræði.

Siðfræði segir til um hvað er rangt og rétt og hvað er samkvæmt trúnni eða siðnum. Þessvegna er Ásatrú nútímans kölluð "Vor siður", því hún inniheldur meira en trú á Þór og Óðin, hún inniheldur allskonar ólík viðhorf, sem eiga það sameiginlegt að vera ekki kristin trú, eða bundin á þann einfalda klafa.

Rúnar Kristjánsson hefur algjörlega rétt fyrir sér með það að hnignun Vesturlanda er staðreynd og hnignun kristilegs siðferðis er óumdeild.

En það ýtir ekki undir sigur kristninnar eða hefðbundinna gilda að ráðast á heiðin trúarbrögð eingöngu, því auðvitað er þetta flóknara en svo.

Hugmyndin um jafnrétti og jöfnuð er í andstöðu við boðskap kristninnar. Kommúnismi er bara önnur tegund af þessum satanisma, sem náði vinsældum eftir frönsku byltinguna 1789, en Bandaríkin voru auðvitað stofnuð á svipuðum grunni.

Það er hægt að tala um lágmarksréttlæti, en menn geta aldrei orðið allir eins og menn geta aldrei orðið jafnir, því menn fæðast mismunandi og stéttir eru staðreynd og þær verður aldrei hægt að þurrka algjörlega út. Sjálf náttúran byggist á ójöfnuði, og hún er sterkari en mannasetningar eins og húmanismi eða jafnrétti.

Talíbanar í Afganistan eru þeir einu sem viðhalda stjórnarfari sem ætti að viðurkenna og læra af. Þar enda fjölgar fólki en því fækkar sérstaklega þar sem jöfnuður og kvenréttindi ríkja.

Það er bara þekkingarleysi að viðurkenna ekki fjölbreytileika heiðinna siðfræðitegunda.

Í Kastljósi í gær var fjallað um fæðingatíðni í frjálsu falli hér eins og annarsstaðar. Þar var fjallað um minnkandi vilja fólks til að eignast börn, og afsakanir sem notaðar eru. Eigingirnin er þó mest áberandi, að lifa eins og hídonisti og vilja ekki skapa neitt eða elska svo úr verði barn.

Þetta er frekar einfalt og auðskiljanlegt ef fólk hefur ekki fyrirframsannfæringar sem hindra rökréttar ályktanir eða að samþykkja réttar útskýringar.

Fólk sem setur sjálft sig í fyrsta sætið það hefur ekki pláss fyrir börn eða maka.

Fókusinn hefur verið að færast frá gildum, eins og til dæmis sæmdarskyldu, þegnskyldu, þjóðernishyggju og fleiru að egóisma almennum og algildum.

Til að snúa þessu við þarf að breyta uppeldinu, læra af Talíbönum og kynslóðum fyrir meira en 100 árum hér á Íslandi.

Það þarf að mótmæla femínistum og wókistum. Það þarf að koma þeim og öðrum í skilning um að þeirra viðhorf eru bara viðhorf, en ekki neitt sem á sjálfkrafa að stjórna öllum öðrum.

Þegar börn og fullorðnir munu lifa samkvæmt því að við þurfum að sinna skyldum og ekki aðeins auka gleði okkar, þá verða ýmsir hlutir séðir í öðru ljósi eins og mikilvægi barneigna til að viðhalda stofninum.

Viljinn er heldur ekki einkaeign okkar. Maður getur þroskazt mikið á því að vera heiðinn maður. Þá skilur maður að til er guð sem heitir Vili. Sagt er að fá honum komi allur vilji, hvort sem hann er myrkur eða bjartur. Læt það nægja að sinni, ekki nógu margir bera virðingu fyrir þessu.

En ég minni á þetta hér til að mótmæla þeirri algengu firru í fólki að viljinn komi ekki utanfrá, og að allt sem manni dettur í hug sé manns eign.

Rúnar Kristjánsson fær þökk mína og virðingu fyrir góða og vekjandi pistla oft, þótt ekki sé ég alveg alltaf þeirrar skoðunar.


Bloggfærslur 2. október 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 11
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 586
  • Frá upphafi: 159726

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 450
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband