3.1.2025 | 01:31
Nútímalegri ríkisstjórn en áður, tvímælalaust. En framtíðin gæti komið á óvart og krafizt leiðtoga á hernaðarsviðinu sem er til í allt
Þrátt fyrir að með útþurrkun VG gæti mörgum virzt sem rof hafi orðið í framgangi þeirra stefnumála á þingi, þá má sjá að með tilvist Viðreisnar og þátttöku í þessari stjórn verður vel séð um einn málaflokk áfram í anda VG, það er að segja að huga að baráttumálum og hagsmunamálum hinseginfólks - eða svo virðist vera samkvæmt yfirlýstingum sumra í Viðreisn.
Þar af leiðandi eru býsna litlar líkur á því að Þorbjörg Sigríður víki hálfnöfnu sinni úr ríkissaksóknaraembættinu eins og kröfur eru um, miðað við virka í athugasemdum í DV - eða það skyldi maður halda þótt ekkert sé víst í þeim efnum auðvitað því fólk getur komið á óvart.
Ísland er svo lítið að maður þekkir marga, eða þekkir til þeirra, og svo er maður kannski mannþekkjari líka.
Faðir hennar (Þorbjargar Sigríðar dómsmálaráðherra), kenndi góðum vini mínum í Guðfræðideild Háskólans, og hann mun vera afkomandi Sigvalda Kaldalóns tónskálds. Þeir Þorgils og Gunnlaugur þekkjast vel og ég þekki Gunnlaug nokkuð.
Mér finnst Þorbjörg Sigríður viðkunnanleg og skynsöm, eftir því að dæma sem maður hefur heyrt hana tjá sig við fjölmiðlafólk.
Það að hún skuli hafa ráðið Jakob Birgisson og Þórólf Heiðar Þorsteinsson sem aðstoðarmenn sína, en annar þeirra er uppistandari, finnst mér bera henni gott vitni, að hún meti fólk að verðleikum þótt það komið víða að, sem mér finnst kostur.
Að ráðherra skuli hafa húmor, og dómsmálaráðherra að auki, það er nokkur nýlunda finnst manni! En pabbi hennar hefur húmor, það veit ég.
Ingileif verður hinsvegar aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Þorgerðar. Ingileif er vel þekkt úr fjölmiðlum, þáttastjórnandi úr RÚV, til dæmis en þekktur úr fjölmiðlum er Jakob líka. Jakob er að minnsta kosti fastagestur Gísla Marteins á RÚV, í Vikunni hans og Berglindar festivals, þannig að Viðreisnarfólkið styður sig mjög mikið við "fræga" samkvæmt þessu.
Ég er mjög spenntur fyrir þessari nýju ríkisstjórn og hvernig búið er að endurnýja ýmislegt, komin mjög umburðarlynd viðhorf.
Þorgbjörg Sigríður er eiginlega af minni kynslóð, hún er örfáum árum yngri en ég. Frjálslyndi er það sem ég þekki úr mínum árgangi - þótt sjálfur hafi ég ekki alizt upp við slíkt hjá ömmu minni eins og ég hef oft fjallað um.
En þótt Þorbjörg dómsmálaráðherra sé vafalaust mjög frjálslynd, þá þekkir hún líka gömlu hefðirnar og kirkjuna, frá heimili sínu. Þetta er áhugaverð blanda, og mér finnst spennandi hvort hún verður réttlát og víðsýn í störfum sínum, og hljóti virðingu landsmanna eða ekki þegar fram líða stundir.
Annars er það ekki þetta sem ég ætlaði að blogga um, þetta eru bara vangaveltur út af skyldu máli, fólki sem ég kannast við eða kann deili á.
Það sem ég vil fjalla um er af hverju ég er jákvæður útí að Ísland gangi í ESB.
Nei, það er ekki svo einfalt að ég sé hlynntur því að Íslandi gangi í ESB eða ekki. Mínar skoðanir og tilfinningar eru þversagnakenndar og því getur verið vinna að útskýra þær nánar.
Það má segja að afstaða mín til ESB geymi jákvæðar og neikvæðar hliðar.
Þegar ég gaf út hljómdiskinn "Ísland skal aría griðland" árið 2009, þá má vera að sumum hafi fundizt ég þar lýsa argasta þjóðernisíhaldi og nazisma, þar var jú lagið "Adolf Hitler", og einnig lagið "Ísland skal aría griðland". En árið eftir, 2010 gaf ég út diskinn:"Ísland fyrir útlendinga", þannig að skoðanir mínar eru býsna þversagnakenndar í þessu eins og mörgu öðru.
Föðurfjölskylda mín er tengd Alþýðuflokknum gamla og Samfylkingunni, væntanlega þá líka Viðreisn. Pabbi er í grunninn ESB sinni en það er mamma ekki.
Valgerður systir mín hefur unnið að ESB málum, enda þannig menntuð. Þannig að vissulega á ég fólk í mínum ættum sem hefur allskonar skoðanir.
En öll þessi tengsl mín við fólk þau ráða því ekki endanlega hvaða skoðanir ég hef sjálfur, hvort sem það fólk er mikið náið mér eða lítið eða ekkert.
Þegar ég las Nýala dr. Helga Pjeturss almennilega, spjaldanna á milli og jafnvel oft, las þá mér til gagns, árið 1989, þá hreifst ég af ýmsu í þeim bókum. Til dæmis hélt hann því fram eins og margir að frá Íslandi kæmi mannkynsfrelsari, eins og Ástþór Magnússon hefur stundum haldið fram, og margir fleiri, og bækur merkilegar hafa líka verið skrifaðar um það.
Þegar ég gaf út "Ísland skal aría griðland" 2009 bjóst ég við að sá alheimsfrelsari á Íslandi kæmi fram á stjórnmálasviðinu sem forystumaður þjóðernishyggjunnar.
Ég hef uppfært mínar skoðanir að nokkru.
Hér á Íslandi er ekki forystufólk og hér verður ekki forystufólk því það er troðið niður í svaðið, bæði í skólakerfinu og utan þess. Ógreindir, meðalgreindir (eins og Georg Bjarnfreðarson orðaði þetta, grínfígúrans hans Jóns Gnarr), eru teknir fram yfir snillingana. Á því verður ekki eða varla breyting, úr því að RÚV leiðir þá stefnu, og RÚV dáleiðir Íslendinga, en þjóð okkar mætti helzt líkja við hjörð af hálfvitum sem minnir meira á kindur á bás en hugsandi eða sjálfstæða einstaklinga, nema í niðurlægingu og heimsku, og sjálfseyðileggingu.
Nú tel ég að ef mannkynsfrelsari kemur fram á Íslandi, þá verði hann sauður í meðalgreindri hjörð eða nautheimskri. Líklegt er að það verði þingmaður þegar Ísland er gengið í ESB. Það gæti verið að það yrði kannski aðeins meira en meðalgreindur fáviti, sem komi fram með eitthvað aðeins meira en hakkavélarheimspekina í ESB.
Eða svo ég orði þetta á málfari sem fleiri skilja:
Ef spáin rætist um mannkynsfrelsara sem komi frá Íslandi, þá gæti það verið að það verði einhver sem hjálpi Evrópu útúr þeim vandræðum sem hún er í.
Hvernig er það raunhæft að svo fjölmenn hjörð sem ESB er og löndin innan þess færu að taka mark á einhverjum frá svo fámennri þjóð og þá hversvegna?
Það er allt mögulegt.
Segjum sem svo að Ísland yrði gengið í ESB eftir 5-10 ár.
Á upplausnartímum gerast skrýtnir og óvæntir hlutir, ófyrirséðir.
Ég veit ekki hvernig Evrópusambandið þróast, en bæði er mögulegt að stríð séu í uppsiglingu sem verði meiri en þau sem við þekkjum úr nútímanum. Ný bandalög, ný landamæri, nýjar hugsjónir. Kannski hálfvélmenni sem aðalhermenn? Fjórða iðnbyltingin og róbótavæðingin, þetta er ekki utan við svið þess mögulega, ef maður hefur trú á tækniþróun örri áfram.
Spádómar Nostradamusar eru mjög óljósir. Þeir bjóða upp á svona túlkanir líka. Sumir hafa túlkað hans spádóma þannig að leiðtogi komi frá Íslandi.
Við höfum öll heyrt friðarboðskap, sameiningarboðskap, stríðsboðskap og allt þar á milli.
Hvað gæti þá orðið nýtt sem slíkur alheimsleiðtogi gæti komið fram með, sem kæmi frá Íslandi?
Ef ísöld kemur, vegna hamfarahlýnunar, þá þarf leiðtoga sem kemur með djarfar og kannski óþægilegar lausnir. Ef stríð og mannfall bíða í framtíðinni, þá er mögulegt að leiðtogi komi frá fámennri þjóð.
Í fámenninu eins og hér á Íslandi þróast einstaklingshyggjan jafnvel betur en meðal fjölmennra þjóða. Það þýðir að þetta er mögulegt, að svona spádómar rætist.
Skoðanakannanir sýna að það er sennilega vaxandi hópur Íslendinga sem vill fara inní ESB.
En það verða átök um þetta í framtíðinni - og á þessu kjörtímabili sem er nýhafið.
Ingileif ráðin aðstoðarmaður Þorgerðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. janúar 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 18
- Sl. sólarhring: 109
- Sl. viku: 896
- Frá upphafi: 131590
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 702
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar