28.1.2025 | 16:02
Við lifum í þjófabæli - þjófaþjóðfélagi og fjöldamorðingjaþjóðfélagi þar sem elítan hefur rænt 99% auðæva, og er 1% mannkynsins
Mistök eða afbrot Ingu Sæland breyta ekki afleitri stöðu Sjálfstæðisflokksins. Jafnvel að fella núverandi ríkisstjórn færir ekki Sjálfstæðisflokkinn 20 ár aftur í tímann til þess yfirburðafylgis sem flokkurinn hafði þá.
Breyzkleiki Ingu Sæland - VG og Sjálfstæðisflokkurinn breyttu sinni skráningu aðeins fyrr en Flokkur fólksins.
Hér er ég sammála vinstrimönnum en ekki hægrimönnum með Ingu Sæland.
Ég fæ stuðning sjálfs Egils Helgasonar, sem samkvæmt DV hefur skrifað á Fésbók sinni til varnar Ingu Sæland. Sjá DV frétt:"Egill (Helgason) telur að mál Flokks fólksins sé stormur í vatnsglasi - Hallgrímur (Helgason) segir að Inga sæti stöðugu einelti".
Ég mun aldrei kjósa Arnar Þór Jónsson eða aðra sem ráðast á Ingu Sæland héðan af. Hún hefur kjark til að ráðast gegn þessu 1% sem á 99% af öllum peningum mannkynsins og reynt er að hengja hana í lagakrókum glæpahyskis þessvegna.
Eftir að hann skrifaði færsluna:"Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk" fór mér ekki að lítast á blikuna með hann eða aðra sem ráðast á Ingu Sæland.
Ég hef skrifað vinsamlegar athugasemdir hjá honum, en ég þykist viss um það núna að hann sé jafn spilltur og þetta fólk sem kemst til valda og gagnrýnir aðeins þegar það er í stjórnarandstöðu.
Þetta er nýjasta herkænskubragðið hjá tapsárum sjálfstæðismönnum hvort sem þeir eru í móðurskipinu eða dreifðir útum allar jarðir.
Með þessu hyggjast þeir sprengja ríkisstjórnina og troða sér aftur inní ríkisstjórn.
En þeir frömdu pólitískt sjálfsmorð með því að móðga og styggja alla sem hafa hæfileika í flokknum, og láta strengjabrúður til valda.
Ég vil frekar vera rugludallur og pólitískur froðusnakkur en Elítudýrkandi.
Lög landsins eru mörg helvízk en önnur guðdómleg. Þau geta verið óréttlát eða réttlát eins og alþjóðalög. Eins getur siðferði sumra verið helvízkt og annarra guðdómlegt. Eitthvað sem þykir rétt í dag getur verið alrangt fyrir Guði.
![]() |
Mikil misbeiting á ráðherravaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. janúar 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Til að losna við wókið þarf MJÖG mikla hægriritskoðun. Wókið ...
- Verða þínar vélar farnar? Ljóð frá 20. nóvember 2015.
- Það er nauðsynlegt að líta 30 ár til baka til að skilja breyt...
- Sjálfskaði vegna vinstriranghugmynda og narsisismi vinstrisins
- 300 milljónir fyrir einbýlishús í Fossvogi - hús og íbúðir - ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 106
- Sl. sólarhring: 109
- Sl. viku: 934
- Frá upphafi: 158821
Annað
- Innlit í dag: 71
- Innlit sl. viku: 623
- Gestir í dag: 64
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar