Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Ráðherrann spýtir í lófana og boðar framkvæmdir.

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Eyjólfi Ármannssyni, Jóhanni Páli Jóhannssyni og Þorgerði Katrínu að undanförnu, nýjum ráðherrum.

Jóhann Páll boðar framkvæmdir, og athafnir, og samkvæmt því er Samfylkingin orðin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn, sem lét Vinstri græna hýða sig til kyrrstöðu, að því er virðist í mörg herrans ár.

Eyjólfur Ármannsson minnir á róbóta sem lætur Þorgerði Katrínu stjórna sér og gleypir ofaní sig sín fyrri orð.

Þorgerður Katrín ræður öllu að því er virðist, einræðiskvendið og lítið fer fyrir forsætisráðherra landsins, Kristrúnu.

Það er eitt að fara eftir stjórnarsáttmála - sem að vísu er rýr í roðinu - og svo annað að missa sínar skoðanir og pólitískan lit fyrir þakklæti að komast í stjórn - og peningagræðgi.

Ég sakna ekki wók-áherðzlna Vinstri grænna, en ég sakna umhverfisverndaráherðzlna þeirra. Þó vantar orku á landinu - mestmegnis vegna innstreymis útlendinga til landsins á meðan fæðingum fækkar og innfæddum Íslendingum - þannig að það er verið að byggja og svara orkuþörf af slíkum ástæðum.

Er Sjálfstæðisflokkurinn mesti kommúnistaflokkur landsins? Sigurður Kári í Silfrinu studdi Áslaugu Örnu í Silfrinu í gær til formanns og hans nýjungar felast í þeirri "nýjung" að láta konu stjórna flokknum! Sigurður Kári er einn af þeim sem hafa mótað (öfug)stefnu Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár, með Bjarna Benediktssyni og fleirum. Sannleiksgildi þeirra orða sjást í minnkandi fylgi flokksins. Nægir það.

Harðir vinstrimenn sem gera athugasemdir við DV fréttir hafa tjáð sig um það ár eftir ár að þeir óski þess að Bjarni Benediktsson og hans klíka, Davosdúkkulísur og fleiri, verði sem lengst við völd, því þá þurrkist flokkurinn út eins og Vinstri grænir, alræmdur flokkur fyrir svik sín við vinstrimenn, að þeirra áliti. Það er ákveðið sannleiksgildi í þessu, miðað við núverandi fylgi Sjálfstæðisflokksins og hvað þessi stefna Bjarna og dúkkulísanna hefur skilað flokknum, bæði í áherzlum og fylgishruni.

Eins og kom fram í Silfrinu í gær þá er þessi nýja þriggja flokka ríkisstjórn að mörgu leyti eftirmynd hinnar stjórnarinnar sem fór frá. Viðreisn er eftirmynd Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin er eftirmynd Framsóknarflokksins. Flokkur fólksins er eftirmynd Vinstri grænna. Áherzlur eru aðrar, en meginlínur valdahlutfalla og hlutverkaskipti svipuð. Viðreisn er hið kapítalíska ofurvald sem drífur áfram ríkisstjórnina og beygir undir sig Flokk fólksins og Samfylkinguna. ESB áherzlurnar bætast svona ofaná sem krydd sem fer misvel í fólk.

Það gæti svo farið að undir forystu Þórdísar, Guðrúnar, Áslaugar eða Guðlaugs verði Sjálfstæðisflokkurinn með fylgi í kringum 10% og áherzlurnar verði kvenréttindi og örlítið frelsi í bland. Þá verður það endanlega innsiglað að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að sameinast, því enginn munur verður á flokkununum sem skiptir máli.

Mér fannst ræðan hans Sigurðar Kára í Silfrinu afleit þess efnis að ekki ætti að sækja formannsefni út fyrir raðir þessara fjögurra sem oftast eru nefnd.

Er flokkseigandafélagið í Sjálfstæðisflokknum svo sterkt og sjálfhverft að það geti ekki lært af sigurgöngu Kristrúnar Frostadóttur í Samfylkingunni, sem var fengin "utan af götunni", eins og einn bloggarinn orðaði það?

Sigurður Kári í Silfrinu talaði um nýjungar og endurnýjun í forystunni, en boðaði á sama tíma að þessir fjórmenningar ættu einir séns. Þar fór ekki saman "hljóð og mynd", eins og sumir myndu orða það.


mbl.is Boðar frumvörp um virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 132958

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband