Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsvígslur og taumleysi. Merkilegar þversagnir finnast í gömlum goðsögnum sem segja tímalausan sannleika

Goðsögur geyma sannleika sem er tímalaus. Það kemur kannski mörgum á óvart, en sjálfstæði landa, þjóða og einstaklinga var til forna tengt við það að missa sjálfstæðið um stundarsakir með fylleríi.

Gyðjan Medb er mjög gott dæmi um það. Hún er hluti af írskri og celtneskri goðafræði. Ég tek það fram að ég nota c-ið viljandi, ég vil hægt og rólega finna ástæðu til að nota fleiri aukastafi sem eru uppáhaldsstafir hjá mér en zetuna eina, sem af einfeldni var reynt að losna við hér um árið, en hún kemur kannski aftur ef nógu margir læra að nota hana og vilja nota hana.

Mér finnst engin ástæða til að við Íslendingar notum ekki c-ið í þeim alþjóðlegu orðum sem það finnst í, að minnsta kosti, en reglur um c-notkun, w-notkun eða q-notkun hér á Íslandi eru ekki enn komnar fram fyrir nútímafólk sem vill bæta íslenzkuna svona, þær voru einnig á reiki til forna, þannig að þetta er aðeins áhugamál, að feta sig áfram í þessu.

Hver var og er gyðjan Medb? spyr þá fólk.

Ég byrja alltaf á því að skilja orðin sem ég nota, fer í fyllstu orðsifjafræði sem finnanleg er.

Maev eða Medbva er dregið af medu á fornindóevrópsku, sama orð og mjöður á íslenzku, en það var orðið yfir bjór eða léttvín til forna. Mjöðurinn var mikið drukkinn og bruggaður og ábyggilega til í mörgum tilfellum, misáfengur.

Orðið Medbha þýðir "sú sem hellir mann fullan", "sú sem veldur ölvun", eða eitthvað slíkt, eða "Mjaðarveitandinn".

Í nýrri bók eftir fræðakonuna Ingunni Ásdísardóttir fjallar hún mjög mikið um þann gamla sið sem fylgdi drottningum og krýningum kónga, að þar var jötunmey eða önnur kona af valdaætt sem gaf ungum manni áfengan drykk, og innsiglaði það krýninguna, valdatökuna. Þetta tengist allt því sem ég er að fjalla um.

Femínistar eins og Viðreisnarfólkið sem er komið til valda ætti að veita þessu athygli sem ég er að skrifa.

Í ævafornum goðsögnum og svo konungasögum í Evrópu þá kemur þetta stef fram ítrekað, að við vígslu konungs er það hofgyðja eða norn eða álíka valdakona sem gefur honum að drekka.

Mér dettur nú í hug þessi hefð Íslendinga og annarra þjóða að fara niður í bæ og drekka sig fullann, og svo það að kynlíf og áfengi fara oft saman, eða önnur víma, og það er svo sem ekkert nýtt.

En hugmyndin um sjálfstæði er svolítið merkileg samkvæmt þessu. Eitthvað kann þetta að tengjast hugmyndum um afmeyjun og afsveinun með drykkju og svalli, eða einhverskonar manndómsvígslum og kvendómsvígslum til forna sem tengjast valdatökum. Þá var algengt að litið væri á að börn yrðu fullorðin um fermingu, 12-14 ára, eins og María mey á að hafa verið á þeim aldrei þegar hún bar Jesúm Krist í heiminn.

Sjálfstæði lands og þjóðar er þá tengt því að fram komi sterkur kóngur - einræðisherra - það sem ekki finnst lengur í Sjálfstæðisflokknum, sem hefur verið blessaður af konu sem tengist helgihaldi. Sú kona getur ekki verið núverandi biskup, eða hvað, því kirkjan er komin út af sporinu.

Medh er stríðsgyðja líka og því má ekki gleyma.

Þannig að Rússland og Úkraína, þetta eru stef sem alltaf vakna aftur, um styrk og sjálfstæði með stríðum.

Það fylgir sögunni að kóngurinn sem hefur tekið Medb sem sína fyrstu konu og eignazt með henni afkvæmi fer útí stríð í kjölfarið og stækkar landið, með sigrum í orrustum. Þetta er hefð, það sem er viðbúið, þetta er kappamýta sem eiginlega er ódauðleg um alla jörðina.

En það sem ég vildi vekja athygli á hér í þessum pistli, það er þetta tvíeggjaða eðli sjálfstæðisins, að það fæst eiginlega með því að missa stjórn á sér í ölæði og með kynlífi, samkvæmt þessari ævafornu goðsögn, sem auðvitað er föst í kynslóðaminni okkar allra, því þetta eru líka reglur skemmtanalífsins í Reykjavík og annarsstaðar.

Þannig að þetta á bæði við um konur og karla, stráka og stelpur, því í goðsögnunum eru bæði dæmi um sjálfstæðar konur og karla, einstaklinga sem taka frumkvæðið og verða hetjur í kjölfarið.

Þetta er því nokkuð sem kalla mætti minni, goðsögulegt minni, eða endurtekið stef til að læra af og sem kennir fólki.

Samkvæmt svona goðsögnum þá hvílir bölvun á því landi sem er stjórnlaust, eins og kannski Ísland er núna. Það þýðir með öðrum orðum að þegar ekki er sterkur, karlkyns stjórnandi, þá er deyfð yfir landinu og stjórnleysi á ferðinni, erlend öfl fá tækifæri til að ræna auðlindum og fólki.

Til eru dauðagyðjur og nokkurskonar valkyrjur eða heldrífur í celtneskri goðafræði, sem tengjast sem þríeinar gyðjur.

Þrenningin er þannig heiðið fyrirbæri og hugtak miklu frekar en kristilegt. Kristnin fær slíkt úr heiðnum trúarbrögðum, pottþétt.

Það er of langt að fara útí þetta meira, en femínisminn var vissulega öflugur í heiðninni til forna.

Vil nefna að lokum Badbh, sem er stríðsgyðja celtnesk. Hún birtist í hrafnslíki á vígvöllunum, eins og sumir telja valkyrjurnar vera, og tengist því "valkyrjustjórninni" okkar.

Heldísin Badbh ber nafn sem dregið er af norræna orðinu böð, sem þýðir orrusta, bodwa á fornkeltnesku.

Bhedh á frumindóevrópsku kemur einnig inní þetta, að stinga, grafa. Bádhate á sanskrít er að kúga, og bádas á lítháísku er hungursneyð.

Þjóðirnar svelta eftir stríðin, og til að fara útí stríð þarf kúgandi yfirvöld, þannig að þetta er mjög skiljanlega tengt á þennan hátt.


Bloggfærslur 20. janúar 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 599
  • Frá upphafi: 132930

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 435
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband